Staðará 2009 fyrri ferð.

Sælir félagar.

Það styttist heldur betur í Staðarána þ. 23 júlí. Í þessa ferð fara Steini, Jónas, Mick, Eggert og tveir gestir Árni og Skafti. Eins og staðan í veðurkortunum er núna er spáð algjöru veiðifárviðri eins og reyndar er búið að vera að undanförnu. Sól og blíðu. Við látum það ekki á okkur fá og minnkum bara flugurnar og tökum þá í ósnum í aðfallinu eins og við eru vanir, ekki vandræði.

Munið samt að hafa orminn með.

Þá hefur undirritaður haft fregnir af 2 Víðförlafélugum sem eru að fara í Langá og þeir líta á það sem svona æfingarferð fyrir túrinn í haust. Þessir ætla ekki að koma heim öngulinn í rassinum það er á hreinu. það verður gaman að fá fregnir hvernig gekk hjá þeim eftir helgina.

Annars heyrast allstaðar góðar veiðtölur og mikill lax í göngu í mörgum ám en annarstaðar er vatnsskortur farinn að hafa áhrif og tefja göngur eins og t.d. í Kjósinni og Dölunum.

Með veiðikveðju og góða helgi.

Hattarinn.

Það verður örugglega brjálað fjör þegar fer að rigna en því miður er það ekki kortunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband