6.7.2009 | 14:40
Veiðiferðir
Sælir félagar.
Því miður voru menn fisklausir á Ferjukotseyrunum en svona er þetta bara. Það var því ánægjulegt að frétta af öðrum tveimum sem fóru í Víðidalsá nú fyrir skemmstu. Þeir voru sko í finum málum. Aflabrögð þeirra voru með miklum ágætum en þeir veiddu alls 11 fiska og það allvæna. Það voru 5 laxar 9, 11, 2x13 og 1 15 punda og voru bæði urriðarnir og bleykjurnar vænir líka. Ef þetta er ekki góð byrjun hvað þá. Sem betur fer fyrir okkur hina Víðförlafélaga þá var þetta ekki skráður Víðförlatúr því erfitt gæti reynst fyrir okkur að slá við þessum 15 pundara.
Þá vil ég enn og aftur ítreka að láta mig vita ef þið félagar farið í veiðitúra um aflabrögð og stærð fiska og best væri að fá ferðasögu með myndum.
þá vil minna á Staðarána 23 -25 júlí.
Kveðja Hattarinn.
Þ
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.