Færsluflokkur: Bloggar

Veiði.

Það er allt brjálað í veiði.

Við Marteinn fórum með syni hans 3 einn dag í Langána á fimmudaginn í síðustu viku. Veðrið var ekki uppá það besta þannig séð mígandi rigning og talsvert rok en hvað um það við náðum 7 löxum og fengu allir fisk og allir heldur betur ánægðir. Þá frétti ég af góðum félögum sem fóru í fyrradag í  fysrta skifti í Setbergsá á Skógarströnd og kláruðu í dag. Náðu líka í 7 laxa og misstu helling og voru þeir mjög hrifnir að þessari á þótt húsakosturinn hafi verið heldur rýr. Þá í þessum skrifuðu orðum fóru Hilmar og Þórir með börnin í Fremri-laxá á Ásum og hófu þeir veiða í dag kl. 16:00. Ég talaði við Hilmar um 18:30 og þá voru þeir Þórir þungt haldnir af aðgerðarkvíða því þeir voru í mokstri. Búnir að fá um 20 urriða um 1-2 pund og sleppa alveg helling og allir að veiða hver sem betur getur. Börnin alveg alsæl en feðurnir áhyggjufullir. Aldrei lent í öðru eins. Þetta verður bara gott sumar hjá okkur í Víðförla.

Svo er náttúrulega Sogið næsta mánudag og það er Viðförlaferð. Þeir sem fara í hana eru Kristján, Tóti, Jónas, Leifur, Mick og Guðmar. Bíldsfellið bíður og veiðin hefur verið að glæðast allvegulega og stóru bleykju kusurnar bíða líka. Bara gaman

Kveðja JM.


Geirlandsá haust 2013.

Sælir félagar.

Vil bara minna ykkur á Geirlandsána 10 - 12- október.

Verð 35.000.- á mann.

Sennilega laust fyrir 1 eins og staðan er núna.

Kv. JM.


Eystri Rangá

Sælir ágætu félagar. 

Héldum til veiða í sól og blíðu og miklar væntingar um mikinn afla. Áttum fín svæði þ.e  4 – 3 – 2 – 1 og stórstreymt var á meðan við vorum við veiðar. Það gekk svo sem ágætlega hjá okkur en heilt yfir hefðum við viljað fá meiri afla en það var eins og það vantaði stóru torfurnar af fiski frá 5-7 pund og munar um minna. Á móti kom að af þessum 11 fiskum sem við fengum voru 8 stk. yfir 8 p. sem gerði þetta virkilega skemmtilegt. Af þessum 11 fiskum veiddust 8 á flugu og 3 á maðk og það má segja að flugan er virkilega sterk í E-Rangá.Það má halda sérstakan fyrirlestur um viðurværið og gistinguna. Við vorum í sumarbústað við hliðina á ánni sem var bara slot ekkert annað. Kunningjar Axels sáu um matseld með föðurlegum leiðbeiningum frá Axel og það endaði með samfelldri stórveislu allan tímann.

Virkilega flott flugeldasýning sem við fengum hjá húsráðanda seinna kvöldið til þess að þagga niður í fuglunum fyrir svefninn.

Hugulsamur drengur þar á ferð.

Set inn mynir síðar.

Kv. JM.

Gufuá.

Sælir félagar.

Urðum að prófa að veiða í bæjarlæknum hjá okkur Steina Gufuána. Búnir að hafa hana hjá okkur í öll þessi ár og aldrei reynt að veiði í henni. Fórum án þess að vita nokkuð um þessa á né bestu veiðistaði. Vissum þó að það væri helst veiðivon í ósnum eða á því svæði í ánni sem gætir flóðs og fjöru. Við fórum strax niður á þessi svæði og kom þá í ljós að þessi á rennur í lygnum flóðum eiginlega frá þjóðvegi og alveg niður í ós. Urðum við fljótlega varir við fisk. Á fyrri vaktinni fengum við 3 fiska þ.e ég 2 og Ásgeir 1. Á seinni vaktinni fékk ég 1 og missti 2 og Steini missti 1. Þrátt fyrir frekar leiðinlegt veður (stanslaus rigning) allan daginn þá var þetta virkilega gaman og gott að hafa byrjað að veiða þarna.

Fáum fleiri fiska næst.

Kveðja JM. 

 


Torfurnar ferðin.

Sælir félagar.

Það voru spenntir Víðförlar og gestir sem lögðu af stað frá Rvk. kl. 15:00 5 júní s.l. og skyldi haldið til veiða í drottninguna þ.e. Laxá í Aðaldal, Torfurnar. Þeir sem fóru í þessa ferð voru Mick, Gústi, Sigurpáll, Jónas og Kristján og fjórir gestir þeir Alli, Ásgeir, Högni og Andri. Haldið var sem leið lá norður og gert stutt stopp í Varmahlíð og einn bíll skilinn þar eftir. Áfram var haldið á Akureyri tekinn einn sveittur í Bautanum og síðan komið í veiðihúsið rétt rúmlega níu um kvöldið. Þar tóku á móti okkur Ásgeir og Alli en þeir höfðu flogið á Akureyri fyrr um daginn og tekið bíl þar, verslað í Bónus og haldið svo austur. Fljótlega eftir komu og einn kaldan var hafist handa við að setja saman og mönnum skift niður á svæði og spáð í ána. Haldið var til veiða snemma næsta morgun og kom þá í ljós að mikið vatn var í ánni og þurftu menn að vaða mikið til þess að ná út í álana þar sem fiskurinn lá. Það var til þess að gera auðvelt en eftir fyrstu vaktina lágu 5 stk. Það fór þó fljótlega batnandi þegar menn voru búnir að borða pólskar pulsur með öllu og orðnir kunnugri svæðunum þannig að veiðin jókst talsvert þegar á leið og við enduðum í 31 fiski sem voru mælanlegir samkvæmt lögum Víðförla en við slepptum þeim flestum en tókum nokkra til matar. Veðrið lék við okkur og sýndu hitamælar mest 27° og þótti okkur það fullmikið. Menn voru þá að veiða í hlýrabolum og vöðlum. Skrítið en skemmtilegt. Veiðihúsið var mjög flott en það þurfti að snýta því og hef ég komið ábendingu um það til réttra aðila. Maturinn flottur og frábærir félagar hvað vilja menn hafa það betra. 

Setti inn nokkrar myndir úr ferðinni.

Kv. JM.


Torfurnar í dag.

Sælir félagar.

Þá er það ferðin norður. Víð förum 9 stk. saman 5 Víðförlar og 4 gestir og er eftirvæntingin orðin talsverð enda fæstir af okkur veitt þarna áður. Veðurspáin fyrir NA. land er alveg frábær sól og blíða en það er fyrir vikið mikil snjóbráð og talsverður vatnsgangur sérstaklega í jökulánum. Þá hafa aurskriður í Köldukinn gert það að verkum að við þurfum að taka á okkur smákrók en þá ökum við framhjá veiðisvæðunum og getum þá í leiðinni kynnt okkur vígvöllinn. Við leggjum af stað um 3 leitið frá Rvk. þeir sem ætla að aka en 2 taka flugið á Akureyri og aka þaðan en við ætlum að hittast á Akureyri þegar við komum norður. Laxveiðin hófst í morgun og eins og vant er þá eru veiðimenn eins og alltaf fullir bjartsýni um gott veiðisumar og það sama gildir hjá okkur. Það er sama á hverju dynur þetta verður frábær veiðiferð.

Með sumar og veiðikveðju,

JM.


Prestbakki og Torfurnar.

Sælir félagar.

Þá er það fyrsti eiginlegi Víðförla veiðitúrinn sumarið 2013. Við förum sennilega 8 saman og ætlum að prófa að fara í urriðaveiði í Laxá í Aðaldal. Þessi þrjú svæði er efst í Aðaldalnum og byrja bara fyrir neðan Laxárstíflu og niður að Eyvindarlæk. Menn eru að sjálfsögðu orðnir yfir sig spenntir bæði fyrir veiðinni og veiðisvæðinu. Fáir úr hópnum hafa veitt þar áður svo við erum hálfgerðir byrjendur í urriðaveiði í Laxá. Allt verður einu sinni fyrst. Við fáum inni í veiðihúsinu Lynghól sem er flott veiðihús með heitum potti og alles. Þetta lítur allt vel út reyndar talsvert vatn í ánni en það er bara í góðu lagi og vonandi verður fjandans flugan til friðs. Þeir hófu veiðar uppí Mývatnssveit í gær og var bara nokkuð góð veiði en talsverður snjór ennþá þarna uppfrá en þeir fengu flotta fiska þrátt fyrir það. Ekki er enn alveg á hreinu hverjir fara en eins og staðan er í dag þá fara Ágúst, Kristján, Jónas, Mick, Sigurpáll og þrír gestir þeir Ásgeir, Alli og Högni heldur betur flottur hópur. Lagt verður af stað uppúr hádegi miðvikudaginn 5júní og verður sennilega farið á 3 bílum.    Meira þegar nær dregur.

Kveðja JM.

 


Geirlandsá, ferðin.

Sælir félagar.

Það voru 7 vaskir Víðförlafélagar og einn gestur okkur mættir í veiðihús kl. 14:00. Það hafði kólnað niður í 2° í veðri á austurleið og einnig bætt í vind þannig að það var svalt og svo komu nokkrar hvítar flygsur að himni ofan jafnt og þétt. Það breytti nú engu og vorum við mættir á veiðstaði stndvíslega kl. 15:00 eins og vera ber. Eftir nokkuð hark og í enn kólnandi veðri tókst okkur að slíta upp ellefu fiska og það nokkuð væna. Veiðihundurinn náði bæði 5kg. og 6kg. fiskum og var það hin mesta glíma og enduðum við þennan dag með ellefu fiska sem var flestum sleppt. Eftir góða Pólska pylsuveislu um kvöldið og gúrku spilamennsku fórum við í háttinn. Þegar menn litu út morguninn eftir var það svart maður, allt orðið mjallahvítt af snjó og útlitið frekar dapurt þannig lagað. Ekkert helvítis röfl strákar, út að veiða sagði Orurinn í miklum hvatningarróm, það dugði við vorum mættir á bakkann kl. 08:00. Þetta var erfitt, það fraus í lykkjum og hjólum, snjór hlóðst undir vöðluskó það var í einu orði sagt skítakuldi. Við reyttum samt eitthvað upp af fiski. Eftir hádegismat (tómatsúpu dauðans) var útliðið mikið betra. Sólin hafði brotist fram og og vind lægt en þó var enn mjög andkalt. Miklu betra að athafna sig og bættum við nokkrum fiskum í sarpinn og enduðum i 22 stk. sem ég tel vera velviðunandi miðað við aðstæður. Þar sem Ormurinn var sá eini sem hefur veitt þarna áður var eðlilegt að hann yrði aflahæstur með 5 fiska en aðrir fylgdu honum fast eftir og enginn fisklaus. Þessi túr hin besta skemmtun áin flott, fínt hús og skemmtilegir félagar. Það er ábyggilega skemmtilegt að vera þarna á góðum tíma að haust  til. Setti inn nokkrar myndir í albúmið.

Takk fyrir samveruna félagar.

JM.


1 veiðitúrinn.

Sælir félagar.

Nú er fyrsti veiðitúrinn á morgun í Geirlandsána og er kominn mikill spenningur í mannskapinn enda lítur þetta allt mjög vel út. Það hefur gengið vel með veiði, spáð fínu veðri en nokkuð svölu og ekki skemmir félagsskapurinn. Fór eldsnemma í morgun til að huga að veiðidótinu og bölvaði mikið yfir að vera ekki búinn að bera á flugulínurnar, skifta um tauma, raða í fluguboxin og videre. Hefði betur gert þetta í ró og næði og fengið mér einn bauk með því það hefði þá verið léttara.. Eins og þið sjáið eru komnar nýjar myndir (gamlar) á bannerinn hjá okkur og er ágætt að skifta um reglulega og eins vil ég hvetja ykkur til þess að vera  duglegri að blogga.

Kv. JM.


Geirlandsá.

Sælir félagar.

Það hljóp heldur setur á snærið hjá okkur hvað varða vorveiðina þetta árið. Eins og ykkur er í fersku minni þá var það samþykkt á síðasta aðalfundi Víðförla að við Skafti tækjum að okkur að sjá um vorveiðina þetta árið. Við vorum búnir að kanna ýmislegt og jafnframt því þá báðum við Orminn um að kanna fyrir okkur með veiði í þeim ám sem SVFK. er með á sínum snærum fyrir austan. Nema hvað haldiði að þessi elska (Ormurinn) hringi ekki í mig um daginn og tilkynnir að hann hafi fengið holl í þeirri flottu á Geirlandsánni 5 - 7 apríl. Nema hvað það er pláss fyrir okkur í þá ferð. Það þurfti ekki að dextra menn í þessa ferð og eru allar stangir farnar en gæti verið pláss fyrir einn ef það verða forföll. Þessi túr verður flottur. Nú þarf bara aðeins að hlýna og draga fyrir sólu þá erum við í fínum málum. Vil ég hvetja þá sem eiga tryggt sæti í þessa ferð að fara á heimasíðu svfk.is og þar eru  myndir, veiðistaðalýsing og kort af ánni.    Þessi ferð verður mögnuð. Þeir sem fara eru Axel, Gústi, Hilmar, Krummi, Jónas, Skafti. Það er kannski laust fyrir einn.

Kveðja JM.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband