Hólsá austurbakki.

Jæja þá ætla ég að skrifa um ferð sem var farin í gær á austurbakka Hólsár í algjörri bongóblíðu með góðum veiðifélögum.

Við fórum 3 Víðförlafélagar þ.e. Hattarinn, 10pundarinn og Sporðurinn þannig að þetta var sannkölluð Víðförlaferð. Að auki voru með í för 3 aðrir veiðimenn þ.e. Eggert K. og frú og Ásgeir A. Skemmst er frá því að segja að fullt var að fiski ósnum og sáum við vöðurnar allvíða en erfitt var að komast að þeim en frekar grunnt var með landinu þar sem hægt er að veiða frá. Ekki voru menn þó að allann tímann bæði var veðrið slíkt að það dró úr manni og fiskum allann mátt til athafna og einnig var félagsskapurinn það góður að við sátum og spjölluðum saman í góðviðrinu.

Við Víðförlafélagar núlluðum fyrir utan einn smá sjóbirtingtitt sem 10pundarinn fékk en alls komu 6 fiskar á land þar af 3 laxar og einn 6.5kg. sem Eggert fékk. Að auki fékk hann annan 2.0kg lax og 2  sjóbirtinga. Ásgeir fékk hinn laxinn sem var 2.5kg Maríulax og varð hann að sjálfsögðu að bíta veiðiuggann af og snæða í snatri. Kemur mynd seinna.

Það segir sig sjálft að svona aflaklær eins og Eggert K. þurfum við að fá í Víðförla og hefur hann áhuga á að ganga í þennan mæta félagsskap og munum við ræða það mál á næsta fundi Víðförla.

Þá er vert að geta þess að farin var önnur Víðförlaferð í Hrútuna og á eftir að skrifa um þá ferð pistil á þessa síðu og mun það verða gert fljótlega. Þar mun hafa fengist mikið tröll sem er efni í Víðförlafisk árssins.

Bíðum við það á mikið eftir að gerast á þessu sumri.

Kveðja Hattarinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband