Færsluflokkur: Bloggar

Geirlandsá 2015

Sælir félagar.

Nú er það Geirlandsáin með tilbrigðum en við ætlum að mæta og svo snnanlega veiða og það vel. Við förum reyndar í tvennu lagi en það er svo sem ekkert nýtt en það lærði ég núna að áður en maður samþykkir dagsetningu þá þarf maður að vera viss að það sé ekkert annað á dagskrá. Fékk miða í jólagjöf á tónleika sömu daga og ég samþykkti veiðidagana í febrúar og maður rífur ekki kjaft við frúna út af svona vitleysu, fyrirfram tapað. Mæti samt. Kem til með að sakna veiðikeppnina á milli Skafta og Ása en ég get lofað ykkur að það kemur eitthvað skemmtilegt upp í staðinn. Orðinn ýkt spenntur og verður gert klárt strax á morgun.

Kveðja félagar.

 


Umsókn hjá SVFR.

Sælir strákar.

Ég sótti um Gljúfurána fyrir okkur í ágúst og er búinn að fá 23 25 ágúst og þá sótti ég líka um Steinsmýrarvötnin bæði í vor og haust. Hef ekkert heyrt hvað þau varðar en læt ykkur vita fljótlega. Ef þið hafið áhuga á Gljúfuránni þá látið mig vita sem fyrst, fyrstur kemur fyrstur fær allt agn leyfilegt stórkostleg á, umhverfi og veiðihúsið alveg spes. Þá erum við að sverma fyrir Geirlandsánni í vor eins og vanalega og verður reynt að komast sem fyrst í apríl og vonandi gengur það eftir.

Læt í mér heyra seinna.

Kv. JM.

 

 


Eyjólfur Einar Bragason in memorium.

 
 

 

 

Sælir félagar.

Eins og þið vitið þá lést einn af stofnfélögum veiðifélagssins Víðförla nú um daginn og var hann okkur öllum mikill harmdauði. Við munum minnast hans sem mikils vinar, veiðifélaga, leiðbeinanda, náttúru unnanda og umfram allt góðs drengs. Ég tók saman nokkrar myndir af honum þar sem hann er í góðum gír við veiðar og að sjálfsögðu alltaf í góðu grín skapi. Bestu veiðitúrarnir voru þegar þei b---------- bræður voru saman þá gat allt gerst. Góða ferð Eyjólfur hvert sem þú ferð.

Kveðja frá Víðförlafélögum.

Sjá myndasafn.


Aðalfundurinn 2014

Sælir félagar.

Eins og þið vitið allir þá var aðalfundur Veiðifélagssins Víðförla haldinn í gærkvöldi laugardaginn 18 október.   Mæting var velviðunnandi og voru veiðiferðirnar í sumar ræddar og væntanleg veiði næsta sumar líka.         Ætla ég að setja hér inná síðuna fundargerð fundarins, skýrslu formanns og nokkrar myndir af fundinum.     Þá ætla ég að biðja ykkur um að bæta á póstlistann hjá ykkur eftirtöldum adressum pallitona@simnet.is halli@isafold.is og asgeiradal@gmail.com

Kveðja JM. 

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Langá 6-8 sept.

Sælir félagar.

Þá er það ferðin í Langá og hvað haldið þið það komast ekki allir skráðir með í ferðina, það voru forföll, getur það verið í enn eina ferðina í sumar. Þetta er bara ekki einleikið. Nema hvað þetta reddaðist eins og svo sem alltaf. Ég og formaðurinn lögðum af stað í ágætis veðri ekki sól og enginn vindur semsagt hið besta veiðiveður. Þegar við komum að Langá byrjaði að rigna sem var sko í góðu lagi og var hugur í okkur félögum þegar við fórum í Álftagerðishólskvörn. Urðum fljótlega varir við fisk sem stökk um allar trissur en hann beit ekki á, þá meina ég á ekkert agn. Það ringdi. Við færðum okkur ofar og sáum lax á nokkrum stöðum en sama sagan hann tók ekki. Morguninn eftir áttum við fjallið og það ringdi. Reyndum fyrst í Heiðarenda og Formaðurinn missti fisk í Siggapolli, það ringdi. Fórum næst í Hólmatagl sem er veiðistaður fyrir neðan vaðið og þar setti Formaðurinn í 2 og náði báðum. Fór nú að fara um karlinn og það ringdi. Næst var það Hornbreiða og hvað haldið þið Formaðurinn náði einum og mér var farið að líða eins Ása í Geirlandinu í vor þegar hann gleymdi fiskunum sem Skafti tók. Það ringdi. Formaðurinn fór heim og Krummi kom í staðinn og tvennt gerðist á þessari vakt sem er eftirminnilegt. Krummi óð yfir ána þvers og kruss og það ringdi. Krummi óð yfir Jósep eins og vanalega og náði einum, nú fór að fara um þann gamla. Vaktinni lauk með rigningu. Áttum svæðið eitt síðusti vaktina og það ringdi. Loksins, loksins náði ég fiski í neðri Hvítstaðarhyl og hann var bara stór miðað hina fiskana heil 4 kg. Ég hef verið við veiðar fjandi lengi en aldrei lent í þessu áður þ.e. að vera að veiða í rigningu allan tímann á meðan á veiði stóð. Áin varð að stórfljóti en samt alveg rosalega gaman með góðum félögum, flottri á og glæsilegu veiðihúsi. Læt nokkrar myndir fylgja.

JM.

Ps. Ási það vantar pistil og myndir frá Laxá í Aðaldal sem var Víðförlaferð. 


Nýliðaferð í Staðará

Eins og fram hefur komið er nýliðaskrímsladeild Víðförla í miklu stuði þessa dagana og nú voru það Marteinn, Skafti og Jónas eldri sem fóru til veiða með upprennandi veiðimönnum (Jónas yngri/Haraldur/Ólíver) og væntanlegum Víðförlum um miðjan ágúst ....  með strákúst og varðhundurinn Erró var líka með í för.

Ferðinni var heitið í hina víðFÖRLAfrægu sjóbirtingsá Staðará á Snæfellsnesi. Það var mikill hugur í mönnum að vanda og Skafti gat ekki einu sinni komið sér í vöðlur fyrir æsingi og veiddi sinn fyrst fisk á inniskónum .... og lax var það heillin. Veiðin var þokkaleg og enduðum við með ca 20 sjóbirtinga þegar upp var staðið. Mikið var að fiski í sjónum en ekki vildi hann ganga inn í bunkum og mest var verið að reyta upp einn og einn.  

Ef það væri hinsvegar löglegt að veiða í sjónum hefðu Marteinn, Halli og Ólíver vaðið yfir ánna neðarlega og vaðið lengst út í sjó og grýtt spæni eins langt og druslan dregur.  Þá hefðu þeir sennilega veitt eina 7-8 birtinga og misst annað eins ... og sennilega hefði verið sett í einn rétt við stangarendann og sá hlunkur hefði svo tekið roku og síðan stokkið svo hátt að hann hefði hreinsaði sig gjörsamlega og síðan losað sig svo af önglinum ...  það veit sá sem þetta ritar að þessi fiskur hefði sennilega ekki verið undir 15 pundum.  En það má víst bara alls ekki veiða í stöng á sjó þannig að þetta hefði aldrei getað gerst.  

Þetta var hin besta ferð í alla staði og menn og varðhundur skemmtu sér konunglega ... nenni ekki að segja söguna af veiðiþjófunum :-)   Myndir á myndasíðu

Marteinn 


Fremri Laxá á Ásum. 12-14 ágúst 2014

 Jæja félagar,

þeir ykkar sem halda að Víðförli hugsi ekkert um nýliðun fiska og manna eru á miklum villigötum,því þó ekki hafi farið fyrir miklum skrifum um Akademíuna okkar þá er hún samt í fullu swingi og ekkert gefið eftir í þeim efnum. Þar má nefna að nokkrir eru við það að fara að spila með aðalliðinu eftir góða þjálfun undanfarin ár,  og enn aðrir eru að stíga sín fyrstu skref og get ég fullvissað félagsmenn að framtíðin er svo sannarlega björt.

Þessu til sönnunar sendi ég inn nokkrar myndir (vona að aðrir samferðamenn mínir geri einnig) úr vel heppnaðri æfingaferð í Fremri Laxá.
Ég (Tómas Orri og Hörður Már) Hilmar (Andri Marís og Eva Guðrún) og Mick (Benni) vorum með 3 stangir í 2 daga í þessari skemmtilegu á. Fiskur um alla á og veiddu allir mjög vel. Mér reiknast til að hver stöng hafi verið með ca 40 Urriða og einstaka bleikja slæddist með. Vigtin var frá 1-4 pund og Hilmar setti að sjálfsögðu í 2 laxa sem voru ca 5-6 pund ef ég man rétt.
Frábær ferð í alla staði og allir skemmtu sér vel, þeð sem verra er að gagnvart börnunum er erfitt að toppa svona ferð því það er als óvíst að við fáum þessar stangir aftur því þær fengum við vegna forfalla, en við sjáum til hvað gerist.

Þórir. 


Sumarið 2014 í hnotskurn.

Sælir félagar.

Sumarið 2014 verður sko lengi í minnum haft. Það hefur verið flopp dauðans með þó smá undantekningum en þær eru fáar. Þið getið lesið um túrana fram að þessu  á þessari síðu en þó vantar ferð sem var farin í Staðarána 23-25 ágúst en þangað fóru Marteinn, Skafti og Jónas. Það náðust nokkrir fiskar en minna en reiknað var með og eiga þeir félagar eftir að gera grein fyrir þessari ferð þ.e. Skafti og Marteinn. Þá þarf ekki að minnast á ferð sem Axel og Hilmar fóru í sömu á 29-30 ágúst og fékk Hilmar fisk (lax) í 3ja kasti og svo ekki söguna meir. Þetta segir manni að þessi á er að gefa best á þeim tíma sem við eigum frá 20 - 30 júlí. Þá er það Langáin á morgun þann 6 sept. Engin veiði en við ætlum samt að fara því eins og þið vitið þá eru veiðimenn bjarsýnustu menn í heimi og telja sig alltaf geta veitt meira en þeir sem á undan fara. Við förum Krummi, Jónas og Hilmar og hann verður sko drepinn, Bubbi hvað? Það spáir ágætlega og vona að við vonandi getum náð nokkrum löxum til að geta étið á Þorláksmessu, reyktan, grafinn eða soðinn eins og undan farin 28 ár. Ef ekki þá erum við í slæmum málum, shit, versta sumararið okkar í veiðiskap frá upphafi alda.

Þá er ein ferð eftir sem okkur vantar upplýsingar um en það er Víðförlaferð í í Laxá í Aðaldal, Marteinn, Guðmar og Ási

Þá er það líka fjölskylduferð sem var farin í Laxá á Ásum, ferð sem er reyndar ekki Víðförlaferð en það skiptir ekki öllu máli heldur að lofa okkur hinum sem ekki fara í þessar ferðir að upplifa þá sælu sem fylgir því að að veiða vel og tala nú ekki um að láta unga fólkið fá áhuga á veiði. (Hilmar og Þórir) Sendið inn skýrslur um afla fjölda fiska, stærð í Viðförlaferðum og líka stærð veiddra fiska í sumar.                                                   Þá má ekki gleyma því að það er ferð í Salmon river (USA) 18 - 22 sept. og það er sko Víðförlaferð. Þeir sem mæta þangað eru Marteinn, Skafti, Guðmar og Halli allt miklir veiðimenn og verða Víðförla væntanlega til mikils sóma. Ef þeir veiða lítið þá vinna þeir allavega dansleikinn.                                                                 Munið eftir að setja inn myndir úr veiðitúrum, fiskum, stórum og litlum og endilega fjölda og stærð.             Segi bara góða helgi félagar og aðalfundur Víðförla verður boðaður fljótlega.

Munið eftir félagsgjöldunum. 

Kveðja, HJ og JM. 

Ps. Það er eftir veiðiferð í nóvember í nýgenginn sjóbirting og burtflogna gæs  en hver veit það getur orðið Víðförlaferð. 


Gljúfrá ferðin.

Sælir félagar, hér kemur smá pistill um ferðina í Gljúfurá 11-13 ágúst. Það koma myndir síðar.

Það voru vaskir Víðförla félagar og gestir sem mættu við Shellstöðina við Vesturlandsveg kl. 13:00 þ. 11 ágúst. Eins og alltaf vorum við fullir af bjartsýni þrátt fyrir rýrar laxagöngur í ána og þar með slaka veiði. Veðrið yndislegt sól og blíða ekki kannski besta veiðiveðrið en gott að hafa sólina. Við komuna í veiðihúsið kom í ljós að veiðin hafði verið döpur en við hófum strax veiðar af miklu kappi og sáum við fiska á nokkrum stöðum en takan var mjög dræm. Marteinn missti einn og undirritaðan einn titt smálax eða urriða. Þrátt fyrir fiskleysið var veiðin stunduð af mikilli eljusemi og loksins náði Marteinn einum og Hilmar missti annan. Svona er þetta bara í veiðinni en við gefumst ekkert upp þrátt fyrir mótlætið í aflabrögðum. Það má hafa mörg orð um veiðihúsið, veiðisvæðið, veiðifélagana og viðgerninginn svo ég tali nú ekki um súpu dauðans og pottinn en ég segi bara eitt orð, frábært.

JM. 


Ferðin í Staðará 23 - 25. júlí.

Jæja....  þá var komið að því.  Fyrsta alvöru ferðin í sumar og nú átti sko að drepann !

Eggert mætti á sínum langferðabíl (sjá mynd) og pikkaði upp mannskapinn. Já félagar þetta var sko engin helvítis rúta!!!!  Þessi eðalvagn státaði að nógu mörgum Lazyboy stólum til þess að rúma mig,Mick,Leif og Krumma auk bílsjóra og helling af dóti. Eigum við að tala um sjónvarpið og discóljósin?? 

Hvað um það, við mættum fullir (tilhlökkunar) en hvað heldur þú !!!   Það voru veiðimenn að veiða fyrir neðan hús og það á háflóði !!!  Upphófst mikið skuespil sem ekki verður tíundað hér. Háflóðið var barið sundur og saman og öllum aðferðum beitt en ekkert líf að sjá. Þegar veiðum var hætt um kvöldið voru, að mig minnir 2 fiskar komnir á land í kringum 2 pundin en enginn selur veiddur.   En þegar menn vöknuðu eldsnemma morguninn eftir bar vel í veiði....  allt vaðandi í sel um alla á og og ruku menn til handa og fóta en því miður Snorri slapp á haf út og sátu selveiðimenn eftir slyppir og snauðir.....  menn reyndu að veiða fram eftir degi en enginn veiddist selurinn en þess í stað slæddist á færin einstaka laxa og birtingstittir. En á miðdegisflóðinu vænkaðist hagur því allt í einu birtist þessi líka spikfeiti frændi Snorra í ósnum en þrátt fyrir góða viðleytni tókst veiðimönnum ekki að krækja í þann stóra og hvarf hann eins snökklega og hann birtist.  Þannig að þið sjáið það kæru félagar að þessi ferð varð hálf endasleppt þar sem við komum sellausir heim en tókum með okkur ca 12 afætur  um 8 birtinga 3 bleikjur og einn Lax.

Veðrið í þessari ferð var ekki það besta mikið rok og rigning nema síðasta daginn þá lægði og sólin braust fram. 

  En það eftirminnilegast úr þessari ferð var væntanlega GÚRKAN  sem var spiluð frammá rauðanótt og fór Leifur þar á þvílíkum kostum. En allt það mál verður væntanlega tekið fyrir á næsta aðalfundi.

Afli:  (held ég muni þetta rétt)  Mick 5, Eggert 3 (1 Lax) og Þórir 3, Leifur 1.

Mbk,

Þórir. 

  

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband