9.8.2008 | 16:57
Ytri Rangá 5-8 ágúst
Smá skýrsla um túr úr Ytri Rangá. Var þar með Árna Hauks, Óla Júl úr Húsasmiðjunni og Áka vini Árna. Við fengum 93 laxa á tvær stangir og þar af náði ég að landa 28 löxum. Algjörlega frábær veiði - stórir og góðir fiskar - margir 6-7 pund og stærsti 14 pund og einn 12 pund. Allt veitt á flugu og aldrei slíku vant var þýska Snældan ekki að gefa okkur mikið. Fengum langmest á svarta Snældu, litlar Sunray Shadow og svo er Árni Hauks með sömu veikina og háttvirtur formaður - þ.e. veiðir nánast eingöngu á rauðann Francis og veiddi hann mest af okkur. Við misstum töluvert af fiski og sérstaklega einn morgunin í Árbæjarfossi og ég held að við höfum samtals misst um 30 fiska þann morguninn - var eitthvað skrítið hvað hann tók grannt.
Og fyrir þá okkar sem erum að fara þarna 1. til 3. sept þá geta menn farið að láta sig hlakka til því áin er algjörlega kjaftfull af fiski og ekkert lát á göngum - hugsa að svona helmingur af löxunum okkar hafi verið lúsugir.
Marteinn
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.