Víðförli.blog.is

Sælir aftur félagar.

Eins og þið sjáið þá er ég búin að skifta um mynd á blogginu okkar og var mér kennt það af fagmanni í tölvumálum og mun ég í framtíðinni skifta oftar um myndir. Það verður engum hlíft í þeim efnum og munu allir Víðförlafélagar koma þar við sögu svo sannarlega.

Á þessari mynd sést 10pundarinn sitja á steini við fallega rennu í Langá árið 2005. Hann hefur sagt mér að í þessari stöðu líði honum best þ.e. í góðri á við fallega rennu og með maðkastöngina í hönd.   Í þessari á þarf ekki að hafa áhyggjur af agni og er gott til þess að vita að það eru enn ár sem leyfa allt agn.

Að lokum vil ég hvetja ykkur til þess að skrifa á síðuna um veiðitúra aflabrögð og allt sem ykkur dettur í hug.

Kveðja Hattarinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband