Færsluflokkur: Bloggar

Víðförli.blog.is

Sælir aftur félagar.

Eins og þið sjáið þá er ég búin að skifta um mynd á blogginu okkar og var mér kennt það af fagmanni í tölvumálum og mun ég í framtíðinni skifta oftar um myndir. Það verður engum hlíft í þeim efnum og munu allir Víðförlafélagar koma þar við sögu svo sannarlega.

Á þessari mynd sést 10pundarinn sitja á steini við fallega rennu í Langá árið 2005. Hann hefur sagt mér að í þessari stöðu líði honum best þ.e. í góðri á við fallega rennu og með maðkastöngina í hönd.   Í þessari á þarf ekki að hafa áhyggjur af agni og er gott til þess að vita að það eru enn ár sem leyfa allt agn.

Að lokum vil ég hvetja ykkur til þess að skrifa á síðuna um veiðitúra aflabrögð og allt sem ykkur dettur í hug.

Kveðja Hattarinn.


Veiðiferðir

Sælir félagar.

Því miður voru menn fisklausir á Ferjukotseyrunum en svona er þetta bara. Það var því ánægjulegt að frétta af öðrum tveimum sem fóru í Víðidalsá nú fyrir skemmstu. Þeir voru sko í finum málum. Aflabrögð þeirra voru með miklum ágætum en þeir veiddu alls 11 fiska og það allvæna. Það voru 5 laxar 9, 11, 2x13 og 1 15 punda og voru bæði urriðarnir og bleykjurnar vænir líka. Ef þetta er ekki góð byrjun hvað þá. Sem betur fer fyrir okkur hina Víðförlafélaga þá var þetta ekki skráður Víðförlatúr því erfitt gæti reynst fyrir okkur að slá við þessum 15 pundara.

Þá vil ég enn og aftur ítreka að láta mig vita ef þið félagar farið í veiðitúra um aflabrögð og stærð fiska og best væri að fá ferðasögu með myndum.

þá vil minna á Staðarána 23 -25 júlí.

Kveðja Hattarinn.

Þ


Laxveiðin hafin.

Sælir félagar.

Þá er laxveiðitímabilið sumarið 2009 hafið. Það verður að segjast eins og er að þetta veiðitímabil lítur bara njög vel út miðað við allt og allt. Þrátt fyrir frekar kallt vor þá hefur talsvert verið að reytast upp af laxi í þeim ám sem nú þegar hafa opnað. Allmargar ár opna núna þann 20 júní og verður mjög spennandi að fylgjst með aflabrögðum nú á næstu dögum því það segir oft til um sumarið hvenar og hvað stórar göngur koma í árnar um Jónsmessuna og strauma þar í kring á dagatalinu.

Í þessum skrifuðum orðum eru 2 Víðförlafélagar að veiða á Ferjukotseyrum í Hvítá í Borgarfirði. Ég hef því miður ekki enn frétt af aflabrögðum hjá þeim en vonandi eru þeir í fiski.

Þá vil ég endilega benda ykkur félagar á að bæðið Svfr. og Agn eru að bjóða veiðileyfi með talsverðum afslætti og finnst mér að ef menn geta komist í veiði núna þessa dagana ættu viðkomandi að skoða þessa vefi sem eru að selja veiðileyfi og sjá hvað er í boði. Það gætu legið perlur innanum á flottu verði.

Fyrsti fyrifram skipulagði Víðförlatúrinn er 23 júlí og er það í Staðará á Snæfellsnesi og síðan rekur hver túrinn á eftir öðrum fram til 20 sept.

Vona ég að þetta sumar verði okkur öllum gjöfullt og skemmtilegt.

Kveðja Hattarinn.


Veiðitímabilið hafið af fullum krafti.

Þá er loksins hafið af fullum þunga veiðitímabilið 2009.                                                                 Þegar þessar línur eru skrifaðar er verið að veiða í allmörgum vötnum og eru aflabrögð nokkuð góð þrátt fyrir frekar svalt og vindasamt veður. Hafði t.d. samband í morgun við veiðimenn í Steinsmýrarvötnum sem sátu inní veiðihúsi því úti var hávaða rok og fimbulkuldi og vötnin orðin talsvert gruggug. Fengu í gær 10stk. og ætla að reyna aftur þegar lægir með kvöldinu. Þrátt fyrir leiðindaveður hefur aðsókn í vötn almennt verið mjög góð og er það efalaust veiðikortinu að þakka en það er greinilegt að veiðimenn kunna vel að meta það frábæra framtak. Hægt er fara inná veidikortid.is og þar eru allar upplýsingar um aflabrögð í þeim vötnum sem falla undir kortið.                                                                                                                                 Vonandi eru þessi ágætu aflabrögð forveri að þessu sumri sem margir hafa spáð að verði mjög gott veiðisumar og þá sérstaklega hér sunnan og vestanlands. Það er akkúrat það sem við helst viljum því þar veiðum við Víðförla menn helst og verður spennandi að fylgjast með Álftá, Langá, Fáskrúð, Staðará, Laxá í Leir, Leirvogsá, Hvítá við Iðu og Rangánum.                                                            Miðað við aflabrögð hjá okkur félögum í fyrra þá ætti þetta sumar ekki að gefa því neitt eftir en fyrir utan þessar ár verður og farið í drottninguna fyrir norðan og víðar.                                           Strákar og stelpur það styttist í glímuna við lónbúann en það er hægt að taka úr sér hrollinn með silungsveiði.                                                                                                                                  Kveðja Hattarinn.

 

 


Steinsmýravötn ´09

Nú um helgina fórum við félagarnir eins og kom fram í síðustu færslu í Steinsmýravötnin og mættum við gallvaskir um hádegi á föstudegi á veiðislóð. Ágætis veður var á svæðinu og menn nokkuð spenntir að hefja veiðar. Um leið og kl. sló 3 hófu fyrstu 4 menn veiðar og varð strax ljóst að þetta yrði ekki fýluferð því menn voru strax komnir í fisk. Ekki var sökum að spyrja að þegar veiðum lauk á laugardagskvöldi höfðu 48 fiskar komið að landi og var þeim allflestum gefið líf en við hirtum 15 stk. svona í soðið.  Í aflanum leyndust fiskar allt að 3kg. og voru allir fiskarnir í frekar góðum holdum.

Því miður þá verður að segja eins og hlutirnir eru en veiðihúsið er ekki eins og við viljum hafa hjá okkur þegar við förum til veiða. Ég hef þegar kvartað formlega við skrifstofu Svfr. og vonandi verður það lagað sem að er þannig að næstu veiðimenn lendi ekki í þessu sama og við. Nóg um það.

Þessi veiðiferð tók úr manni mestann veiðiskjálftann og þá er tilganginum náð.

Kveðja Hattarinn.

 

 


Veiðitímabilið 2009 hafið.

Sælir Viðförlafélagar og aðrir veiðimenn.

Þá er veiðitímabilið 2009 hafið og má segja að það hafi hafist með stæl. Tveir af okkar félögum fóru þann 4 apríl í Varmána og má segja að bæjarlækur annars þeirra hafi tekið honum opnum örmum. Alls landaði hollið (4 stangir) 3 fiskum og að sjálfsögðu tóku þeir Víðförla kumpánar þá alla. Það sem var merkilegast við þennan afla var stærðin á fiskunum en þeir voru 3kg. 5kg. og 7kg. og er það aldeilis frábær veiði svona í upphafi veiðitímans. Að sjálfsögðu var þeim öllum sleppt eftir rækilega mælingu samkvæmt reglum um veiðar í Varmánni.

Miklar umræður hafa farið fram á síðum veiðimanna um þessa fiska og þá sérstaklega þann stærsta og virkilega gaman að skoða og lesa þessar pælingar. Vil ég hvetja veiðimenn til þess að fara t.d. inná votnogveidi.is en þar getið þið séð myndir af mönnum og dýrum og lesið hugleiðingarnar um fiskana.

Næsta ferð okkar Víðförlafélaga er 17-19 apríl í Steinsmýrarvötnin. Í þá veiðiferð eru skráðir eftirtaldir Víðförlafélagar, 10pundarinn, Laxafangarinn, Urriðabaninn, Laxarinn, Sporðurinn, Birtingurinn, Hængurinn og Ormurinn. Þá hefur ykkar ástkæri boðað komu sína svona til þess að halda utanum aflabrögð og almennar stærðarmælingar og talningar á fiski. Þá mun hann einnig sjá til þess að bera næringu að hinum Víðförlafélögum svo þeir svelti sig ekki í af æsingi. Af aflabrögðum í Steinsmýravötnum er það að frétta að mjög vel hefur aflast þá daga sem hægt hefur verið að standa við veiðir. Því miður hefur veður hamlað mjög veiðum á svæðinu til þessa en vonandi lagast það með hækkandi sól.

Eins fram kom fyrr í vetur þá vorum við búnir að bóka allnokkra veiðtúra en nú er frágengið að við förum fyrir utan Steinsmýrarvötnin í eftirtaldar ár.  Fáskrúð, Staðará (2), Iðu, Laxá í Þing, Laxá í Leir og Langá. Þetta verða örugglega Víðförlatúrar og væntanlega verða þeir fleirri þegar líður á og vonandi verða þá veiðileyfin á skaplegra verði.

Það er von mín að sumarið verði ykkur gjöfult og skemmtilegt og gleðilega páska.

Kveðja Hattarinn.

 


Veiðitímabilið að lengjast.

Sælir félagar.
Ég fékk skemmtilega upphringingu frá nýjasta meðlimi Víðförla "Orminum" s.l. fimmtudag.
Hann var að segja mér akkoti skemmtilega sögu.
Þannig er mál með vexti að hann á lítið sumarhús við afleggjarann að Laugarvatni og fór þangað
deginum áður með bróðir sínum og voru eitthvað að bardúsa við smíðar eða eitthvað Jæja seinni
part dagsins langaði þeim að prófa að veiða í lækjarsprænu sem rennur þarna rétt við bústaðinn
en það gekk ekkert þannig að þeir röltu niður með ánni uns þeir komu þar sem hún rennur útí Apa-
vatn.
Var nú runninn móður á menn svo þeir kasta út í vatnið og "bang" hann er á. þarna veiddu þeir sinn-
hvern fiskinn einn 4p. og annan 2p. og voru bara ánægðir með það.
Daginn eftir fóru þeir aftur og þá betur búnir og alls veiddu þeir ágæta 10 silunga og voru þeir bara
vel haldnir þ.e. bæði menn og fiskar.
Ég er nú ekki að mæla með veiði í febrúar en þetta sýnir að veiðitíminn er að lengjast. Hvenær
hefði mannið dottið í hug að hægt væri að fara í laxveiði um miðjan nóvember og silungsveiði í
febrúar.
Ormurinn kom með þá hugmynd að veita ætti Víðförla verðlaun fyrir fyrsta fisk ársins og einnig
þann síðasta.
Ég sagði honum strax að það væri útilokað.
Það færu of margir af okkur til veiða á gamlárskvöld og sætu við veiðar fram á nýársdag ha ha ha.
Þessi fannst mér góður.
Kv. Hattarinn.


Ákveðnir veiðitúrar 2009

Það er farin að koma góð mynd á þá veiðitúra sem geta kallast Víðförla veiðitúrar árið 2009.               Við byrjum á að fara í Steinsmýrarvötnin 17-19 apríl og erum við með allar 4 stangirnar þessa tvo daga sem vonadi verða jafnskemmtilegir og í fyrra. Á þesum tíma er svosem allra veðra von en við erum sem betur fer alltaf ótrúlega heppnir með veður með örfáum undantekningum þó sem gerir ekkert annað en að sanna regluna.                                                                                                 Næsti skráður Víðförlatúr er í Staðará á Snæfellsnesi 23-25 júlí og er alltaf jafn gaman að koma þangað. Þar er mikil fiskigengd, lax, sjóbleykja og sjóbirtingur og svo staðbundinn silungur. Vonandi verður þessi túr eins og allir okkar túrar þangað gjöfull og skemmtilegur. Það eina sem er að þarna er veiðihúsið. En það er bara skemmtilegt að vera líka í svona veiðikofafílingu.                               Fljótlega þar á eftir verður líklega túr í Gufudalsá í kringum 28 júlí og verður það svona barnaferð en Hilmar og Marteinn hafa yfirleitt farið eina ferð með strákana sína í svona lax og silungsveiðiá og varð Gufudalurinn nú fyrir valinu. Þangað höfum við ekki farið áður. Verður gaman að vita hvernig  gengur.                                                                                                                                 Laxá í Aðaldal er næsti viðkomustaður Víðförlafélaga og fóru þeir þangað í fyrra og voru að glíma við fáa fiska en stóra. Að sjálfsögðu kom verðlaunafiskurinn árið 2008 úr þessari á.

Þá er það næst Fáskrúður í dölum en þangað verður farið í fyrsta skifti líka 17-19 ágúst og eru þar þrjár stangir. Þessi á hefur alltaf verið á vegi okkar á leið í Flekkuna og við rætt um að fara þangað en aldrei látið verða af því fyrr en nú gaman, gaman.                                                                         Nú fara hlutirnir að gerast  hratt fyrir sig því nú skiftist hópurinn  og fara nokkrir til veiða í Ytri-Rangá 1-3 september og enn aðrir sömu daga í sjóbirtinginn á Staðarána. Það verður vonandi svaka fjör eins og venjulega í báðum þessum ám.                                                                                     Aftur um miðjan september eru einnig 2 túrar annar í Eystri Rangá sem nokkrir fara í og svo erum við með 3 stangir í Laxá Leir 12-14 september en við gátum fengið 2 holl og einhvern tím hefði ekki verið vandræði að fylla þau. Nú eru bara aðrir tímar og því miður erum við með 3 stangir í þessu holli af sex.                                                                                                                                              Loksins erum við með 4 stangir dagana 20-23 sept í Langá. Við vorum þar fyrir nokkrum árum og mig minnir að okkur hafi bara gengið ágætlega þótt við værum þá að fara þangað í fyrsta skifti. Vonandi búum við enn af þeirri reynslu og veiðum vel.                                                                       Ég man bara að ég skildi alveg nafngiftina á þessari á Langá því hún sko löng í báða enda. 

Læt ég nú lokið í bili en það getur enn bætst við.

Kveðja Hattarinn.


Úthlutanir.

Sælir félagar.

Þá eru komin þau veiðileyfi sem við erum búnir að fá hjá Svfr. Er það nokkurn veginn eftir því sem við sóttum um þó að dagarnir séu ekki alveg þeir sömu. Við fengum umbeðna daga í Steinsmýrarvötnin og í Langá en þurftum að færa okkur talsvert aftar í Fáskrúð eftir að við töpuðum útdrætti. Ég held persónulega að það komi ekki að sök.

Auk þessara þriggja áa þá veit ég að menn fengu úthlutað í Elliðaárnar, Gufudalsá og síðan veit ég um 2 ferðir í Staðarána í það minnsta.

Þá er staðan sú að við höfðum 2 holl í Laxá í Leir en við erum búnir að skila öðru þeirra og erum að reyna að manna hitt. Því miður þá hækkuðu veiðileyfin þar talsvert þvert á það sem er að gerast á markaðnum. Setja menn það eðlilega fyrir sig þótt svo að ég hafi fengið upplýsingar um hvernig á þessum hækkunum standi. Vonandi tekst okkur að manna 1 holl þangað.

Þá er einnig ferð í Ytri-Rangá að vanda og vonandi verður einnig ein ferð í þá Eystri eins og undanfarin 2 ár. Við gefumst ekkert upp þótt við höfum lent í miklum vatnavöxtum og ýmsum öðrum hremmingum í þessum ferðum.

Að lokum vill ég minna ykkur á opna húsið hjá Svfr. föstudaginn 6 feb. n.k. Sjá nánari dagskrá á vefnum hjá þeim wwwsvfr.is.

Kveðja Hattarinn.

 


Árið 2009

Sælir félagar.

Þá er það sem framundan er.

Við sóttum um Steinsmýrarvötnin í apríl, Fáskrúð í júlí eða ágúst, Langá í september fyrir utan það sem einstakir félagar sóttu um s.s. í Leirvogsá, Elliðaárnar, Gufudalsá og víðar. Þá höfum við einnig fengið vilyrði fyrir holli í Laxá í Leirársveit og Staðará og einnig hefur okkur verið boðnir dagar í Langadalsá  og í Tungufljóti.                                                                                                          Þetta segir okkur að við erum auðfúsugestir á bökkum veiðiáa enda menn fengsælir með afbriggðum og upp til hópa skemmtilegur og góður félasskapur.                                                                         Við bíðum náttúrulega spenntir eftir úthlutun hjá SVFR. og svo sjáum við til.                                     Árið 2009 lítur náttúrulega illa út bankalega séð en svo var ekki með ´08. fyrr en ég fór í þá Eystri.  Eftir fyrstu vakt á spítala með kamfýló-bakter sýkingu og áin full af fiski en því miður gjörsamlega yfirfull af vatni þannig að hún flæddi yfir alla bakka.                                                   Víðförlafélagar við segjum árið 2009 verður okkur öllum til heilla.

Kveðja Hattarinn.                     


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband