Gljúfurá 2015

Þátttakendur. Hilmar, Ásgeir, Jónas og gestir Alli, Daddi og Sveinbjörn. Það var talsverð tilhlökkun fyrir þessari ferð einkum þar sem fréttist af mjög góðri veiði í öllum veiðiám í Borgarfirði. Við komumst að því við komu í veiðihús að talsvert væri af fiski í ánni en það þyrfti að finna hann eins og alltaf í Gljúfurá. Í hollinu á undan voru menn sem höfðu verið í þessari á í 30 ár og var aflinn hjá þeim 14 fiskar. Strax var haldið til veiða í skýjuðu en hlýju veðri og komu strax 4 fiskar í fyrstu vakt. Morguninn eftir var komin beljandi rigning en það stoppaði ekki hópinn og út að veiða og komu 6 fiskar á þeirri vakt og var kominn hugur í menn að slá fyrra hollinu við. Á þriðju vakt en þá var komin glampandi sól og blíða ekki beint besta veiðiveðrið en samt náðum við 4 fiskum og ein vakt eftir. Síðasta vaktin varð hálf endasleppt því þrátt fyrir mikla viðleitni fékkst enginn fiskur á þeirri vakt. En 14 fiskar er bara flott og allir ánægðir. Vert er að geta þess að brugðið var út af venju með matseldina í þessum túr. BBQ samloka fyrsta kvöldið, æðisleg kjúklinga súpa í hádeginu og þvílík chilly kássa um kvöldið og súpan og chilly gert af Ásgeiri. Menn voru bara afvelta og miklu auðveldara en að standa í einhverju grilli og borða til kl. 02:00. Það þarf lítið að ræða félagsskapinn og húsið hvoru tveggja alveg frábært. Afli: Hilmar 4, Ásgeir 3, Jónas 3, Alli 3, Sveinbjörn 1.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband