Færsluflokkur: Bloggar
20.8.2010 | 14:56
Laxá í Leir.
Loksins er búið að mannna ferðina í Laxá í Leir 12-14 sept. Þeir sem fara eru eftirtaldir Víðförlafélagar og gestir þeirra Hilmar, Þórir, Eggert, Jónas, Steini, Eyjó gestir eru Fróði, Skafti, Hjörtur, Ragnar, og þeir feðgar Þorvaldur og Árni. Allsvakalegur hópur. Ræddi í gærkvöldi við Hauk Geir leigutaka og var áin komin í 812 laxa og er hún á fínu róli. Hann sagði að það væri enn lax í ósnum og fullt af nýjum fiski að ganga þannig að þetta lítur mjög vel. Hann taldi ekki óvarlegt að áætla veiði uppá 1400 laxa ef það bætir svolítið í vatnsbúskapinn í ánni. Ef að líkum lætur verðum við á fínum tíma í góðu vatni.
Þá er einnig búið að manna veiðitúrinn í Vatnamótin 8-10 október og verður það líka Víðförlaferð með gestum. Þeir félagar sem fara þá ferð eru Tóti, Guðmar, Axel, Krummi, Varði, Hilmar og Jónas, gestir eru Sigurpáll og Aðalsteinn og bróðir hans. Þetta er líka allsvakalegur hópur og mega bæði fiskar og fiðurfénaður fara að vara sig. Ef veiðin verður eitthvað í líkingu við veiðina í vor þá verðum við í veislu. Nú má drepa þann fisk sem veiðist þó ráðlagt sé að sleppa öllum stórum fiski og þá sérstaklega stórum hrygnum. Það er svo sem í góðu lagi að gera það til þess eins að veiða þær aftur í vor þvengmjóar á leið til sjávar. Eins og sást í póstinum frá Axel þá er hægt að fara í gæs og endur fyrir þá sem það vilja og er það þeirra val. Samt er það nú svo að þegar þú ert með byssuna veður allt í fiski en þegar þú ert með stöngina þá dimmir í lofti af gæs. Þetta er allavega það sem maður heyrir hjá þeim sem hafa verið í veiði og skitteríi á sama tíma og veitt er á stöng en ykkar val. Ef einhver hættir við vinsamlegast látið mig vita sem fyrst því það er biðlisti.
Kveðja og góða helgi, Jónas M.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.8.2010 | 13:56
Veiði.
Sælir félagar. Maður alltaf að heyra um veiðiferðir hjá félögum í Víðförla en ekki nógu margir til þess að það geti kallast Víðförlaferðir. Eru menn til í að gera Víðförlaferð að veruleika og það strax í næstu viku. Það er bara spurning um hvert á að fara. Axel Ó. lenti til dæmis í flottri bleykjuveiði í norðurá í Skagafirði, nokkuð langt en á móti kemur mjög ódýr veiðileyfi. Það má kanna fleirri möguleika ef áhugi og geta til þess að koma með er fyrir hendi. Við megum ekki gleyma tengingu Víðförla við Lax-á og þar eru kannski möguleikar. Látið mig vita sem fyrst. Kveðja Hattarinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.8.2010 | 17:11
Laxá í Leir.
Sælir aftur félagar. Þar er enn laust pláss í Laxá í Leir. vegn óvætra forfalla dagana 12-14 september. Mér sýnist á öllu að það verði bara "prime time" í ánni eins og málum er nú háttað. Það þarf ekki að vera Víðförlafélagi en fyrir ókunnuga þá er tækifærið núna að kynnast þessum frábæra félagsskap. Ef þið hafið áhuga hafið samband við mig í síma 869-4957.
Kveðja Hattarinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.8.2010 | 12:01
Veiði
Sælir félagar. Þá er veiðisumarið 2010 komið vel á veg og allt að gerast hjá okkur Víðförlamönnum. Það hefur eins og vant er gengið á ýmsu en þetta sumar ætlar að verða svolítið spes eins og alltaf á hverju ári. Það gerir veiðina svo skemmtilega. Fyrir það fyrsta þá hefur veiðst alveg ótrúlega vel í flestum á ám og margar komnar með miklu betri afla en á sama tíma og metveiðiárið 2008. Það gerist þrátt fyrir alveg gríðarlega þurrka í flestum landshlutum en þó held ég að vesturlandið sé alverst. Þar hefur varla rignt svo heitið getur síðan í byrjun júní og flestar ár komnar ofan í grjót. Sá myndir úr dölunum sem voru svakalegar hvað þetta varðar, Hítará, Langá og flestar ár í Borgarfirði þurfa sko hellirigningu í 2-3 daga til þess að eitthvað rætist úr. Þá verður líka allt vitlaust því nóg virðist vera af laxi. Eins og ykkur er kunnugt þá datt veiðitúrinn í Staðará á Snæfellsnesi niður vegna deilna um veiðiréttindi og hver mátti veiða hvar og hvenær. Var að heyra að svo rammt hefði kveðið af deilunum að lögreglan var kölluð til til þess að skakka leikinn. Sem betur fer þá eru nýjustu upplýsingar þannig að menn eru farnir að talst við og vonandi leysast þessi mál sem allra fyrst farsællega og við getum farið að veiða þar aftur. Þá veit ég um ferð í Hraunsfjörðinn nú í júlí og gekk það bara nokkuð vel og voru særðar upp nokkrar bleykjur. Þar sást til ferða tveggja risalaxa og var annar þeirra vel yfir 20 pundin, svaka dreki en hann leit ekki við neinu. Þó nokkuð af laxi var í ósi vatnssins en hann tók ekki. Þá var einnig farið í Hrolluna í Skagafirði í flottu veðri og börnin með. Þar var sama sagan lítil veiði en skemmtileg ferð eigi að síður. Loksins, loksins var komið að Víðförlaferð í Hólsá vestur bakkann. Þeir sem fór voru Þórir, Mick, Ási, Jónas, Steini og 4 gestir. Enn og aftur sami dauðinn í veiðinni. Talsvert var að fiski á svæðinu en hann tók bara ekki neitt því miður og var allt reynt. Það sögðu okkur fróðir menn á svæðnu að miklu minna af laxi væri nú að ganga uppí árnar en undanfarin ár og það væri skýringin á slakri veiði á svæðinu. Þá hittum við fyrir veiðimenn sem voru að veiða á sv. 1 í Ytri-Rangá og höfðu þeir slitið upp einn fisk e.h. í gær. Þegar maður skoðar svo veiðitölur fyrir árnar nú og á sama tíma í fyrra sér maður mikinn mun á veiðinni hvað sem veldur og hvert svo framhaldið verður. Við fengum þó 2 fiska og voru þeir veiddir af gestum okkar og vigtuðu báðir 2.5kg. Vonandi skánar þetta þegar á líður.
Kveðja Hattarinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2010 | 14:59
Veiðisumarið 2010.
Sælir félagar. Það styttist heldur betur í að laxveiðin hefjist sumarið 2010. Fyrstu árnar opna 5 júní og ríða Norðurá, Blanda og Laxá á Ásum á vaðið. Aðrar ár fylgja svo í kjölfarið hver af annarri. Nú þegar hefur lax sést í allmörgum ám og líta menn björtum augum til sumarsins hvað varðar fiskigengd. Það er þó eitt sem menn óttast og þá sérstaklega vestan og sunnanlands en það er vatnsmagnið í ánum. Síðasti vetur var mjög snjóléttur á þessu svæði og þar af leiðandi frekar lítill snjór í fjöllum til að viðhalda rennsli vegna snjóbráðar. Laxveiðimenn eru upp til hópa all svakalegir bjartsýnismenn og láta ekkert svona hjal setja sig út af laginu. Þeir láta sig hlakka til. Mér sýnist eftir að hafa skoðað laus veiðileyfi hjá Svfr.is og Agn.is að veiðileyfasalan sé svipuð og í fyrra. Bestu tímarnir eru seldir og flest öll leyfi í litlum ám án fæðis og húsgjalda eru uppseldar. Eftir standa dýrari árnar með fæði og húsnæði á jaðartíma óseldar en það sama gerðist í fyrra. Þegar tímabilið hófst og vatnsleysið fór að herja á seldust haustleyfin eins og heitar lummur. Ég hugsa að það sama gerist núna. Ég finn það núna hvað það var svakalega gott að komast í Vatnamótin í apríl svona til þess að ná úr sér mesta veiðihrollinum. Ef sú ferð hefði ekki verið farin væri maður orðinn alveg viðþolslaus í línuputtanum sem er alltaf að krjækj í línuna þegar maður dregur inn. Það halda sumir að þetta sé einhver kækur hjá manni en skilja þetta alveg þegar maður segir þeim hvað maður er að gera. Auðvitað sigraði okkar maður í keppni þeirra tvíbura eins og við náttúrulega vissum. Það olli mér hinsvegar talsverðum vonbrigðum að hann skyldi ekki rúlla yfir bróðir sinn þegar þeir veiddu Langána. Því þar er Ási á algjörum heimavelli. Hefur veitt í þessari á til margra ára. Honum er þó vorkunn því nú voru þeir við veiðar í júlí en Ási veiðir hana alltaf í september. Þar gæti munurinn legið. Allar veiðiferðir Víðförla eru nú uppseldar og verður að óbreyttu fyrsti túrinn farinn í Staðarána 21 júlí og veitt 22 og 23 júlí. Síðan koma túrarnir hver á eftir öðrum. Að öllu óbreyttu verður sennilega síðasti túrinn í Vatnamótin fyrstu helgina í Október. Þá verðum við að eltast við golla, reyndar þessa stóru sem við slepptum í vor!!!!!
Kv. JM.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2010 | 23:18
Þáttur þrjú.
Sælir félagar.
Ég sagði það. Okkar maður átti bara að setja undir "þýsku snælduna" og málið væri dautt. Hún er bara að veiða og þá skiptir ekki máli hvort áin sé vatnsmikil eða ekki hún veiðir. Þessi fluga eða hvað þetta heitir hún er frábær, alveg frá því að vera örtúpa og uppí 11/2 tommu hún bara veiðir. Ég var og er að sjálfsögðu mikill aðdáandi Rauðu Frances flugunnar og byrja alltaf á henni með gullkrók og reyni oft lengi og vel. Þegar það gengur ekki tek ég þá "þýsku" og byrja bara að veiða. Oftast nota ég þyngda með keiluhaus og vel svo stærðina eftir vatnsmagni, veðri og öðrum aðstæðum. Bara að láta ykkur vita að það er frágengið með Laxá í Leirársveit hverjir fara þangað og það verður frábær hópur sem heldur merkinu á lofti. Á næsta laugardag ætlar Gunnar Bender að vera með fróðleik um Laxá í Leirársveit í morgunþættinum Bergsson & Blöndal og ættum við að leggja við hlustir. Eitt enn. Mér var að bjóðast nokkuð góðir dagar í byrjun júlí á austurbakka Hólsár alveg upp að ármótum við Eystri Rangá. Við fáum 6 stangir í 2 daga á 300.000.- með flottu veiðhúsi og ef við mætum 12 stk. á svæðið er verðið 25.000.- á mann. Þetta verð er lægra heldur en við vorum að greiða þegar við fórum þarna síðast en tíminn og stangarfjöldinn ekki sá sami. En strákar munið að stóru fiskarnir ganga fyrst. Ef þið hafið áhuga látið mig vita.
Kv. Hattarinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2010 | 13:27
Með öngulinn í rassinum.
Sælir félagar.
Þið verðið eiginlega að komast í sjónvarp í kvöld þar sem þið getið horft á "tvíburana" keppa í veiðinni. Þessir þættir eru á Skjá 1 og eru alveg þrælskemmtilegir, spennandi og fróðlegir allt í bland. Við erum náttúrulega með okkar mann í huganum og segjum "koma svo Ási" það er þýska snældan sem blífur.
Kv. Hattarinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2010 | 14:37
Bloggsíðan okkar.
Sælir félagar.
Það er aldeilis að þessi veiðitúr okkar í Vatnamótin er búinn að koma víða við á netinu. Það er svo sem í fínasta lagi bæði af því að við veiddum vel, lentum í fantafínu veðri og síðan er ekki hægt að ásaka okkur um græðgi þar sem við slepptum mest öllum aflanum aftur. Ég borðaði einn geldfiskinn og var það alveg frábær matur, þéttur og fínn á bragðið. Ég get alveg mælt með að taka nokkra svoleiðis í matinn þegar við veiðum þarna að ári. Það er eitt svolítið skondið við þessa ferð að í bílnum hjá okkur vorum við að hlægja af þessu ´"túristaeldgosi" á Fimmvörðuhálsi og einnig þegar við sáum jeppa lestina skælast uppá Mýrdalsjökul til þess að skoða þetta sem ekkert var. Við myndum sennilega ekki hlægja núna ef við værum fastir á Kirkjubæjarklaustri eða hefðum þurft að keyra hringinn til þess að komast heim. Púff eins gott maður.
Kv. Hattarinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2010 | 14:54
Tvíburarnir.
Sælir félagar.
Ég verð að hvetja ykkur til þess að komast yfir þættina með tvíburunum Ása og Gunnari. Það er búið að sýna núna 2 þætti með þeim og það verður bara að segjast eins og er að þetta eru frábærir þættir. Bæði eru þeir fullir að gríni, frábærum fróðleik, ákafri keppni milli þeirra bræðra og að sjálfsögðu veiðiskap, útiveru og öðrum skemmtilegheitum. Ég sem formaður Víðförla er náttúrulega eldheitur stuðningsmaður Birtingsins og hef sent honum hvatningar og ráðleggingar bréf. Það er ekki oft sem maður sest niður og bíður eftir svona skemmtun en það get ég sagt ykkur að hún er ósvikin. Okkar maður á nú í vök að verjast en hann á "hauka í horni" sem eru Víðförlafélagar. Koma svo Ási.
Hattarinn
Bloggar | Breytt 17.4.2010 kl. 14:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2010 | 14:55
Vatnamótin 2010
Sælir félagar. Þá er komið að því að segja frá fyrstu veiðiferð Víðförla árið 2010. Sú ferð var farin dagana 7-9 apríl í Vatnamótin í A-Skaftafellssýslu. Þessi ferð var eiginlega ákveðin síðastliðið haust eftir fræga gæsaferð á þessar slóðir. Þá voru margir útnefndir í ferðina en því miður eins og alltaf verða afföll en okkur tókst þó að manna túrinn þannig að velviðunandi var. Í þessa ferð fóru Stangarbaninn, Hrygnan, Hattarinn, Laxarinn, Hængurinn og einn gestur. Það þarf ekkert að fjölyrða um veðrið því eftir frekar kalda daga á undan hlýnaði og lyngdi á okkur þannig að við lentum í fantafínu veiðiveðri. Ekkert við það að athuga. Fljótlega við komu á veiðistað kom í ljós að þar sem enginn okkar hafði veitt þarna áður að talsverður tími færi í að átta sig á aðstæðum. En þá kom bjargvætturinn en vertinn á Hörgslandi, Ragnar hafði frétt að við værum nýliðar á svæðinu og kom okkur til aðstoðar og sýndi okkur helstu veiðistaði og munaði það miklu. Að sjálfsögðu brugðum við útaf leiðbeiningunum með ágætis árangri og vorum við allir meira og minna í fiski allann tímann og var það sem við allir óskuðum að svo yrði. Við þurfum ekkert að orðlengja neitt um þessa ferð hún var í einu orði sagt frábær og enduðum við í alls 109 fiskum. Voru þeir flestir á bilinu 3-6 pund en innanum voru stórfiskar sem verða sko risar í haust en einn var 97cm. og annar 94cm. Báðir þessir verða í kringum 20 pundin þegar þeir ganga í haust. Að sjálfsögðu var öllum þessum fiski sleppt að undanteknum nokkrum geldfiskum sem voru teknir í soðið. Við gistum hjá fyrrnefndum Ragnari og var það í fínu lagi og var ekkert yfir þeirri gistingu að kvarta.
Ég læt nokkrar myndir fljóta með.
Kveðja hattarinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)