Fundargerð aðalfundar Víðförla 2008

Sælir félagar.

Hér kemur langþráð fundargerð eftir síðasta aðalfund Víðförla.

Fundargerð 11 aðalfundar Veiðifélagsins Víðförla haldin föstudaginn 31 október ´08

Formaður setti fundinn kl. 19:15 og bauð gesti velkomna á fundinn og voru þeir eftirtaldir. Hilmar, Marteinn, Jónas, Tóti, Guðmar, Steini, Þorvarður, Orri, Kristján,Axel, Leifur og Hrafn sem var að sækja um aðild að Víðförla.Þá kom það fram við setningu fundarins að Veiðifélagið Víðförli er tíu ára um þessar mundir var stofnað 4 nóvember 1998.Dagskrá fundarins var hefðbundin og tilnefndi formaður Leif sem fundarritara og var það samþykkt samhljóða.Fyrir fundinum lá ein aðildarumsókn og var hún tekin fyrir og rædd nokkuð meðan umsækjandi vék af fundi. Eftir fyrirspurnir til hans var hann samþykktur sem fullgildur félagi í Víðförla og fékk hann nafnið Ormurinn. Var það skírskotun til umsóknar hans þar sem hann sagðist geta frætt okkur hina um lifnaðarhætti maðka og maðkarækt.Næst á dagskrá var skýrsla formanns og var hún hefðbundin og fylgir hún með sem viðhengi með póstinum. Alls voru farnar sjö Víðförla ferðir á þessu sumri og er það með allra mesta móti og voru aflabrögð eftir því. Algjör sprengja, alls voru skráðir 137 laxar 23 urriðar og 1 bleikju í sumar sem er glæsilegt met hjá okkur í Víðförla.Þá tilkynnti formaður formlega og lagði fram tölvupóst því til staðfestingar að Víðförli héldi sínu holli framvegis í Laxá í Leirársveit. Var mikil og almenn ánægja fundarmanna með þá niðurstöðu. Á móti kom að ekki tókst að manna holl í Flekkuna í fyrsta skipti í tíu ár og urðum við að skila þeim leyfum aftur því miður.Þá kom einnig fram í ræðu formanns að fjárhagsstaða sjóðsins er nokkuð góð gatVíðförli því boðið upp á allar veitingar á þessum fundi.Að síðustu tjáði formaður fundarmönnum að þetta yrði hans allra síðasta ár sem formaður Víðförla.Næsti liður var umræða um skýrslu stjórnar og reikninga og spunnust umræður um þessa liði og m.a. hvort ekki væri rétt að breyta lögum félagsins þannig að ekki væri skylda að eyða sjóðnum árlega heldur að reyna að safna á milli ára. Eftir talsverðar umræður og útskýringar formanns af hverju þetta væri svona urðu menn sammála um að halda þessu óbreyttu. Þá komu fram tillögur um hækkun aðildargjalda Víðförla meðfram þeim hugmyndum um breytingu á lögum félagsins en þær voru síðan dregnar til baka og tillaga formanns um óbreytt árgjald fyrir árið 2009 samþykkt samhljóða.Að lokum var skýrsla formanns samþykkt samhljóða.Þá var komið að verðlauna þætti Víðförla og fóru leika svo að stærsta fisk sumarsins sem vitað er af fékk Ási 8kg. lax í Laxá í Aðaldal, Guðmar stærsta Víðförlafiskinn úr Ytri-Rangá   4.5kg. og Marteinn flesta veidda fiska í Víðförla ferðum 44stk.Undir liðnum veiðin 2009 urðu talverðar umræður og eins og kom fram áður erum við að fara í Laxá í Leir og væntalega fáum við boð um Flekkuna. Einnig var ákveðið að fara aftur í Steinsmýrarvötn í vor. Þá tilkynnti Marteinn að hann væri búinn að panta 6 stangir í Ytri-Rangá í byrjun september og ef menn hefðu áhuga þá gætu menn fengið stöng hjá honum. Því miður að öðru leiti er árið 2009 nokkuð óráðið m.a. vegna ástandsins í þjóðfélaginu og var ákveðið að doka við og skyldu menn skoða málin í rólegheitum fram eftir hausti.Að þessum umræðum loknum var fundi slitið og eftir borðhald var myndasýning frá Grænlandi í boði Axels.Leifur Eiríksson

Fundarritari.

Með Kveðju Hattarinn.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband