Veiðihjól, hugleiðing.

Sælir strákar.                                                                                                                                         Mig langar svolítið til þess að segja ykkur smá sögu um veiðihjól og geymslu á þeim yfir vetrartímann. Eins og þið vitið kannski þá er ég búinn að vera í hálfgerðu basli með bæði kasthjólin mín og einnig fluguhjólin mín nú í 2-3 undanfarin ár. Það byrjaði eiginlega allt á því að eitt vorið þegar ég ætlaði að fara að nota Mitchell kasthjólið mitt þá var það allt í einhverju bölvuðu tjóni. Þegar ég spennti upp bogann til þess að kasta þá gekk hann ekki til baka nema slá honum til baka með puttanum. Svo þegar ég ætlaði að draga inn þá var allt eiginlega hálffast og þurfti ég að hjálpa hjólin af stað með því að snúa spólunni með höndunum. Þegar ég kom heim þá fór ég að skoða hjólið og þar sem kunnátta mín í veiðihjólaviðgerðum er ekki mikil þá tók ég hjólið og hreinsaði það allt upp og smurði það með nýrri þurrolíu. Jú það lagaðist en ekki nóg. Hvað um það þeir hjá Títan auglýsa útsölu á veiðivörum svona rétt fyrir aðal vertíðina maður, ég þangað og fór að skoða  hjá     þeim veiðihjól og voru þau á fínu verði. Nema kvað ég kaupi eitt forláta 3legu kasthjól með aukaspólu og í flottum poka og það bara á fínu verði að mér fannst. Þannig að ég lagði bara Mitchell hjólinu mínu og ætlaði ég að nota það svona til vara. Gekk mjög vel með nýja hjólið það sumar.      Næsta vor þ.e. í fyrra sumar þegar ég fer í minn fyrsta veiðitúr er nýja hjólið alveg kapút. Það var nákvæmlega eins og Mitchelinn allt fast þegar ég ætlaði að fara að draga inn gekk það mjög skrikkjótt eins og einhver öxull í því væri boginn. Ég þraukaði með hjólið það sumar og nú í sumar líka og var það bara enn verra ef eitthvað var en samt var ég búinn að hreinsa það og smyrja.

Víkur þá sögunni að Langá nú í sumar. Ég er að labba í rennblautu grasi frá veiðstað sem heitir Hornhylur og ég renn til og fell við en ber hendina fyrir mig þannig að fluguhjólið mitt verður á milli þannig að allur minn þungi lendir á hjólinu. Nema hvað hjólið laskast við fallið. Nú voru sko góð ráð dýr. Þetta hjól var eðalgripur og að endingu fór ég með það í viðgerð í Veiðihornið og gekk það mjög vel og hjólið sko komið í gott lag. Ég fer að ræða við þá um kasthjólin mín og tiktúrurnar í þeim báðum. Skýringarnar á þessum bilunum komu strax. ÞAÐ Á ALDREI AÐ GEYMA LEGUHJÓL Í LANGAN TÍMA MEÐ BREMSUNA Á. ÞAÐ SKEKKIR LEGURNAR. Þar kom þá skýringin eftir allt saman og það passar alveg í mínu tilfelli því ég var með þau bæði í talsverðri bermsu í geymslunni yfir veturinn.  Nú eru bæði hjólin komin í viðgerð og þetta kemur ekki fyrir aftur.                                                       Vildi bara láta ykku vita til þess að þið lendið ekki í því sama.

Kveðja Hattarinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þú ert snillingur - takk fyrir þetta

ási (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 15:51

2 identicon

Þarna þegar þú dast.....Varstu fullur???

Þórir Bragason (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband