Færsluflokkur: Bloggar

Sala á veiðileyfum.

Sælir félagar.

Við lentum í svolítið skemmtilegri uppákomu ég og formaðurinn núna í byrjun nóvember. Okkur var boðið á gæsaskytterí austur undir Eyjaföll af tveimur valinkunnum feðgum sem við að sjálfsögðum þáðum með þökkum. Það skal tekið skýrt fram að ég fór aðeins með sem kúskur og lofaði að ég myndi sjá um eldhúsið og matseld í þessari ferð því ekki kann ég með byssu að fara. Það sem ég vissi að það var árspræna þarna í nágrenninu fékk ég leyfi til að taka stöngina með sem ég og gerði. Úr varð alveg frábær ferð sem endaði með 8 gæsum og 10 sjóbirtingum og kom þetta okkur öllum skemmtilega á óvart og þá sérstaklega með birtinginn. Það þarf ekkert að spyrja við ætlum ég og formaðurinn að leggja snörur okkar fyrir endurtekningu að ári.

það eru kannski ekki margir af ykkur sem eru að spá í veiði svona þegar aðventan nálgast og veiðimenn sem aðrir eru að spá í hvort eitthvað bitastætt verði um veiði og veiðimennsku í bókaflóðinu um þessi jól. Ég er búinn að sjá að það er eitthvað í gangi eins og alltaf en svei mér þá þetta hefur allt verið gefið út áður af öðrum og er svona smá endurtekning, kannski rætist úr.

Eins og þið hafið heyrt og vafalaust séð þá hafa óvenjumargar ár og veiðsvæði farið í útboð nú í haust og kemur það svo sem ekkert á óvart. Það var eiginlega fyrirsjáanlegt því margir sögðu sig frá veiðileyfasölu og annarstaðar runnu samningar út. Ég læt fylgja hér með lista yfir þær ár sem ég hef frétt um og og búið að ganga frá eða verið að ganga frá.

 

Nafn ár.Breyting á leiguverðiNýr leigutaki
MýrarkvíslLækkunVeiðifélagið
Leirá í LeirársvHækkunJ.S.G.
NorðuráLækkunVeiðifélagið
FossáHækkun, *6Hreggnasi
VíðidalsáLækkun Laxabakki
StraumfjarðaráHækkun, 20%Óbreytt
FlekkudalsáLækkun, 10%Fiskiflugur
Brynjudalsá Hækkun, ca. 10%Hreggnasi
TungufljótEkki vitað. Einar Lúðv.
SteinsmýrarvötnEkki vitað. SVFR
Eldvatn              Ekki vitaðUnubót
StraumarnirEkki vitaðStarir
Laugardalsá SambærilegtGuðm. Atli Ásg.
Laxá á Refasveit A.G.
Ytri RangáLækkun!Heggöy Aktiv
Efri Haukadalsá Ekki komið í ljós
MýrarkvíslSambærilegt Matti í Veiðivörur
Dunká Ekki komið í ljós
Skjálfandafljót Ekki komið í ljós

Aðaldalur,    Nesveiðar

 

Hreggnasi

Laxá í Dölum 

 Hreggnasi.

 
 Eins og þið sjáið á þessu þá er lækkunin ekki eins almenn og veiðimenn vonuðu og eru það mikil vonbrigði fyrir okkur með örfáum undantekningum þó. Það er leiðinlegt það sem ég heyrði með okkar gömlu veiðá Flekkuna sem ég var að vona að færi á viðráðanlegt verð. Nei takk þú þarft nú að greiða fyrir þína daga næstu 3 sumur fyrir áramót og svo verðbætur við afhendingu veiðileyfa. Maður segir bara hvað er í gangi? Enda veit ég um 3 holl sem öll eru hætt sem betur fer eru ekki allir alveg tjúll.Eins og við ræddum á aðalfundinum um daginn var hljómgrunnur að finna einhverja á sem væri ekki alveg gaga í verði og mætti veiða á maðk og með gott veiðihús. Þá datt mér allt í einu í hug Gljúfurá í Borgarfirði hún hefur allt þetta uppá að bjóða. Kannski rétt að skoða hana nánar. Sjáum hvað setur. Kveðja JM.

 


Salmon river 2013

Sælir félgar.

Setti nokkrar myndir úr ferðinni til Salmon river USA.

Kv. JM.


Aðalfundur Víðförla 2013

Sælir félagar.

Ég ætla að setja hér inná síðuna úrdrátt úr fundargerð aðalfundar Víðförla 2013. Taka skal skýrt fram að þetta er aðeins úrdráttur.

Setti inn nokkrar myndir sem voru teknar á fundinum.

Kveðja JM.

Aðalfundur Veiðifélagsins Víðförla laugardaginn 26. Október 2013. Mættir eru 13 löglegir Víðförla meðlimir og 3 gestir. Fundur setturJónas Marteinsson setur fundinn. Kosning fundarritaraHaraldur Þór Jónsson er kosinn fundarritari. Inntaka nýrra félagaFyrirliggjandi eru nokkrar umsóknir nýrra félaga og verður boðaður sérstakur fundur til að taka ákvörðun um inntöku nýrra félaga næsta vor. Skýrsla formannsHilmar Jónasson flytur skýrslu um veiðiferðir síðastliðið ár.Umræða um skýrsluna:  Flekkan fór í útboð í fyrra.  Einar Lúðvíksson fékk hana í útboðinu og er hann góður félagi Jónasar.  Sumir telja að Kaupþing drengirnir hafa fengið ánna, en þetta er ekki staðfest.  Hugsanlega opnast möguleiki að komast í Flekkuna aftur, það fer þó auðvitað eftir verði.Varðandi snjóinn sem féll í Geirlandsánni, þá var hann örugglega um 20-30cm jafnfallinn í þessari veiðiferð. Skýrsla fjárgæslumanns.Jónas fór yfir fjármálin og greiddu alls 20 félagsmenn árgjöldin og er verið að eta og drekka fyrir afganginn af þeim á þessum fundi. Þá lagði hann áherslu á að þegar menn væru búnir að melda sig íveiði þá eru menn ábyrgir fyrir því að borga sína stöng.  Ef menn forfallast þá þurfa menn sjálfir að redda manni á stöngina eða gefa hana eftir.Tekjur vegna árgjalda voru 80.000 kr. og er kostnaðurinn vegna aðalfundar u.þ.b. 73.000 kr. og stendur sjóðurinn á núlli.  Reikningar erum samþykktir samhljóma. Umræður um skýrslur og veiðiferðir árið 2013.Skemmtilegt var að segja frá því að í Soginu enduðu 2 veiðimenn í gistingu og var því eitt hús á mann.   LagabreytingarBreyting á 9.gr. laga félagsins breytist í eftirfarandi:„Úrsögn úr Víðförla er tekin gild þegar tilkynning þess efni hefur borist formanni með sannanlegum hætti.“Breytingin er samþykkt samhljóma. Árgjald ákveðið fyrir næsta árÁrgjaldið fyrir næsta ár er ákveðið 5.000 kr.  Það er samþykkt samhljóma. Verðlaunaafhending VíðförlaStærsti fiskurinn – Axel Óskarsson fékk 22 punda lax í Tinnudalsá í Breiðdalnum.Stærsti fiskurinn veiddur í Víðförla ferðum – Skafti Þórisson fékk 12 punda sjóbirting í Geirlandsá.Flestir fiskar veiddir í víðförla ferðum – Mick veiddi 10 fiska í sumar. Umræður um veiðina á árinu 20141.       Vorveiði í Geirlandsánni.  Allir sammála um að skipuleggja ferð þangað.2.       Húsið í Hópinu kostar 12.000kr. vikan og væri til valið að taka það hús, veiða í Hópinu og líka á silungasvæðinu í Víðidalsá.  Allir sammála um að skipuleggja ferð þangað um miðjan júlí.3.       Torfurnar í Laxá í Aðaldal.  Skipuleggja ferð í kringum 20. Júní, þá ætti vetrinum að vera lokið og flugan komin af stað.  Veiðileyfin eru mjög ódýr, en mesti kostnaðurinn liggur í að það þarf að keyra langt. Þetta er urriðaveiði.  Allir sammála um að skipuleggja ferð þangað.4.       Miðá í dölum.  Jónas ætlar að athuga með að komast í veiði í þessa á.  Þetta er 3ja stanga á og var veiðin þarna í sumar mjög góð.5.       Flókadalsá.  Skapti segir að Jónína sjái um ánna.  Skapti hefur veitt þarna í 15 ár og hefur veiði verið góð.  Áin er farin að gefa yfir 900 fiska á þrjár stangir og er mjög erfitt að komast að.6.       Við getum komist í veiði á Apavatni í janúar-október og gist hjá Krumma.  Hann getur tekið 6 manns í gistingu í sumarhúsið sitt.  Hann hefur veitt bolta bleikjur og sjóbirting þarna.  Þetta kostar ekkert og er því tilvalið til að skipuleggja Víðförla ferð þangað.  Allir sammála um að skipuleggja ferð þangað í vetur. Önnur mál.Víðförli er með facebook síðu og blogg siðu.  Því verður haldið áfram að halda þessum tveimur síðum í gangi.  Blogg síðan er opin öllum, en facebook síðan er lokuð fyrir víðförla meðlimi og þar geta menn rætt saman innan hópsins. Myndasýning og frásögn um veiðiferðina í USA.Talsverður áhugi kom fram hjá fundarmönnum um  að komast í næstu ferð og sýndu Kristján, Eyjó, Krummi, Þórir og fleiri mestan áhuga. Það kemur í ljós í janúar hverjir fara endanlega.    

 


Geirlandsá 10 12 okt. ferðin.

Ágætu félagar.

Eins og vant er var mikill spenningur fyrir þessari ferð og ekki skemmdi veðrið þessa daga.Logn og blíða allan tímann og voru menn duglegir við veiðiskapinn og fóru um alla á og komþessi á virkilega á óvart hvað voru margir flottir veiðistaðir í henni bæði hyljir, rennur og breiður sem voru virkilega spennandi. Því miður var fiskurinn ekki í stuði og töldum við helst að hann væri bara kominn í hrygningarstuð sem er ekki óeðlilegt því það er einungis mánuður í hrygningu. Sáum talsvert af fiski sérstaklega í Ármótahyl en sama hvað var kastað hann tók mjög illa. Við náðum þó 6 sjóbirtingum og 1 laxi og var það alveg ásættanlegt miðað við allt. Bíllinn hjá Skafta þurfti að fara í afvötnun og veiðivörðurinn kom og sagði okkur að á þessum tíma mætti bara veiða á flugu og sleppa öllu. Ef það er rétt þá eru þetta vörusvik því það var aldrei minnst á þessa veiðiskyldu hvorki í lýsingu á veiði á ánni né við leyfiskaup. Samt spennandi veiðiá en þó fyrr að haustinu t.d. í byrjun september. Flott hús skemmtilegur félagsskapur, fínn matur og við unnum Kýpur 2-0.

JM.


Geirlandsá og annað.

Sælir félagar.

Ég segi og skrifa að það hafa komið yfir 100.000 þúsund flettingar á þessa ágætu síðu okkar og það ber uppá 15 ára afmæli Víðförla. Fylgist með færslum á þessari síðu og fundarboðum um aðalfund Víðförla sem verður haldinn á næstu dögum. Þá er væntanleg grein um ferðina í Geirlandsána ásmt myndum og öðru skemmtilegheitum.

Kv. JM. 


Geirlandsá 10 - 12 okt. ´13.

Sælir félagar.

Þá er það Geirlandsáin 10 - 12 október. Það var uppselt en ég held að það sé 1 stöng laus vegna forfalla sem sagt pláss fyrir tvo snillinga. Þeir sem ætla að fara eru, Krummi, Skafti, Þórir, Mick, Jónas og mágur Krumma. Hilmar og Axel eru sennilega dottnir út. Látið mig vita ef þið hafið áhuga. Það hefur veiðst mjög vel undanfarið og þið getið séð umfjöllun um ána á vefsíðu og á fésinu hjá SVFK.

Endilega takið frá laugardaginn 26 október en þá verður aðalfundur Víðförla haldinn og verður hann fullur af óvæntum uppákomum. Nokkrir félagsmenn eiga eftir að greiða árgjaldið og eru beðnir um að gera það sem allra fyrst.

Kveðja, gjaldkeri.


Víðförlaferð í Salmon River, New York 2013

Eins og með flesta veiðitúra var aðdragandinn og undirbúningurinn langur og ekki aðeins var hefðbundin veiðitúraspenna í mannskapnum heldur bættist aukskammtur við spennuna því nú skyldi reyna við nýja á, í öðru landi, með öðrum laxategundum en við eigum að venjast.

 

Þetta var eins og í gamla daga þegar merkisatburðir áttu sér stað – mannfjöldann dreif víða að en ferðin hófst formlega á JFK Terminal 7 á hádegi fimmtudaginn 12. september. Þá þegar voru Marteinn, Hilmar, Hjörtur og Halli mættir á staðinn og með FI612 frá Djöflaeyjunni mættu Skafti, Jónas og Guðmar. Í ferðinni voru því 5 Víðförlar og 2 mætir gestir þeir Halli og Hjörtur.

Eftir vægt japl jaml og fuður í US Immigration og leit að “basúku” veiðihólknum (sem fannst) lögðu menn í hann um klukkann tvö. Aksturinn gekk vel og bjórdrykkjan líka – svo mjög svo að menn voru farnir að hafa áhyggjur af því að þessir 10 bjórkassar sem keyptir höfðu verið um morgunin myndu ekki duga bílferðina …. en það hafðist  J

Ákveðið hafði verið að stoppa í veiðibúðinni Fat Nancies (þó sumir í hópnum hefðu bundið miklar vonir við að Nancie væri ekki svo feit) til að kíkja á flugur, útbúnað og kaupa NY State Fishing licence. Viðmótið og þjónustan – eða skortur þar á – var hinsvegar þvílík að við létum okkur hverfa umsvifalaust og gerðum við því All Sports Tackle hinu megin við götuna að okkar búð – en hlussan hún Nancie fékk viðurnefnið “ASSHOLES” sem var hrópað að henni í hvert skipti sem keyrt var framhjá þeirri skítasjoppu  J

“Veiðihúsið” heitir Salmon Run Lodge og er ekki hefðbundið veiðihús – risastórt tvílyft einbýlishús og það hafði allt til alls. Tvö tveggja manna herbergi og þrjú eins manns herbergi – og að sjálfsögðu voru Seníorarnir settir í eins manns herbergin en Júníorarnir og Kisurnar í tveggja manna herbergi. Hér er rétta að gera smá hlé og útskýra nafngiftirnar.

Auðvitað var hópurinn gríðarlega samstilltur í öllum aðgerðum og verklagi en þó ákvað nefndin að rétt væri að skipta mönnum í hópa ….

Seníorar – Jónas, Skafti og Hjörtur

Júnírorar – Marteinn og Guðmar

Kisurnar – Hilmar og Halli

En munur hópanna var lítill … nema þá helst þegar kom að háttartíma og almennum drykkjulátum á kvöldvökunum.  Fyrstir í koju voru undantekningarlaust Kisurnar okkar litlu sætu, svo lögðu Júníorarnir sig en hjá Seníorunum var ekki slegið slöku við …. þeir héldu upp stuðinu langt fram eftir nóttu svo undir tók í Pulaski þorpi. Nema föstudagskvöldið þá lögðu Júníorarnir Kisurnar og Seníornar til og skelltu sér út á lífið í Downtown Pulaski sem var virkilega skemmtileg nýbreytni J

Veitt var allann föstudag – laugardag – sunnudag frá 6 að morgni til 7 að kvöldi án lögboðinnar hvíldar sem við þekkjum að heiman og hafði hver maður sína stöng þannig að álagið var mikið. Tekin var stutt pása alla dagana um eitt leitið og var þá iðulega skotist í veiðbúð og rifið í sig eitthvað léttmeti.

Á kvöldin voru hinsvegar steikurnar og ruglið tekið fram og er óhætt að segja að hver veislumáltíðin hafi rekið aðra – með hápunktinum á laugardagskvöldið þegar 7 punda nautafile var hent á grillið og Hilmar og Hjörtur gerðu heldur betur gott mót J

Í ánni eru King Salmon, Coho Salmon, Atlantshafslax, Urriði og Steelhead og náðum við að krækja í allt nema Atlantshafslags og Urriða.  Veiðin gekk upp og ofan. Nýjar veiðiaðferðir og allt annað “vinnulag” en menn eru vanir gerðu veiðina virkilega krefjandi og skemmtilega. Áin er væð og það þarf að fara víða og var því mikið vaðið og gengið.  Veiðin hjá mönnum jókst jafnt og þétt eftir því sem við lærðum meira um staðina og aðferðirnar.  Var síðasti dagurinn sennilega sá besti. Fiskarnir eru mjög stórir og allir að veiða á einhendur þannig að mjög margir fiskar töpuðust – margir hverjir eftir hetjulega baráttu. Nokkrir fiskar yfir 20 pund náðust á land og Jónas náði einum sem skotið er á að sé um 35 pund sem var stærsti fiskur ferðarinnar.

Allir veiddum við á flugu og mest voru menn að taka á “egg” flugur, streamera sem er eins og sjóbirtingflugurnar okkar en einnig voru allskyns leynivopn brúkuð sem ég kann að sjálfsögðu ekki skil á því þau væru jú ekki leynivopn ef ég vissi um þau J

Dýralíf er ekki mikið á svæðinu fyrir utan fugla en þó gengu Marteinn og Skafti fram á snák einn ógurlegann.  Marteinn vildi að sjálfsögðu hlaupa í burtu sem fætur toguðu enda logandi hræddur við skepnuna  …. en náttúrubarnið, Keflvíkingurinn og villimaðurinn Skafti Þórisson tók ekki annað í mál en að POTA í snákinn … og náðist það á myndband sem er á síðunni …

Almennt voru menn ánægðir með ferðina en misjafnt er hvort menn ætla að skella sér að ári - en nefndin (ég) hefur nú þegar tekið frá Salmon Run Lodge fyrir 7 menn frá fimmtudaginn 11. september til mánudagsins 15. september á því herrans ári 2014 og vonast til að sjá ykkur sem flesta J

Með veiðikveðju

Marteinn


Ameríka here we come.

Sælir félagar.

Nú er heldur betur farið að styttast í veiðiferðina í Salmon river USA. Það er nú svo að við verðum 7 saman og eru tveir nú þegar farnir af stað einn fer í fyrramálið og þrír á fimmtudags morgun og svo Marteinn. Þeir sem fara auk hans eru Hilmar, Jónas, Guðmar Skafti og svo Hjörtur og Halli allt valinkunnar aflaklær. Við áætlum að leggja af stað frá flugvellinum um kl. 14 og ökum sem leið liggur í veiðihúsið með viðkomu í veiðibúð að sjálfsögðu. Það skal tekið fram nú strax að þeir sem fóru á undan koma við í búð og kaupa nestið. Við hefjum veiðar á föstudagsmorgun og veiðum laugardag og sunnudag og leggjum af stað til baka á mánudeginum og fljúgum heim um kvöldið. Þetta verður ekkert smá spennandi og er ekki frítt við að manni sé farið að kitla í fingurna fyrir átökin. Það hefur veiðst mjög vel undanfarið og allt í góðu og við komum til með að lofa ykkur að fyljast með veiðiskapnum bæði hér á þessari síðu og á fébókinni.

Farið inná þessa síðu þá sjáið þið veiðihúsið og fl.    http://www.douglastonsalmonrun.com

Með veiðikveðju.

JM.


Sogið ferðin.

Sælir félagar, þá er það ferðin í Sogið.

Þetta varð ein skrítnasta veiðiferð sem farin hefur verið í Veiðifélaginu  í Víðförla frá upphafi.Byrjaði vel í frábæru veðri eða þannig sól og blíðu svo að við vorum fullir bjartsýni. Fljótlega kom þó í ljós að ekki var neinn fiskur á neðri svæðum árinnar og ástæðan augljós þegar við fundum nýskotin sel á árbakkanum ekki vænlegt það. Urðum samt varir við fisk á efri svæðum árinnar og setti ég 2 og misst einn þannig að það var líf. Um hádegi á fyrstu vakt fóru hlutirnir að gerast, ég varð að fara heim vegna veikinda konunnar, vöðlurnar hjá Guðmari mígláku og Halli mágur Guðmars mætti til veiða. Sá naggur náði 3 löxum á efsta svæðinu en enginn annar. Um kvöldið fór hann heim og Mick þurfti að yfirgefa svæðið og fara í bæinn og Jói sonur Leifs mætti á svæðið. Daginn eftir var komið spænu vitlaust veður rok og rigning og Guðmar í bæinn til að ná í nýjar vöðlur og kom aftur. Kristján þurfti að fara heim um hádegi á öðrum degi. Svona var þessi veiðitúr í hnotskurn og því miður lítil veiði.

Hvað um það skemmtilegur túr með góðum félögum.

Kveðja JM.

 


Sogið.

Þá er það Sogið á morgun og veitt þriðjudag og miðvikudag.

Lagt af stað frá Olís í Norðlingaholti (Suðurlandsvegi) kl. 21:00

JM.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband