Aðalfundur Víðförla

Sælir félagar.

Aðalfundur Veiðifélagsins Víðförla verður haldinn laugardaginn 31 október nk. og verður formlegt fundarboð sent öllum félagsmönnum í rafrænum pósti. Á fundinum sem er mjög hefðbundinn og samkvæmt lögum Víðförla en þar verður farið yfir veiðisumarið 2009 og svo spáð í veiðisumarið 2010. Að venju verða skemmtilegar umræður um þessi mál og önnur sem væntanlega verða borin upp á fundinum af félagsmönnum til umræðu. Það er svolítið einkennilegt svo ekki sé meira sagt að það skuli einn félagsmaður ekki geta mætt á aðalfundinn af því að hann er í laxveiðitúr!!!!!!!!! Þetta sýnir bara hvað veiðitímabilið hefur færst aftar á árið og er bara klikkun.

Að lokum vil ég taka fram að Víðförli sér um allar veitingar á fundinum og félagar eru beðnir um að mæta stundvíslega.

Kv. formaður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband