Færsluflokkur: Bloggar
19.7.2012 | 13:52
Blanda II
Sælir félagar. Þá er komið að segja frá annari Víðförlaferð ársins þ.e.a.s. í Blöndu dagana 10 og 11 júlí. Þeir sem fóru þessa ferð voru Marteinn, Hilmar, Guðmar, Jónas og þrír gestir þeir Finnbogi, Sigurpáll og Jóhann Júlíus. Þar sem enginn af okkur höfðu veitt þarna áður þá þurftum við að svolitlar leiðbeiningar um svæðið. Blanda er sko ekkert smávatn og veiðisvæðið er eiginlega allur Langidalurinn alveg frá Blönduósi og uppað Svartá. Þeir félagar Leifur og Skafti og kunningi Marteins höfðu veitt okkur góðar lýsingar á hvar best væri að bera niður. Þrátt fyrir blankalogn og glampandi sólskin tóks Marteini að slíta upp einn lax í Svarthyl og fékkst hann á flugu. Seinnipartinn setti Hilmar í einn 6kg. á maðk á sama stað þ.e. í Svarthyl og Marteinn í annan í hyl sem heitir Braggi alveg gríðarlegur Dammur sá hylur. Veiðistaðurinn er svona 30 metra breiður og 150 metra langur. Þá komu upp 3 urriðar þennan dag. Daginn eftir setti Guðmar í og landaði enn einum laxinum í Svarthyl og þá komu einnig aðrir 3 urriðar og einn af þeim var 2 kg. Fallegur fiskur. Við gistum í bændagistingu að Geitarskarði sem var mjög fínt og flott aðstaða úti við og gátum við grillað og haft það huggulegt. Fínn túr í góðu veðri með frábærum félögum. Myndir síðar.
Kv. JM.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2012 | 21:26
Ferðin í Vatnamótin.
Sælir félagar. Þá er að segja ykkur lauslega frá ferðinn í Vatnamótin nú um helgina. Í þessa ferð fóru 4 Víðförlafélagar og 4 gestir alls 8 karlar. Við lögðum af stað snemma á fimmtudaginn og voru væntingar miklar líka vegna þess að veðrið var mjög gott. Því miður var það ekki svo fyrir austan er við mættum á veiðisvæðið. Bölvaður suðaustan þræsingur og skítakuldi. En hvað um það það var vaðið og reynt að veiða við erfiðar aðstæður. Að endingu náðust 2 birtingar 1 og 1.5 kg og vorum við ekki alveg sáttir en aðstæður voru slæmar. Á föstudeginum var allt annað uppá teningnum logn og blíða og nú var sko vaðið um víðan völl en samt var uppskeran ekki nógu góð eða aðeins 7 fiskar. Alls 9 stk. Jæja við erum svo hógværir og svo var félagsskapurnn góður, fínn matur og ágætt hús hvað er hægt að biðja um meira.
Takk fyrir mig, myndir í albúminu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2012 | 23:54
Vatnamótin 19-21 apríl.
Sælir félagar.
Það stefnir í flottann túr í Vatnamótin þ. 19 apríl og að öllum líkindum verður það Víðförlatúr.
Það eru enn laus pláss ef einhverjir hafa áhuga eru viðkomandi beðnir um að hafa samband við undirritaðann.
Kv. JM.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.1.2012 | 23:01
Veiði
Sælir félagar.
Nú er sá tími þar sem flestir Íslenskir veiðifélagar plana veiðisumarið 2012. Við í Víðförla erum þar engin undantekning. Ég og nýji formaðurinn erum í því að kanna möguleika okkar á veiði næsta sumar en það sem okkur vantar er að fá að vita hvað þið viljið í því sambandi. Við verðum að heyra frá ykkur hvað þið viljið. Er áhugi hjá ykkur fyrir Langánni í september, Laxá í Leir í sept. Hítará eða einhverri minni á eins og til dæmis hjá Svfr. Dunká eða Setbergsá. sem báðar eru litlar nettar 2ja stanga ár á ágætu verði. Við erum að sverma fyrir nokkrum möguleikum en það eru Flekkan, Miðá og Flókadalsá í Borgarfirði en það er allt í vinnslu.
Strákar látið okkur vita hvað þið viljið.
Kveðja Hattarinn.
Ps. Endilega svarið E-mailum frá nýja formanninum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.12.2011 | 00:08
Víðförli kominn á Facebook
Sælir félagar,
Mig langar til þess að benda ykkur á að nú erum við komnir á Facebook og það væri gaman ef þið gætuð allir tengt ykkur við þá síðu en hún heitir einfaldlega Víðförli veiðifélag. Ég er búinn að senda skilaboð til þeirra sem eru inni á Facebook nú þegar. Síðunni munum við halda lokaðri og eingöngu fyrir félagsmenn þannig að við getum notað hana til þess að skoða myndir af veiðitúrum hjá félögum, skiptast á skilaboðum og margt fleira, getur nýst okkur á marga vegu.
Fyrir þá sem eru ekki á Facebook í dag en myndu vilja vera með á síðunni okkar þá er einfalt mál að koma því við. Sendið mér póst ef vilji er fyrir aðstoð við það.
Kv. Hilmar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.12.2011 | 14:04
Veiðin 2012
Sælir félagar.
Nú skrifa ég þennan pistil sem fyrrverandi formaður Víðförla þannig að nú má ég skrifa hvað sem er án þess að það sé talið vera skoðun Veiðifélagsins Víðförla. Hvað um það nú styttist í að söluskrá Svfr. komi út en einhvernveginn finnst mér það alltaf vera útgangspúnturinn á að fara að huga að veiðileyfum fyrir næsta sumar. Það sem ég hef séð á netinu þá kennir þar ýmisra grasa og þó nokkuð um allskonar nýjungar sem vert er að kíkja á. Má m.a. nefna að 2 litlar ár koma nýjar inn en það eru Dunká og Setbergsá á Skógarströnd nettar 2 stanga ár sem verða mjög eftir sóttar. Í staðinn hefur hluti af Bíldsfelli og Varmáin dottið út þó það sé ekki alveg klárt með þá síðarnefndu. Þá er ein athygliverð breyting en það er í Hítaránni. Þar verður ekki fæðisskylda frá miðjum ágúst og út veiðitímabilið. Það finnst mér spennandi og fyrir vikið verður veiðiferðin mun ódýrari. Stjórn félagsins sagði á aðalfundinum að ef þetta gengi vel þá yrði þessi möguleiki kannaður í fleiri ám og kom þá Langá til umræðu í því sambandi. Talandi um hana þá ætla þeir að vera aftur með síðusta dagana þar þannig að veitt verður frá morgni til kvölds án fæðis og húskostnaðar eins og í fyrra því það gaf frábæra raun þrátt fyrir að veiðin hefði verið slök vegna þurrka.
Að lokum ætla ég að minna ykkur Víðförlafélagar á skötuveisluna í hádeginu á Þorláksmessu.
Kveðja Hattarinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2011 | 14:35
Aðalfundur Svfr.
Sælir félagar.
Þar sem nýji formaður er önnum kafinn námsmaður þá tók ég að mér þá hefð formanns Víðförla að fara á aðalfund Svfr. fyrir hans hönd og af gömlum vana. Það kom ýmislegt fram á þessum fundi og ætla ég að nefna það sem mér fannst markverðast. Það var í fyrsta lagi að félagið var svo gott sem rekið á núlli sem er frábær árangur því bókfært tap á síðasta ári var um 38 miljónir og er það meiriháttar viðsnúningur á einu ári. Það kom fram hjá gjaldkera að aðalástæðurnar eru hrunið, hrun á sölu veiðileyfa í kjölfarið árið 2009 og tap á sölu leyfa í Laxá í Mývatnsv. og Tungufljóti. Í Tungufljóti er skýringin gosin í Eyjafjallajökli og Öræfajökli. Fyrir norðan er skýringin svolítið skrítin. Þar kvörtuðu menn sáran yfir mikill hækkun veiðileyfa og fæðisskyldu sem gerði þetta enn dýrara. Nú er það svo að Svfr. átti 4 hæsta tilboðið í svæðið en rétthafar kusu að semja við Svfr. Hvað hefði gerst ef þeir hefðu samið við hæstbjóðanda. Hvað varðar fæðið þá var það eina sem gerist þar var að maturinn batnaði en þar varð engin hækkun!!!!!
Til þess að koma til móts við menn verður hægt að kaupa stangir fyrir norðan án fæðis og gistingar næsta sumar og verður þá spennandi að fylgjast með því hvað gerist. Þá er það vitað að menn vilja losna undan fæðiskyldunni og hefur Svfr. því ákveðið að ekki ferði fæðisskylda í Hítará eftir 15 júlí á næsta ári. Svo eru þeir að velta því fyrir sér að svo verði einnig í Langá þó ekki fyrr en í ágúst. Þetta verður spennandi.
Þá hættir Svfr. með Krossá og silungasvæðið í Andakílsá en tekur í staðinn Dunká og Setbergsá á Skógarströnd. Báðar þessar á er snotrar 2 stanga ár með fínum húsum og hef ég veitt í Dunká og er það virkilega skemmtileg spræna.
Nú í desember kemur söluskrá þeirra út og vonum við að menn geti skoðað hana og þá getum við kannski sótt um einhver skemmtileg veiðileyfi fyrir okkur í Víðförla.
Lesa má skýrslu stjórnar í heild sinni á vef Svfr.
Kv Jónas FFV.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2011 | 14:21
Skýrsla formanns veiðifélagsins Víðförla fyrir árið 2011
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)