Færsluflokkur: Bloggar

Veiðistaðarlýsing Laxá í Leir.

Jæja ágætu félagar þá er því miður sumarið farið að styttast í annan endinn og þó. Það eru allavega nokkrir spennandi túrar eftir. Þar á meðal í Eystri-Rangá og Laxá í Leir. Þessar ár eru báðar á bullandi siglingu hvað veiði varðar, sú eystri á svipuðu róli og í fyrra og Laxáin komin vel yfir fyrri árs veiðitölur þannig að þetta lítur vel út.

Vegna þess að margir af ykkur sem eruð að fara í Laxána eru að fara þangað í fyrsta skifti ætlum við Flotarinn að vera með veiðistaðalýsingu fyrir ána til þess að létta ykkur vinnuna við veiðina.

Við ætlum að hittast heima hjá undirrituðum kl. 18:00 á föstudaginn fá okkur pizzu og drykk með og hita okkur upp fyrir þessa spennandi á. Þar sem þetta er föstudagur þá ætlum við í þetta 2-3 tíma og síðan gætum við horft á myndina Cracking the code sem fjallar um hitch og er að mestu leiti tekin í Eystri-Rangá.

Vonandi getið þið mætt sem flestir.

Látið vita fyrir hádegi á föstudag.

Kveðja Hattarinn

 


Ferðin í Hólsá.

Ágætu félagar.

Miklar væntingar voru hjá okkur öllum fyrir þessa ferð m.a. vegna þess hve vel okkur gekk í fyrra.En því miður varð lítið úr veiði þrátt fyrir mikla yfirlegu. Aðeins 2 fiskar, 3.5 kg. lax og 1,5 kg sjób. Sem er afli langt undir þeim væntingum sem gerðar voru.. Það verður hinsvegar að taka með í reikninginn að búið er að taka besta svæðið undan þessu svæði og tilheyrir það nú aðalveiðisvæði eystri Rangár. Þannig að það svæði sem eftir er eiginlega bara ósinn. Þá er það eitthvað sem þarf að skoða og það er stangarfjöldinn á svæðinu. 4 stangir er of mikið. Sáum helling eins og vant er en sá fiskur fór djópt og ekki í veiðifæri.

Virkilega skemmtileg ferð með góðum félögum, frábæru veðri og mjög góðum aðbúnaði.

Kveðja Hattarinn.

 


Hólsá Eystri-bakki.

Sælir félagar.

Ég undirritaður og Laxarinn erum að fara í Hólsá eystri-bakkann á mánudag og þriðjudag í næstu viku. Því miður verður þessi ferð ekki Víðförlaferð en hvað um það við verðum í bullandi fiski því nú er sjóbirtingurinn byrjaður að ganga af fullum þunga. Það eru þvílíkar fréttir um fiskgöngur í báðum Rangánum að það er með ólíkindum. Það sést bara á aflabrögðunum hjá Laxafangaranum í síðustu viku.

Ef það klikkar hjá okkur Laxaranum núna þá höfum við til vara að taka þá í Eysti í september. Læt ykkur vita strax eftir túrinn.

Kveð að sinni.

Hattarinn.


Ytri Rangá 5-8 ágúst

Smá skýrsla um túr úr Ytri Rangá. Var þar með Árna Hauks, Óla Júl úr Húsasmiðjunni og Áka vini Árna. Við fengum 93 laxa á tvær stangir og þar af náði ég að landa 28 löxum. Algjörlega frábær veiði - stórir og góðir fiskar - margir 6-7 pund og stærsti 14 pund og einn 12 pund. Allt veitt á flugu og aldrei slíku vant var þýska Snældan ekki að gefa okkur mikið. Fengum langmest á svarta Snældu, litlar Sunray Shadow og svo er Árni Hauks með sömu veikina og háttvirtur formaður - þ.e. veiðir nánast eingöngu á rauðann Francis og veiddi hann mest af okkur. Við misstum töluvert af fiski og sérstaklega einn morgunin í Árbæjarfossi og ég held að við höfum samtals misst um 30 fiska þann morguninn - var eitthvað skrítið hvað hann tók grannt.

Og fyrir þá okkar sem erum að fara þarna 1. til 3. sept þá geta menn farið að láta sig hlakka til því áin er algjörlega kjaftfull af fiski og ekkert lát á göngum - hugsa að svona helmingur af löxunum okkar hafi verið lúsugir.

Marteinn


Elliðaárnar klikka ekki

Jæja, loks komst maður í Elliðaárnar í dag, eftir langa bið. Var með tvær standir og krakkana á sitthvorri stönginni. Dagurinn byrjaði heldur betur vel. Við drógum svæði eitt og í fyrsta kasti var lax á í fossinum. Reyndum svo fyrir okkur á Breiðunni, Efri Móhyl og Ullarfossi en ekkert gekk. Prófuðum þá stallana og fossana fyrir neðan Rafveituheimilið og ekkert kom.

Þá fórum við upp í Árbæjarhyl og þá byrjaði ballið. Stelpan missti tvo - á maðkinn - og landaði þeim þriðja. Svo fékk strákurinn sinn seinni. Þá dó staðurinn og við fórum í Kerlingarflúðir og stelpan setti í sinn seinni og landaði alein og rotaði og skar hann á háls. Kvótinn kominn og allir í stuði. Þá komst ég loks að með fluguna, korter í eitt, og náði einum á Sunray í Kerlingarflúðum, sem var svo sleppt.

Fimm kvikyndi og veiðigleðin lifir alla helgina í hjörtum okkar:)

 

Ási Helga


Ferðin í Hörðudalinn.

Þessi ferð kom upp mjög skyndilega þegar veiðiþörfin var að drepa okkur.

Mikill spenningur var fyrir þessari ferð og þá sérstaklega þar sem við vorum búnir að frétta af talsverðri veiði að undanförnu. Við ákváðum að nota tækifærið og taka með okkur nokkra unga og upprennandi veiðimenn og lofa þeim að veiða í þessari skemmtilegu á. 

Það var gaman að koma aftur eftir nokku ár í gamla veiðikofann sem er fyrir þessa á, orðinn afskaplega lúinn en hlýlegur.

Þegar við fórum að skoða aðstæður sáum við strax að aðstæður voru ekki okkur hliðhollar að þessu sinni. Mjög lítið vatn var í ánni og glampandi sól og blíða. Hvað um það út var haldið til veiða og nutum við þess út í ystu æsar að vera með börnunum og njóta veðurblíðunnar. Með klókindum og þrautsegju tókst okkur að ná 15 bleykjum og einum laxi og verður það að teljast viðunandi miðað við aðstæður.

Allt viðurværi uppá það albesta og skemmtu börnin í hópnum sér sérlega vel.Afli: Hilmar 1 l. og 1 bl., Ásgeir 7bl., Árni 4 bl., Arnór 1bl. og Andri 2bl.

Hörðudalsá

Sælir félagar.

Það er verið að fara í Hörðudalsá þá einu og sönnu.

Við ætluðum að fara í Hraunsfjörðinn en allt í einu upp úr þurru laust því niður hjá okkur að skella okkur í Hörðudalinn. Það tók okkur afskaplega stutta stund að manna þessar stangir og veiðum við 28-30 /8 og er mikil tilhlökkun yfir því að koma aftur á þessar slóðir.

Það er bara þannig að Hörðudalsáin varð til þess að við stofnuðum okkar ágæta félagsskap Víðförla og verður það hálgert dejavu að koma þangað aftur.

Þið fáið fréttir þegar við komum til baka.

Kveðja, Hattarinn.

Ps. það veiddist einn stóóóór í Hrútunni.


Hólsá austurbakki.

Jæja þá ætla ég að skrifa um ferð sem var farin í gær á austurbakka Hólsár í algjörri bongóblíðu með góðum veiðifélögum.

Við fórum 3 Víðförlafélagar þ.e. Hattarinn, 10pundarinn og Sporðurinn þannig að þetta var sannkölluð Víðförlaferð. Að auki voru með í för 3 aðrir veiðimenn þ.e. Eggert K. og frú og Ásgeir A. Skemmst er frá því að segja að fullt var að fiski ósnum og sáum við vöðurnar allvíða en erfitt var að komast að þeim en frekar grunnt var með landinu þar sem hægt er að veiða frá. Ekki voru menn þó að allann tímann bæði var veðrið slíkt að það dró úr manni og fiskum allann mátt til athafna og einnig var félagsskapurinn það góður að við sátum og spjölluðum saman í góðviðrinu.

Við Víðförlafélagar núlluðum fyrir utan einn smá sjóbirtingtitt sem 10pundarinn fékk en alls komu 6 fiskar á land þar af 3 laxar og einn 6.5kg. sem Eggert fékk. Að auki fékk hann annan 2.0kg lax og 2  sjóbirtinga. Ásgeir fékk hinn laxinn sem var 2.5kg Maríulax og varð hann að sjálfsögðu að bíta veiðiuggann af og snæða í snatri. Kemur mynd seinna.

Það segir sig sjálft að svona aflaklær eins og Eggert K. þurfum við að fá í Víðförla og hefur hann áhuga á að ganga í þennan mæta félagsskap og munum við ræða það mál á næsta fundi Víðförla.

Þá er vert að geta þess að farin var önnur Víðförlaferð í Hrútuna og á eftir að skrifa um þá ferð pistil á þessa síðu og mun það verða gert fljótlega. Þar mun hafa fengist mikið tröll sem er efni í Víðförlafisk árssins.

Bíðum við það á mikið eftir að gerast á þessu sumri.

Kveðja Hattarinn.


Ferðin að Reykjavatni.

Farið var af stað úr bænum um hádegi á föstudaginn 20 júní s.l. Alls fórum við saman 12 manns þar af 3 Víðförlafélagar þ.e. 10 pundarinn, Hattarinn og Sporðurinn á 5 vel útbúnum bílum og höfðum við með okkur góða kerru undir farangur og fleira. Ekki veitti nú af!!!!

Ferðin inneftir gekk mjög vel þrátt fyrir að hún sé erfið á köflum mikið grjót og hraun. Það urðu okkur því mikil vonbrigði þegar komið var að vatninu að þar fyrir voru aðrir 12 veiðimenn sem veifuðu að okkur veiðleyfum frá Kalmanni bónda. Voru nú góð ráð dýr en ákveðið var að fara hinu megin við vatnið og allavega gista eina nótt og sjá svo til. En við vorum ekki sáttir. Á tjaldstæðinu festum við einn bílinn all kyrfilega og tók það okkur talsverðan tíma að ná honum upp en það hafðist að lokum með samstilltu átaki.

Eftir að við höfðum tjaldað  og gengið frá tjaldbúðum fóru menn að huga að veiði. Í svona veðri eins og var þetta kvöld getur flugan verið alveg svakaleg og var svo að ekki sást út úr augum. Samt var veitt fram á rauða nótt eða þangað til að fraus í lykkjum veiðimanna. En eftirtekjan var rýr. Enginn fiskur.

Enn jókst pirringur manna við þetta aflaleysi og það líka að alls voru um 20 stangir í vatninu þetta kvöld og kom þá strax til tals að pakka saman um morgunin halda í Kalmannstungu og fá endurgreitt hjá kallinum.

Um kl. 11 morguninn eftir var skotið á fundi og þar var ákveðið að láta sverfa til stáls við kallinn, borða steikina sem Öddi hafði látið gera fyrir okkur  og halda síðan heim með viðkomu í Kalmannstungu og fá endugreitt þótt veðrið væri alveg magnað sól og blíða. En þetta var nú einu sinni veiðitúr en ekki sólarferð. Það gekk eftir með endurgreiðsluna en heimferðin gekk hálfbrösulega. 2 bílar biluðu og varð að skilja annan eftir í Húsafelli en gert var við hinn á staðnum. Þá hrundi einnig hásingin undan kerrufjandanum í keilu lagi og voru nú góð ráð dýr.

Tókst okkur að að fá bónda neðan úr byggð með rafstöð og suðugræur og var gert við kerruna á staðnum. En við þessi ósköp tafðist heimferðin um nokkra bjóra, rauðvínskút, Jagermeister og smá wiskey. Þetta gilti náttúrulega eingöngu um þá sem sátu eftir og biðu eftir viðgerðarmanninum og vöktuðu kerruna.

Þannig að menn muna misjafnlega mikið eftir heimferðinni þegar viðgerð lauk en það var mikið af fólki í Húsafelli þetta kvöld og stór brenna.

Það man ég allavega.

Ég set inn nokkra myndir úr þessari ferð í myndaalbúmið.

Kveðja Jónas.


Reykjavatn

Jæja þá er komið að öðrum Víðförlatúr og er hann í Reykjavatn á sunnanverðri Arnarvatnsheiði.

Spáð er fínu veðri en ferðin er mjög seinfarin en vonum um marga væna fiska rekur veiðimenn útí ævintýri sem þessi en ferðin frá Húsafelli getur verið allt að 4 klukkutímum. Farið verður á sex jeppum og með talsverðan útbúnað þ.a.m. ágætis samkomutjald þar sem hægt verður að snæða inni ef á þarf að haldi fyrir veðri og blessaðri flugunni. Við getum sagt sem svo að ef ekki væri fluga á svæðinu væri sennilega ekki fiskur heldur.

Við förum 3 félagar úr Víðförla og þið fáið veiðisögur eftir helgi.

Kveðja Hattarinn.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband