Færsluflokkur: Bloggar
2.4.2011 | 01:00
Vatnamótin 7-9 apríl 2011
Bara fyrir ykkur félagar, Vatnamótin rokka, við erum í fínum málum.
Farið inná Vötn og Veiði þar eru fjallað um Vatnamótin á fyrsta degi.
Kv. Hattarinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2011 | 14:06
Veiðitímabilið 2011 hafið.
Sælir félagar.
Þá er veiðitímabilið 2011 hafið og er útlitið mjög gott. Kominn strax fiskur á land í Varmá og var það 6 p. sjóbirtingur. Þá eru horfur mjög góðar á sjóbirtingsslóðum fyrir austan en þangað stefnir vaskur hópur Víðförlafélaga strax á næsta fimmtudag. Haft var samband við menn þarna fyrir austan og komin mikill vorbragur á sveitina og fullt af fiski í Skaftá, Grenlæk og víðar. Það veit á gott því stefnan er tekin á Vatnamótin og vonandi verður það eins og í fyrra bullandi fiskur. Það hefur aðeins bæst í hóp þeirra sem fara í þennan veiðitúr. þeir sem fara eru Skafti, Þórir, Guðmar, Axel, Varði, Jónas Hilmar og 2 gestir með honum. Mér sýnist þessi hópur hafa vinninginn fram yfir fiskinn hvað varðar slægð, kunnáttu og klækindi. Fiskurinn hefur sundkunnáttuna framyfir. Þetta verður bara gaman og munum við dvelja eins og vant er í 2 húsum hjá Ragnari í Hörgslandi og ég veit að þessi ferð á eftir að rífa úr manni veiðihrollinn.
Þá vil ég minna félgsmenn í Víðförla á félagsgjöldin.
Kv. Hattarinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2011 | 13:36
Það styttist í veiðina.
Sælir félagar.
Það er heldur betur farið að styttast í fyrsta túrinn en hann er eins og komið hefur fram áður í Vatnamótin 7-9 apríl. Þeir sem fara í þennan túr eru Axel, Þórir, Skafti, Guðmar, Hilmar og 2 vinnufélagar hans. Það verður spennandi að sjá hvernig þeim gengur. Vonandi eins vel og í fyrra þegar við lentum í mokstri. Þá er það Staðaráin á Snæfellsnesi í júlí og þangað fara eins og staðan er í dag Hilmar, Þórir, Skafti, Jónas, Eggert og Steini. Það er sama vonandi gengur þeim vel eins og síðast þegar farið var þangað þ.e. 2009. Næst er það Hróarslækurinn 19-21 ágúst og þangað fara Axel, Eggert, Jónas og Hilmar. Þessi veiðiá er ný fyrir okkur alla því enginn okkar hefur veitt þar áður en þarna má veiða með öllu agni svo það verður bara skemmtilegt að prófa þessa á. Ég er að fara í veiðihúsið við ána nú í apríl og þá tek ég svæðið út. Síðan er það Laxá í Leir og þangað fara Steini, Jónas, Axel, Hjörtur, Hilmar, Krummi, Eyjó og Ragnar. Síðan veit ég að hjónin sem hafa verið með okkur áður koma sennilega og síðan hafa kunningjar Axels falast eftir þeim 2 stöngum sem eftir eru. Að sjálfsögðu munum víðförlafélagar fara víðar til fanga bæði saman og einnig með einhverjum öðrum. Vonandi verður sumarið okkur öllum far og fengsælt að vanda en sá tími er liðinn þegar við vorum að koma heim úr veiði með litla sem enga veiði.
Kveðja JM.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2011 | 01:57
Blogga, blogga , blogga.
Koma svo í veiði félagar.
kv. JM.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2011 | 01:32
Það er veiði.
Sælir félagar.
Fyrsta Víðförlatúrinn er í Vatnamótin í byrjun apríl og svo er komnir inn 2 dagar ónefndri á, á sunnanverðu Snæfellsnesi sem þeir vita um sem hafa fengið tölvupóst þar af lútandi. Eins gott að ganga frá þeim málum ekki seinna en strax!!!!. Þá förum við í Hróarslækinn þaðan í Tungulækinn og við endum í Laxá í Leir.
Sumarið lítur helvíti vel út.
Öll önnur veiði er vel þegin í vötnum, lækjum og pollum bara að láta vita.
Kveðja Hattarinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2011 | 13:37
Veiðipælingar.
Sælir félagar.
Þá er að koma upp stemming í Víðförla fyrir veiði næsta sumar. Það er núna strax orðnir klárir 3 Viðförlatúrar. Þeir eru í Vatnamótin í apríl, Hróarslækinn í ágúst og Laxá í Leir. í september. Ennþá eru nokkrar ár enn könnun en það eru td. Langá og Staðará. Með þá síðarnefndu er byrjað að hafa uppá þeim sem selja leyfin þar er það er hægara sagt en að komast í. Það virðist vera á huldu hver á veiðiréttinn en við gefumst ekkert upp. Með Langána þá er eitthvað laust eftir hjá stangó svo við sjáum bara til. Þá er það í góðu lagi félagar ef þið komið með hugmyndir og ég tala nú ekki um ef þið þekkið mann sem þekkir mann sem er að selja leyfi í góðri á. Nú ef það eru einhverjir sem hafa áhuga á þessum túrum látið mig vita sem fyrst.
Kv. Hattarinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2010 | 15:12
Jólakveðja.
Sælir félagar.
Við Víðförlafélagar sendum hvorum öðrum og einnig öllum veiðmönnum og fjölskyldum þeirra okkar bestu óskir um gleðileg jól og gæfu og fengsælu komandi ári með þakklæti fyrir liðin ár. þá viljum við sérstaklega þakka þeim sem hafa heimsótt okkur á bloggið okkar á þessu ári. Vonandi verður það næsta eins gott.
Með jólakveðju,
Hattarinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.11.2010 | 13:44
Kosningar og fl.
Sælir félagar.
Nú er kosningunni í stjórn Svfr. lokið og sem betur fer komst okkar maður inn og vil ég nota tækifærið og óska honum og öllum í nýju stjórninni alls hins besta og vonandi gengur þeim vel í framtíðinni. Næg eru verkefnin.
Þá langar mig ágætu félagar minna ykkur á að fljótlega fara að berast boð frá veiðileyasölum fyrir sumarið 2011. Það væri mjög gott ef þið ágætu veiðmenn væruð búnir að móta ykkur skoðun á því sem þið viljið gera í sambandi við veiðileyfi næsta sumar. Það auðveldar alla vinnu við skipulagningu og ákvörðunartöku þegar þarf að sækja um eða kaupa leyfi.
Ég held að það væri sniðugt ef þið mynduð senda mér E-mail um óskir ykkar sem fyrst og þá get ég farið að kanna málin.
Kveðja Hattarinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2010 | 13:04
Framboð.
Sælir félagar.
Það er mér mikil ánægja að Ámundur Helgason félagi okkar í Víðförla skuli gefa kost á sér í stjórn SVFR. Eftir að hafa kynnst Ása bæði sem veiðimanni og ekki síður sem félaga í veiðifélaginu Víðförla er ég viss um að hann er rétti maðurinn í þá stjórn. Hann er bæði einstaklega duglegur en það þarf kannski svo sem ekkert að vera að hrósa honum með öðru en að segja að hann hefur ódrepandi áhuga á öllu sem lýtur að veiði og veiðskap. Það skiptir engu máli hvað það er í því sambandi. Þá má ekki gleyma því að hann er bráðskemmtilegur og ég veit það frá fyrstu hendi að það bæði skemmtilegt og auðvelt að vinna með Ása.
Þetta framboð er alveg frábært framtak hjá honum og hvet ég þá Víðförlafélaga sem hafa kjörgengi í SVFR. til þess að styðja hann með ráðum og dáð í þessu framboði hans.
Þá hvet ég einnig alla þá sem vilja hag veiði og veiðimensku á Íslandi sem mestan að kjósa Ásmund Helgason í stjórn Stangveiðifélags Reykjavíkur.
Með Kveðju,
Jónas Marteinsson formaður veiðfélagsins Víðförla.
Bloggar | Breytt 17.11.2010 kl. 10:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2010 | 10:23
Veiðisaga.
Úff, svakalega var þessi saga spennandi og raunveruleg, ég var bara hræddur um að vanstillast aftur af spenningi. Ég leysti það með að lesa söguna í tvennu lagi. Stoppaði þegar þú skyngdir Myrkhylinn, og tók svo restina aðeins seinna.
Takk fyrir frábæra sögu.
Hattarinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)