Færsluflokkur: Bloggar
4.9.2009 | 18:23
Ytri-Rangá 1-3 sept. 2009
Sælir félagar,
Ég, Marteinn, Tóti og Guðmar vorum við veiðar í Ytri Rangá 1-3 sept. og er ekki annað hægt að segja en að túrinn hafi staðist væntingar og vel það. Við Marteinn lentum á dauðu svæði (Heiði-Bjallalæk) fyrstu 2 vaktirnar sökum misskilnings í bókun en það er önnur saga. Við fjórir tókum engu að síður 43 laxa og getum því vel við unað, mest tekið á maðkinn. Var sá stærsti af þeim 4.1 kg., heitustu staðirnir hjá okkur voru Stallsmýrarfljót, Gunnugilsbreiða og Djúpós.
Við veiddum svo óvænt fiðurfénað með Lexus, sjá myndir.
Við vorum allir sammála um að vera þarna á sama tíma að ári og vera þá í 3 daga.
kv. Hilmar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2009 | 20:27
Staðará 2 og 3 sept.
Sælar félagar. Þessi ferð var farin frekar óvænt af mér þar sem ég var eiginlega búinn að afskrifa hana vegn vinnu. Hvað um það ég komst í hluta túrsins og voru aðstaður talsvert aðrar heldur en í sumar þegar við lentum í veiðinni. Fyrst af öllur var kobbi selur í ósnum þegar menn mættu á svæðið og hélt hann sér þar við ætisleit þar til daginn eftir að bóndi nokkur úr nágrenninu kom og skaut kobbann. Þá var karlinn náttúrulega búinn að styggja allann fisk svo við sáum ekki mikið en nokkra þó sem ekki tóku neitt agn. Þá var hitastigið talsvert lægra og einnig var alveg gríðarlega mikið slýrek sem gerði okkur mjög erfitt fyrir að kasta agni. Það settist á línuna og var bara til vandræða. Að öðru leiti var þetta ágætis ferð með gömlum vinnufélögum og við höfðum það bara ágætt í kofanum og borðuðum mjög góðan mat og spjölluðum um gömlu dagana í vinnunni. Set inn nokkrar myndir.
Kveðja JM.
Ps. Þeir eru í mokstri í Rangánni. Meira seinna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.8.2009 | 20:16
Hvítá við Iðu.
Sælir félagar.
Hér segir frá heldur óvæntri Viðförlaferð á Iðuna þann 25 og 26 ágúst og fóru eftirtaldir þrír félagar Víðförla þ.e. Hilmar, Leifur og Jónas. Þegar farið er til veiða í Hvítá þá geta ýmsir hlutir gerst hvað varðar afla og aflasamsetningu. Þú getur fengið bleykju, urriða og svo að sjálfsögðu lax og það bæði stóran og smáan. Það var með þessum pælingum sem lagt var af stað í frekar hryssingslegu veðri að kvöldi 24. Það gekk á með vindkviðum og rigningu allan tíman en síðasta daginn lægði þó og stytti upp. Fyrsta vaktin var alveg frábær því þá náðust á land 5 laxar og þar af tók ykkar einlægur einn 15,2 punda 93 cm drelli. Er það langstærsti fiskur sem hann hefur dregið á land og er hann að vonast til að þessi fiskur verði verðlaunafiskur hjá Víðförla nú í haust. Eftir hádegi varð allt miklu rólegra á veiðslóð þrátt fyrir mikla ástundun á öllum 3 stöngunum. Með okkur á þeim voru vinnufélagar af vellinum og hjá Veðurstofu Íslands, frábærir félagar allir saman. Þegar upp var staðið á hádegi þ. 26 voru komnir 11 fiskar á land 8 laxar og 3 birtingar. Verðum við að vera sáttir við þau aflabrögð. Veiðihúsið frábært, flott ferð. Set inn nokkrar myndir.
Kveðja Hattarinn.
Ps. næsta Víðförlaferð er 1-3 sept. í Ytri-Rangá.
Bloggar | Breytt 27.8.2009 kl. 11:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2009 | 21:12
Fáskrúð 2009. (ferðin)
Sælir félagar.
Þá er það ferðin í Fáskrúð. Lagt var af stað um hádegisbil þ. 17/8 og með viðkomu í Bónus og víðar var komið tímanlega á veiðistað. Við höfðum vit á því að senda tvo undanfara til þess að spara okkur upplýsingaleit um ána því eins og komið hefur fram áður hafði enginn okkar veitt í þessari á áður. Þessir félagar báru okkur váleg tíðindi þegar við hinir mættum á staðinn, áin alveg niður í grjóti en fiskur um alla á. Jæja þetta var þá ekki alvont. Fljótlega eftir að við hófum veiðar kom í ljós að þetta með vatnið voru sko engar íkjur. Hún var alveg niður í grjóti og jú það var fiskur um alla á. Hann var bara í 5-7 stórum hyljum þar sem búið var að berja á honum undanfarna daga og ekki svo auðvelt að eiga við fiskinn við þessar aðstæður. Þegar upp var staðið þá náðum við þó 7 löxum og 1 2p. urriða og verður það að teljast velviðunandi. Veiðihúsið og allur aðbúnaður mjög góður og árnefndinni til mikil sóma. Ágætis veður var, gekk á með smáskúrum og sólarglennum sem sagt gott veiðiveður. Setti inn nokkra myndir úr ferðinn.
Kveðja Hattarinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2009 | 18:21
Fáskúð 17-19 ágúst ´09
Sælir félagar. Eins og vanalega og þrátt fyrir loforð um betrumbætur hefur mér tekist að draga það all lengi að skrifa á þessa síðu. Ekki er það vegna þess að ég nenni því ekki heldur er ég því miður ekki í tölvusambandi í bústaðnum í Borgarfirði. Þar liggur meinið. Ég ætla nú að bæta aðeins úr því. Nú rigna inn fréttum af veiðiskap um allt land um fínar aflatölur og allsstaðar virðist veiðast þrátt fyrir að það vanti venjulega rigningu. það eru náttúrulega stóru árnar sem eru að gefa vel en hinar minni síður. Samt er það einkennilegt hvað verið er tosa upp fiska víða t.d í Elliðaánum, Leirvogsá, Laxá á Ásum, Andakílsá og fleirri litlum sprænum. Frétti af 3 Víðförlafélögum sem fóru til veiða nú nýverið. Einn fór í Grímsá annar fór í Leirvogsána og rótfiskaði eins og honum er einum lagið og sá þriðji fór með ungviðið í Hreðavatn af öllum vötnum. Allir gerðu góðan túr og veiddust 7 í Grímsá eitthvað alveg svakalegt í Leirvogsánni og 3 ágætir vel ætir urriðar í Hreðavatni. Þess má geta að þau misstu talsvert af fiskum þar en það kom ekki að sök þar sem allir fengu fisk. Þá er í þessum skrifuðum orðum tveir af okkar félögum við veiðir á Laxá í Aðaldal þ.e. á Nessvæðinu og ætla þeir að taka þar stærsta fisk sumarsins. Allavega ætla þeir að reyna. Nú vil ég hvetja þessa ágætu félaga okkar að skrifa nú á bloggsíðuna og deila þessum ferðum með okkur hinum ræflunum sem aldrei komast neitt.
Og þó. Nú er það Fáskrúð í Dölum dagana 17-19 ágúst. Í þessa ferð fara Þórir, Jónas, Hrafn, Leifur, Tóti og Guðmar. Nú skal verða tekið á því. Það vonandi rignir aðeins á svæðinu svo áin verði ekki alveg niðri grjóti. Þar sem þetta er líka fyrsta ferð allra í þessa á er þetta virkilega spennandi. Við látum heyra i okkur við heimkomu.
Kveðja Hattarinn.
Bloggar | Breytt 22.8.2009 kl. 00:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.7.2009 | 09:21
Staðará júl ´09.
Sælir félagar.
Það eru komnar myndir úr túrnum.
Kv. Hattarinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.7.2009 | 11:59
Staðará (ferðin)
Sælir félagar. Þegar ég settist fyrir framan tölvuna þá var ég ekki alveg viss hverig í ósköpunum ég átti að byrja á þessari frásögn. Hún hefst svona. Eins og gengur og gerist þá mættu menn á misjöfnum tíma í veiðina. Við komum síðastir á svæðið og þá var kl. 18:20. Okkur fannst það skrítið að sjá veiðifíkilinn Skafta Þórisson standa við veiðihúsið og fá sér Wiskey sjúss en veiðin hafði hafist kl. 18:00 Þegar við hittum hann sagðist hann vera búinn að fá nóg en þeir félagar höfðu stolist til að hefja veiðar 17:45. Þegar við gengum á karlinn sýndi hann okkur 6 fiska og voru þeir allir nýgegnir 6-8punda birtingar og hann bara orðinn þreyttur enda gamall. Það sem hafði gerst þarna í ósnum var að það mígringdi í um það bil hálftíma og ósinn kraumaði af fiski. Það sem eftir lifði kvölds fram að liggjanda var fiski mokað upp. Dagurinn endaði í um 40 stk. og ótöldum slepptum fiskum. Veislan hélt áfram allan túrinn þótt ekki væri krafturinn sá sami og fyrsta kvöldið því það kom skítakuldi og glampandi sól. Ekki varð það samt svo að það væri ekki fiskur en hann virðist eingöngu taka á aðfallinu. Það var bara almenn ánægja með það því gátu bæði menn og fiskar hvílt sig fram að næstu átökum. Það var alveg magnað að fylgjast með göngunum koma hoppandi inn með flóðinu lengst utan frá sjó og líka þegar þeir fóru sömu leið til baka. Alveg magnað sjónarspil. Það verður að segjast að það er sjaldan sem maður lendir í svona skemmtilegheitum og ekki skemmdi að 3 af félögunum eru byrjendur í veiði og þeir voru alveg stjarfir af æsingi. Þá hafði Mick aldrei lent í öðru eins og þarna fékk hann bæði sinn stærsta lax og líka sinn stærsta silung. Ákafinn og æsingurinn leyndi sér ekki. Þegar upp var staðið þá enduðum við í 70 birtingum og 8 löxum sem við hirtum. Þá er ótalinn fjöldinn allur sem við slepptum og misstum. Því miður þá gleymdi formaðurinn myndavélinni heima en sem betur fer var Skafti með myndavél þannig að ég sit myndir frá túrnum á síðuna um leið og ég fæ þær frá Skafta.
Kveðja Hattarinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2009 | 15:50
Elliðaárnar með verðandi Víðförlum
Vegna fjölda áskorana frá háæruverðugum formanni er rétt að setja inn smá færslu. Ég fór með sonum mínum, Jónasi, Haraldi og Ólíver í Elliðaárnar 1. júlí eins og við höfum gert síðustu ár. Bæði Jónas og Halli hafa fengið Maríulaxana sína þar og nú var komið að Ólíver enda drengurinn orðinn 5 ára. Hann fékk fyrst einn 2 punda urriða í Árbæjarstrengjunum með góðri hjálp frá eldri bróður sínum og síðan náði hann að setja í og landa 4 punda laxi úr Fossinum. Jónas fékk síðann einn líka í Fossinum þannig að kvótinn náðist þrátt fyrir "óveður" í veiðilegum skilningi. Setti inn nokkrar myndir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.7.2009 | 10:32
Staðará
Sælir félagar.
Nú er undirbúningur fyrir Staðarána á fullu og er verið að skipuleggja og raða niður í bíla og hver á að gera hvað.
Karlinum tókst með miklum harmkvælum að útvega maðka og var það heilmikið mál í þessum líka þurrki sem verið hefur að undanförnu. Þá ætlar hann einnig eins og vanalega að kaupa í matinn fyrir alla þannig að það er allt klappað og klárt.
Okkur vantar enn gistingu fyrir 2-3 því húskofinn við ána hýsir bara 4 með góðu móti en vonandi reddast það allt saman eins og vanalega fyrir kvöldið.
Kom við hjá Bjarna á Tröðum á síðasta sunnudag og frétti að á flóðinu á laugardagskvöldinu hefðu komið 17 birtingar á land og ósinn eins og vant er fullur af fiski. Þetta veit á gott hjá okkur tala nú ekki um ef ringdi aðeins eins og spáð er til þess að fá aukið súrefni í ána.
Fór á sunnudaginn í fyrsta skifti að skoða Hraunsfjörðinn og kom hann mér verulega á óvart. Þarna við fjörðinn er virkilega fallegt og góð aðstaða til þess að vera með börn því vatnið er grunnt og alveg frábær aðstaða til þess að vera með tjöld eða annan útilegubúnað. Þá skemmir veiðin ekki því meðan við stoppuðum voru menn að mokveiða gullfallega nýgegna sjóbleykju allt að 4p. Hvað er hægt að hafa það betra og leyfin aðeins 1500.- kall og gildir veiðikortið þarna líka.
Eins og ég sagði þá fóru 2 félagar okkar í æfingarferð í Langána og gerðu náttúrulega frábæra ferð. Þeir veiddu alls 8 laxa en misstu um helmingi fleiri þar sem allar tökur voru mjög grannar. Var það m.a. vegna minnkandi vatns og mikils hita. En ferðin var mjög góð og þeir lærðu heilmikið á ána. Nú er bara að láta þá kenna okkur hinum.
Kveðja Hattarinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2009 | 15:35
Staðará 2009 fyrri ferð.
Sælir félagar.
Það styttist heldur betur í Staðarána þ. 23 júlí. Í þessa ferð fara Steini, Jónas, Mick, Eggert og tveir gestir Árni og Skafti. Eins og staðan í veðurkortunum er núna er spáð algjöru veiðifárviðri eins og reyndar er búið að vera að undanförnu. Sól og blíðu. Við látum það ekki á okkur fá og minnkum bara flugurnar og tökum þá í ósnum í aðfallinu eins og við eru vanir, ekki vandræði.
Munið samt að hafa orminn með.
Þá hefur undirritaður haft fregnir af 2 Víðförlafélugum sem eru að fara í Langá og þeir líta á það sem svona æfingarferð fyrir túrinn í haust. Þessir ætla ekki að koma heim öngulinn í rassinum það er á hreinu. það verður gaman að fá fregnir hvernig gekk hjá þeim eftir helgina.
Annars heyrast allstaðar góðar veiðtölur og mikill lax í göngu í mörgum ám en annarstaðar er vatnsskortur farinn að hafa áhrif og tefja göngur eins og t.d. í Kjósinni og Dölunum.
Með veiðikveðju og góða helgi.
Hattarinn.
Það verður örugglega brjálað fjör þegar fer að rigna en því miður er það ekki kortunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)