Laxveiðin hafin.

Sælir félagar.

Þá er laxveiðitímabilið sumarið 2009 hafið. Það verður að segjast eins og er að þetta veiðitímabil lítur bara njög vel út miðað við allt og allt. Þrátt fyrir frekar kallt vor þá hefur talsvert verið að reytast upp af laxi í þeim ám sem nú þegar hafa opnað. Allmargar ár opna núna þann 20 júní og verður mjög spennandi að fylgjst með aflabrögðum nú á næstu dögum því það segir oft til um sumarið hvenar og hvað stórar göngur koma í árnar um Jónsmessuna og strauma þar í kring á dagatalinu.

Í þessum skrifuðum orðum eru 2 Víðförlafélagar að veiða á Ferjukotseyrum í Hvítá í Borgarfirði. Ég hef því miður ekki enn frétt af aflabrögðum hjá þeim en vonandi eru þeir í fiski.

Þá vil ég endilega benda ykkur félagar á að bæðið Svfr. og Agn eru að bjóða veiðileyfi með talsverðum afslætti og finnst mér að ef menn geta komist í veiði núna þessa dagana ættu viðkomandi að skoða þessa vefi sem eru að selja veiðileyfi og sjá hvað er í boði. Það gætu legið perlur innanum á flottu verði.

Fyrsti fyrifram skipulagði Víðförlatúrinn er 23 júlí og er það í Staðará á Snæfellsnesi og síðan rekur hver túrinn á eftir öðrum fram til 20 sept.

Vona ég að þetta sumar verði okkur öllum gjöfullt og skemmtilegt.

Kveðja Hattarinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband