25.7.2008 | 14:17
Hörðudalsá
Sælir félagar.
Það er verið að fara í Hörðudalsá þá einu og sönnu.
Við ætluðum að fara í Hraunsfjörðinn en allt í einu upp úr þurru laust því niður hjá okkur að skella okkur í Hörðudalinn. Það tók okkur afskaplega stutta stund að manna þessar stangir og veiðum við 28-30 /8 og er mikil tilhlökkun yfir því að koma aftur á þessar slóðir.
Það er bara þannig að Hörðudalsáin varð til þess að við stofnuðum okkar ágæta félagsskap Víðförla og verður það hálgert dejavu að koma þangað aftur.
Þið fáið fréttir þegar við komum til baka.
Kveðja, Hattarinn.
Ps. það veiddist einn stóóóór í Hrútunni.
Athugasemdir
Sælir félagar, eftir lestur á síðunni um þessar ferðir hjá ykkur langar mig til að vita hvenær þið byrjið að VEIÐA.
Kveðja Halli Magg
Haraldur G Magnússon, 26.7.2008 kl. 22:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.