Færsluflokkur: Bloggar
25.2.2013 | 15:39
Þátttakendur
Sælir félagar.
Það er ánægjulegt til þess að vita að við erum búnir að manna alla okkar veiðitúra eins og málin líta út í dag en það gæti verið laust í Sogið en sjáum til. Ef mig minnir rétt þá var okkur Skafta falið að finna einhverja góða á til að fara í vorveiði þ.e. í apríl. Ég er búinn að ræða við hann Krumma og ætlar hann að panta fyrir okkur í Geirlandsána í byrjun apríl og við sjáum hvað kemur út úr því. Verðið er mjög sanngjarnt eða 15.000.- kall stöngin á dag með fínu húsi með 4um tveggja manna herberjum og öllum græjum sem við þurfum nema potti. Það verður því miður ekki á allt kosið. Við ætlum að sækja um helgina 5-7 apríl og vonandi gengur það eftir ef ekki þá sjáum við til hvað við fáum. Það hefur nú alltaf verið svolítið hressandi að rífa úr sér veturinn í þessum vorveiðiferðum hjá okkur þótt veiðin hafi kannski verið vel undir væntingun, kannski verður breyting þar á nú í ár. Eins og þið hafið vlæntanlega séð þá horfir nú ekkert sérlega vel með sölu leyfa í sumar. Veiðileyfasalar kvarta sáran undan dræmri sölu og manni heyrist á öllum að nú sé mikill breytinga þörf á verðum veiðileyfa. Verðið séu orðin alltof dýr og vonandi verður sú vakning sem við höfum verið að bíða eftir að öll þessi yfirboð leyfissala hætti og við veiðimenn látum ekki bjóða okkur hvað sem er í fisklausum ám. Hugsið ykkur SVFR. er með litla á Dunká á Skógarströnd 2 stanga á og allt gott um það að segja og í góðu ári veiðast kannski 150 laxar í ánni. Verðið strákar á góðum tíma er 92.000.- dagurinn. Er menn ekki í lagi? Þá er betra að fara bara í Ragárnar og vera í bullandi fiski fyrir sama pening. Mér finnst það allavega.
JM.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2013 | 15:04
Sumarið 2013
Sælir félagar.
Þá er farið að skýrast með sumarið 2013 þ.e. með veiðina. Við erum komnir með dagsetningar á fjórum veiðiferðum en þær eru eftirfarandi 6 og 7 júní Staðar og Múlatorfur og Prestbakki, 24 og 25 júlí E-Rangá sjáum sjálfir um mat og gistingu, Sogið, Bíldsfell 20 og 21 ágúst, 12 - 14 sept. Laxá í Leirársveit, Salmon River USA. 12 - 17 september.
Það er eitthvað laust enn í alla þessa túra. Látið mig vita sem fyrst ef þið hafið áhuga. Fyrstur kemur fyrstur fær.
Kv. JM.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.11.2012 | 23:03
Aðalfundur SVFR.
Ágætu félagsmenn.
Bara minna ykkur félaga í Víðförla sem eru félagsmenn í SVFR. að aðalfundur SVFR er á morgun laugardaginn 24 nóvember og hefst hann kl. 13:30. Fundurinn verður haldinn á Natura (Hótel Loftleiðir)
Eigum við ekki að mæta og styðja okkar mann????
Kv. JM.
PS. Salmon River og ameríkuferðinni verður fljótlega gerð góð skil og verður til umræðu á þessum vettvangi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2012 | 20:28
Aðalfundur Víðförla.
Sælir félagar.
Aðalfundur Víðförla var haldinn föstudaginn 26 október heima hjá fyrrverandi formanni. Fundurinn var fjölsóttur og alls mættu 13 félagar og 2 gestir sem síðar voru samþykktir í Víðförla. Hlutu þeir nöfnin "Reddarinn og "6-pensarinn" Það gerir að Víðförla félagar eru þá orðnir 22. Af þeim má segja að virkir félagar sé 18 þar sem 3 eru erlendis og og einn eiginlega hættur að veiða því miður. Mikið var skrafað og skeggrætt á fundinum og veiðisumarið 2012 gert upp og spáð í veiðina 2013. Mest var að sjálfsögðu rætt um væntanlega veiðiferð Víðförla til USA. í september á næsta ári. Kom fram hjá félagsmönnum að talsverður áhugi er fyrir þessari ferð og er þegar uppselt í fyrstu ferðina þ.e. 7 sæti í september 2013. Það kom fram hjá félagsmönnum að þrátt fyrir aflaleysi síðasta sumars þýðir ekkert annað en að hugsa fram á veginn og vera bjartsýnir um komandi sumar. Menn voru þó helst að ræða að komast í ódýrari veiði og m.a. að athuga með vatnaveiði og koma mörg vötn til greina. Meðan á fundarhaldinu stóð voru bornar fram dýrindis kræsingar framleiddar af öðrum nýliðanum og fengum við lambalæri bernes a la Reddarinn. Frábær matur.
Set inn nokkrar myndir og Víðförla félagar fá fundargerðina senda á e-mail.
Kv. JM.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2012 | 13:02
Ferðin í Laxá í Leir.
Sælir félagar.
Þá er það ferðin í Laxá. Fórum af stað á mánudaginn um 2 leitið í sæmilegu veðri. En það bætti í vind og var orðið helvíti hvasst þegar við hófum veiðar um miðjan dag. Svo hvasst var að það var ekki stætt sumstaðar við ána. Samt tókst Hilmari að negla einn í Ljóninu flótlega en síðan ekki söguna meir, því miður og var það aðallega vegna veðurs. Daginn eftir var mjög kalt um morgunin og klaki á öllum pollum en það hlýnaði þegar sólin fór að skína og fór í heil 9 stig. Við vorum iðnir við kolann og voru menn að setja í lax hér og þar um ána en ekkert gekk hjá okkur Steina. Það var nú farin að þyngjast á okkur brúnin en við áttum ágætt svæði seint á þriðjudeginum en vissum að það var búið að berja það svolítið vel á undan okkur. Völdum að fara á veiðistað sem við vissum að hafði lítið verið farið á og þá gerðist það. Settum í 3 fiska og náðum þeim öllum en ég var búin að setja í 3 fiska og missa þá alla. Þetta var því mjög kærkomið. Náðum 2 fiskum í viðbót og þar af einn urriði sem var 5 pund og það hafði annar svoleiðis bolti komið upp en urriðinn veiddist í Holunni en laxinn í Hringjunum. Þegar skrifað var í veiðibókina kom í ljós að við veiddum alls 12 fiska, 8 laxa, sá stærsti 7 pund og 4 urriða og birtinga og þar af 2 um 5 pund. Það er ekkert hægt að kvarta yfir þessu þó svo að hefði mátt vera meiri fiskur í ánni. Í þessa ferð fóru eftirtaldir Víðförlafélagar, Gústi, Jónas, Skafti, Hilmar, Leifur, Steini og einnig kíkti Axel Canadafari í heimsókn og borðaði með okkur en fór aftur heim að sinna konu, barni og búi. Þá voru með okkur gestir þeir Hjörtur, Óli og Sigurpáll og létu þessir herramenn ekki sitt eftir liggja til að gera þessa ferð skemmtilega.
Skemmtileg ferð með frábærum félögum, takk fyrir félagar.
JM.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.9.2012 | 11:41
Laxá í Leir.
Sælir Félagar.
Nú þegar sumri fer að halla og haustið tekur við þá er gott að eiga einn veiðitúr eftir í það minnst. Á mánudaginn 10 fer vaskur hópur Víðförlafélaga í Lax´í Leir. þ.e. Varði, Axel, Hilmar, Jónas, Gústi og Steini ásamt 4 galvöskum gestum og munum við manna 5 stangir í hollinu af 7. Þetta er eins og þið sjáið "vanlinkunnur skríllinn" sem mun að sjálfsögðu gera sitt besta og rúmlega það til að hækka aflatölur árinnar. Veiðin í ánni hefur verið frekar döpur í sumar en þó er líf þessa daga eins og má lesa hér " Siðasta holl í Laxá í Leirársveit var með 13 laxa. Ólafur Johnson, annar leigutaka árinnar sagði að sumarið hefði verið erfitt eins og víðar, en menn hefðu verið að setja í fiska að undanförnu og sumir þeirra væru nýgengnir" Þetta eru svo sannanlega skemmtilegar fréttir enda þýðir ekkert fyrir alvöru veiðimenn að fara í veiði með hangandi haus. Ég tek mér orð Sverris Hermannssonar þegar hann sagði að það væru "aðeins graðir menn sem veiða, liðleskjur og lyddur fengju aldrei neitt því þeir nenntu þessu ekki" Hárrétt hjá Sverri. Aumingja laxinn hann veit ekki hvað hann á í vændum. Þetta verður skemmtileg ferð í góðra vina hópi eins og allar Víðförlaferðir hafa verið hingað til.
Kv. JM.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2012 | 11:11
Eystri Rangá 24 og 25 júlí.
Sælir félagar.
Má til með að segja ykkur frá ferð okkar Kristjáns í Eystri. Okkur gekk ótrúlega vel miðað við að við höfðum aldrei veitt áður á 2 svæðunum af þeim 4 sem við vorum á. það var svolítill vindbelgingur báða dagana sem gerði okkur erfiðara fyrir það sem við vorum bara með einhendur við veiðiskapinn. Það kom þó ekki að sök eins og áður sagði því við fengum fisk á öllum svæðunum og á öllum vöktum svo til jafnmikið af fiski. Alls fengum við 17 laxa og var sá stærsti 5kg. falleg nýgengin hrygna. Það var kannski það skemmtilegasta við þessa veiði að allir fiskarnir voru silfurgljándi og flestir lúsugir. Þegar lax er í göngu eins og þarna var þá getur hann tekið út um alla á ekki endilega á merktum veiðistöðum eins og raunin var hjá okkur þessa daga. Við vorum duglegir að kasta þar sem okkur fannst líklegt og gafst vel stundum. Sem sagt skemmtilegur túr og góður afli í góðum félagskap. Við fengum okkur að borða grillaðar "Bradwurst" pylsur með góðu kartöflusaladi, súrkáli og sinnepi tær snilld. Á eftir að gefa ykkur að smakka þennan rétt þótt síðar verði. Myndir í albúmi.
Kv. JM.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.8.2012 | 13:46
Staðará 30-1 ágúst ´12
Sælir félagar.
Þá er það enn einn spennutúrinn og nú var haldið á fornar slóðir sem við þekkjum allir. Flottur hópur mætti á svæðið á tilsettum tíma, en hva það voru menn að veiða í ósnum. Við vorum nú ekki ánægðir með það en það kom í ljós að þeir voru með veiðileyfi frá Staðarstað þ.e. hinumeginn í ósnum. Það er nú ekki þægilegt að verða strandaglópur þar þannig að þessir ágætu veiðimenn hættu fljótlega og hurfu á braut. Við hófum veiðar og urðum fljótlega varir við fisk þó ekki í eins ríku mæli og forðum en fiskur var það. Við veiddum þetta skipulega og í svona góðu veðri var gaman að fylgjast með mönnum við veiðar og var oft ansi fjölmennt á pallinum í blíðunni. Þetta veiðisvæði er alveg einstakt að því leiti að það er stutt en samt nóg pláss fyrir 3 stangir og það er það besta að bíllinn fer hvergi. Allan tíman vorum við að reyta upp fisk bæði smáan og stóran og enduðum við í um 40 fiskum en hirtum aðeins 15 stk. sem voru yfir 500gr. Sáum stóru fiskana stökkva um allan sjó seinni morguninn og setti Hilmar þá undir þungan spún og kastaði lengst út í sjó og náði 3 vænum sjubbum. Þeir virtust ekki ganga uppí ósinn af einhverjum ástæðum. Virkilega skemmtilegur túr í góðum félagsskap og maturinn glæsilegur en þið þekkið húsið. Samt var það óvenju snyrtilegt og fínt og búið að bæta heilmiklu við af búsáhöldum.
Kveðja JM.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.8.2012 | 14:01
Laxá í Þing.
Sælir félagar.
Víðförlafélagar endurnýjuðu gömul kynni af þessari perlu Urriðans.
Þeir sem fóru þessa ferð voru:
Þórir,Eyjó(Kristín),Mick(Stella),Pétur(Elín).
Einsog sjá má á meðfylgjandi myndum var,(einsog alltaf) grenjandi sól og
blíða allan tímann.
Aflabrögð voru viðunandi en fiskurinn yfirleitt smærri en oft áður, og því
flestu sleppt. Það sem spillti gleðinni var þó skæð flensa sem herjaði á Norðmennina okkar, þannig að Krístin gat ekkert veitt og Eyjó ansi lítið, en
"gædaði" Pétur og Elínu með góðum árangri.
Það sem stóð uppúr var samt sem áður ógleymanleg veiðiferð með yndislegu fólki, á fallegasta veiðistað á jarðríki.
Afli:
Mick: 9 Stk Tveir teknir í soðið 49 og 50 cm
Þórir: 8 Stk Tveir teknir í soðið 47 og 49 cm
Eyjó: 4 Stk (sleppt)
Pétur: 4 Stk Tveir teknir í soðið 46 og 55 cm (mynd væntanleg síðar )
Mbk,
Þórir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2012 | 00:02
Hvað get ég sagt.
Sælir félagar. Nú er svo komið að við erum að fara í Eystri Rangá sem átti að vera Víðförla túr en varð ekki því miður. Við ætluðum upphaflega í Hafralónsá en það klikkaði svo við tókum þetta i staðinn. Við vissum ekki að var háflóð í dag, búið að mígrigna og svo spáir brakandi þurrki. Við Kristján höfum svo sem lent í bullandi vatnsveðri áður í Eystri en mokveiddum samt, svo verður einnig nú burtséð með veður. Við erum semsagt að fara í Eystri Rangá, Kristján Ólason og Jónas Marteinsson og enga öfund
Bloggar | Breytt 16.8.2012 kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)