Færsluflokkur: Bloggar

Ytri-Rangá ferðin.

Sælir félagar.

Það voru árrisulir Víðförlafélagar og gestir sem mættu í aðgerðarhúsið við Ytri-Rangá kl. 07:30 þann 23 október. Eftir viðkomu í Litlu-kaffistofunn í kaffi og flatbrauð með hangiketi vorum flestir klárir í slaginn um svæði. Við vorum með alls 8 stangir og höfðum þar með umráð yfir 4 svæðum af 10 sem í ánni eru. Það samdist svo um að ég undirritaður mundi draga 4 spil og við síðan innbyrðis. Að sjálfsögðu vorum við misheppnir með drátt eins og alltaf en allir lentum við á góðum og slæmum svæðum eins og alltar ef. Fljótlega var það ljóst að vatnið í ánni var alveg svakalega kalt því lofthiti var um 1 gráða og talsverður ískaldur norðanblástur. Við félagar þ.e. ég og 3 gestir sem með okkur voru hófum veiðar á besta stað árinnar þ.e. í sjálfum Ægissíðufossi. Urðum við strax varir við fisk en því miður var það ekki meir. Hann tók bara alls ekki. Það kom líka á daginn að það var svo um alla á, sérstaklega neðan þjóðvegs. Víða talsvert af fiski en sá fiskur var bara ekki í tökustuði og að sjálfsögðu kenndum við mjög köldu vatni um. Hvað um það þegar líða tók á daginn hlýnaði aðeins og við fórum að fá fiska hér og þar um ána. Alls enduðum við í 12 fiskum og voru bara almennt ánægðir með það og daginn. Talsverðar umræður spunnust um fiskimagnið í ánum miðað við í fyrra þegar þeir Hilmar og Axel fóru um miðjan nóvember í einn dag og veiddu alveg fráærlega. Í fyrra var talsvert meira af fiski sem gekk í ána en nú í sumar og þá verður líka að taka með í reikninginn að þá lauk veiði 30 september. Við teljum því að það sé aðalástæðan fyrir frekar slöku gengi okkar og svo að sjálfsögðu vatnskuldinn. Þetta var samt skemmtileg ferð með fínum veiðifélögum. Þeir sem fóru þessa ferð voru Hilmar, Ási, Steini, Krummi, Jónas, Guðmar, Þórir, Kári Bergs og svo 3 aðrir gestir alls 12 manns. Því miður gleymdist að taka myndir í þessari ferð þótt ykkar einlægur hafi verið með myndavél en þó tók ég 2 myndir sem ég set inná síðuna.

Kv. Jónas M.

 

 


Gæs er líka bráð

Það er gaman að segja frá því að helgina 25. til 27. september fóru 3 Víðförlar (MJ/HJ/ÞÞ) í veiði en nú brá svo við að stangir og flugur voru ekki með í för heldur voru menn gráir fyrir járnum; vopnaðir haglabyssum og gerfigæsum. Ferðinni var heitið í kornakur fyrir austar Kirkjubæjarklaustur og þegar við renndum í hlað um kvöldmatarleytið á föstudag og litum yfir akurinn okkar fór veiðihjartað að slá örar - fullur akur af gæs - ekki ósvipað því að koma að hyl fullum af laxi. Skemmst er frá því að segja að við félagarnir vorum í heilmiklu flugi allann laugardaginn og lágu menn í skurðum frá 5 um morgun til 5 um daginn og eftir óverdós af súrefni voru allir sofnaðir 21:30 á laugardagskvöldi ... öðruvísi mér áður brá ;-))  Á sunnudegi var minni aksjón en þó nokkur flug.

Veiðin var ekki nokkru einasta samhengi við tækifærin og má segja að þessar 7 gæsir sem lágu hefðu átt að vera að minnsta kosti 10 sinnum fleiri en Hilmar skilgreindi ástandið og færni okkar, eða öllu heldur skort þar á, mjög vel þegar hann lét þessi orð falla "strákar ... þetta er eins og að senda menn í Laxá á Ásum á primetime með bensínstöðvarstöng og gular baunir" ;-))

Þrátt fyrir allt var þetta algjörlega frábær skemmtun og er í undirbúningi að stofna sérsveit gæsaveiðimanna innan vébanda Víðförla og verður það nánar rætt á næsta aðalfundi.

Nokkrar myndir komnar í myndasafni.

Marteinn


Ekki búið enn.

Það er einn veiðitúr enn. Við ákváðum nokkrir félagar að fara saman í Ytri Rangá þann 23 desember og nei, nei 23 október og verður þessi ferð Víðförlaferð eins og þær gerast bestar. Í þessa ferð fara Þórir, Jónas, Ási, Guðmar, Tóti,  Krummi og Kári Bergs ásamt einu gesti.  En veitt verður frá kl. 08:00 að morgni til kl. 20:00 að kvöldi og ekkert hlé um miðjan dag. Þótt ótrúlegt sé eru menn enn að veiða nýgenginn lax á þessum tíma og langt fram nóvember. Eins og ykkur rekur kannski minni til þá fóru Hilmar og Axel í fyrra í byrjun nóvember til veiða í Ytri Rangá á vegum Lax-á sem síðan lét reykja aflann og gaf mæðrastyrksnefnd. Gott framtak hjá honum. Í aflanum hjá þeim félögum í fyrra en þeir veiddu yfir 100stk. á einum degi voru margir gullfallegir og nýgegnir laxar. Það að núna í síðustu viku var vikuveiðin vel á 4 hundruð laxar svo útlitið er bara nokkuð gott hjá okkur.  Að síðustu vil ég minna á að aðalfundur Víðförla verður haldinn annað hvort síðustu helgina í okt. eða fyrstu helgina í nóv. Takið þær frá tímalega.

Kveðja JM.


Langá 2009

Sælir félagar. Þá er það ferðin í Langá en þangað fórum við 6 Víðförlafélagar og 2 gestir með okkur þannig að við vorum 8 með 4 stangir. Veðrið var alveg frábært þótt aðeins hafi kulað af norðan á sunnudeginum og snjóað í fjöll þá um nóttina. Við drógum fjallið á fyrstu vaktinni og var því lagt snemma af stað því það er langt að aka uppá efsta svæðið. Fljótlega kom í ljós að fiskurinn var ekkert æstur í að taka maðkinn er karlinn setti þó í einn og landaði honum í Tófufossi sem er einn af efstu veiðstöðunum. Heila daginn áttum við betri svæðin þ.e. svæði 2 og 1. Þá var ekki við manninn mælt og upphófst mikil keppni milli tveggja Víðförlafélaga og var veðmál í gangi um hvor skyldi veiða meira. Við skulum ekkert ræða um hvað veðmálin snerist en þeir eru báðir greinilega miklir keppnismenn. Það reittust upp fiskar jafnt og þétt það sem eftir lifði túrsins og enduðum við í 25 löxum og fengu allir fisk og allir vel sáttir. Eins og ég sagði áðan þá hélst veðrið gott, húsið og aðstaðan mjög góð og þarf ég að taka fram að verðið á mat og gistingu var skítbillegt miðað við það sem í boði var eða 9.900.- á dag.  Eins og þið sjáið eru komnar nýjar myndir í albúmin og á síðuna. Kveðja JM.

 


Næsta ferð, Langá.

Sælir félagar.

Nú er stutt stórra högga á milli. Það er Langáin og það ekki seinna en sunnudaginn 20 sept. Við hefjum veiðar þá kl. 15:00 og ljúkum veiðum þriðjudaginn 22 sept. kl. 13:00. Þeir Víðförlafélagar sem eru skráðir í þennan túr eru Marteinn, Tóti, Jónas, Ási, Leifur og Guðmar og 2 gestir alls 3 stangir. Þetta verður spennandi því það er fullt af fiski og það má veiða á maðk!!!!!! Þá vil ég endilega minna ykkur á að það eru 2 stangir enn lausar í Ytri-Rangá föstudaginn 23 október ef einhverjir hafa áhuga á þessari veiði. Við tókum 10 stangir og það eru komnir 8 en uppselt er í hollið þannig að við þurfum að ganga frá þessu sem fyrst. Þá vil ég biðja ykkur um að taka frá síðustu helgina í okt. og fyrstu helgina í nóv. því aðalfundur Víðförla verður haldin um aðra hvora þessa helgi.
Kveðja JM.

Ps. Muna eftir gufunni, takið með ykkur lopapeysur.

 

 


Meira um Laxá í Leir.

Sælir aftur félagar.

Hilmar á ekki lengur stærsta fiskinn sem komið hefur í Laxá í sumar. Þeir voru að landa einum 101 cm. sem áætlaður ríflega 21p. Það munar ekki um það. Þessi veiddist á Breiðunni. Svo er haft eftir fiskifræðingi að tveir risar hafi farið í gegnum teljarann í Eyrarfossi, annar 25p og hinn bara 27p!!!!!!!!!! Þvílíkir drellar.

Nánar á vefnum votnogveidi.is

Kveðja JM.


Stórlaxar úr Laxá í Leirársveit

Sælir félagar,

Laxá í Leirársveit kom okkur félögunum ansi skemmtilega á óvart því að ofan á það að fá ána í toppvatni og fulla af fiski þá tókst okkur að setja í stórlaxa og landa.  Þeim var sleppt aftur eftir mælingu og fóru í kistu sem leigutaki var búinn að koma fyrir við Miðfellsfljótið í þeim tilgangi að sleppa þeim efst í dalnum í von um að þeir hrygndu þar í ró og næði og myndu bæta stofn árinnar.  Við að sjálfsögðu urðum við þeim tilmælum.

Það er gaman að segja frá því að laxinn sem ég tók (sjá myndir) tók litla Green but hitch túbu alveg neðst á brotinu í Miðfellsfljótinu á stöng fyrir línu #5 þannig að baráttan var gríðarlega spennandi og ekki laust við að menn fengju hnéskjálfta og svimaköst við löndun.  Sem sagt frábær túr í alla staði, takk fyrir samveruna kæru Víðförlafélagar sem voru á staðnum og vonandi verðum við þarna aftur að ári með fullmannað holl af Víðförlafélöum.

 kv. Hilmar


Laxá í Leir, ferðin.

 

Sælir félagar.                                                                                                                                         Eins og þið vitið þá fórum við 4 Víðförlafélagar í Laxá í Leirársveit nú um helgina þ.e. 12-14 sept. Það verður að segjast eins og er að okkur var hætt að lítast á blikuna því daginn áður mígrigndi hér á suðvesturhorninu og við höfðum frétt að ár á svæðinu væru að litast. Það var eitthvað sem við vildum ekki því við fengum nóg að því í fyrra. En þegar við mættum, jú það var talsvert vatn í ánni en hún hafði hreinsað sig sem betur fer. Við komumst fljótlega að því að það var fiskur um alla á og sem dæmi þá veiddum við fisk í Holunni sem er ofarlega á efsta svæði og niður að Laxfossi sem er á neðstasvæðinu. Veðrið var mjög gott og hélst svo þangað til síðasta morguninn en þá gekk á með hvössum skúrum. Veiðarnar gengu mjög vel og eftir túrinn lágu 60 laxar og 6 sjóbirtingar sem gera 11 fiska á stöng sem verður að teljast mjög fín veiði. Við Víðförlafélagar vorum með 26 fiska sem er velviðunandi. Þá tók Hilmar stæsta fiskinn sem veiðst hefur í ánni þetta sumarið 13 punda flottan hæng úr Miðfellsfljótinu. Sá ásamt aðeins minni hrygnu sem Axel veiddi á sama stað voru settar lifandi í nýja klakkistu sem var á svæðinu. Hópurinn sem við lentum með var alveg frábær og við þurfum ekkert að ræða veiðihúsið eða annað viðurværi, alveg fyrsta flokks.                                      Mér finnst það algjör synd að við skyldum ekki taka alveg eitt holl fyrir okkur og okkar gesti því þessi á er alls ekki dýr þegar maður leggur dæmið upp. Stutt að fara, fullt af fiski, flott veiðihús, frábær veiðiá og síðast og ekki síst alveg frábær matur.  Við ræðum málin á næsta aðalfundi Víðförla. Ég sit nokkrar myndir inn í kvöld.

Kveðja Hattarinn.

 


Laxá í Leir.

Sælir félagar.

Nú er bleik brugðið maður. Haldiði að það sé ekki farið að mígrigna og við að fara í Laxá á morgun. Ósinn hefur verið fullur af fiski í allt sumar sem hefur beðið eftir því að vatnið í ánni aukist svo hann geti gengið uppí ána. Ég segi nú bara "nú er lag" bæði fyrir veiðimenn og laxa. Það hefur ekki rignt almennilega í Leirársveitinni síðan 13 júní í sumar svo ástandið var orðið mjög slæmt. En við félagarnir syngjum bara, "við elskum rigningunnna la,la,la,la,la,.

Kveðja JM.


Næsti veiðitúr Laxá í Leir.

Sælir félagar.                                                                                                                                       Nú er skammt stórra högga á milli því næsti Víðförlatúr er núna á laugardaginn 12 sept n.k. Þeir félagar sem fara þann túr eru Jónas, Eyjó, Axel, Hilmar og 2 gestir. Talsverðar væntingar eru fyrir þessum túr og þá sérstaklega þar sem það hefur ringt svolítið í fjöll í Svínadalnum að undanförnu. Sumarið í sumar hefur verið talsvert lakara en undanfarin ár en ósinn er enn fullur af fiski sem bíður eftir vatni í ána til þess að ganga. Ef það gerist nú á næstu dögum erum við í fínum málum. Það væri óskandi að það kæmi smá rigning. Vonandi verður það samt ekki eins og í fyrra þegar áin var í algjöru yfirfalli og þó, við altjént veiddum ágætlega þrátt fyrir það.                                                   Eins og þið væntanlega vitið þá er veiðitímabilið farið að styttast í annann endann og er bara Langáin eftir svo vitað sé. En bíðum við er ekki kominn túr í Ytri-Rangá í október og fullt af félögum sem eru tilbúnir að fara þá. Þeir sem fara þangað og svo í Steinsmýrarvötnin í vor taka nú ekki langa hvíld yfir veturinn og er það vel. Að lokum vil ég hvetja ykkur til þess að setja inn greinar um veiðina í sumar og ekki skemma myndir.

Kveðja JM.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband