4.2.2009 | 13:43
Úthlutanir.
Sælir félagar.
Þá eru komin þau veiðileyfi sem við erum búnir að fá hjá Svfr. Er það nokkurn veginn eftir því sem við sóttum um þó að dagarnir séu ekki alveg þeir sömu. Við fengum umbeðna daga í Steinsmýrarvötnin og í Langá en þurftum að færa okkur talsvert aftar í Fáskrúð eftir að við töpuðum útdrætti. Ég held persónulega að það komi ekki að sök.
Auk þessara þriggja áa þá veit ég að menn fengu úthlutað í Elliðaárnar, Gufudalsá og síðan veit ég um 2 ferðir í Staðarána í það minnsta.
Þá er staðan sú að við höfðum 2 holl í Laxá í Leir en við erum búnir að skila öðru þeirra og erum að reyna að manna hitt. Því miður þá hækkuðu veiðileyfin þar talsvert þvert á það sem er að gerast á markaðnum. Setja menn það eðlilega fyrir sig þótt svo að ég hafi fengið upplýsingar um hvernig á þessum hækkunum standi. Vonandi tekst okkur að manna 1 holl þangað.
Þá er einnig ferð í Ytri-Rangá að vanda og vonandi verður einnig ein ferð í þá Eystri eins og undanfarin 2 ár. Við gefumst ekkert upp þótt við höfum lent í miklum vatnavöxtum og ýmsum öðrum hremmingum í þessum ferðum.
Að lokum vill ég minna ykkur á opna húsið hjá Svfr. föstudaginn 6 feb. n.k. Sjá nánari dagskrá á vefnum hjá þeim wwwsvfr.is.
Kveðja Hattarinn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.