22.4.2008 | 15:08
Steinsmýrarvötn
Jæja þá er fyrsti staðfesti Víðförlatúrinn að baki og verður að segjast eins og er að enn einu sinni gerðumst við Víðförlir. Farið var á aldeilis ókunnar slóðir í Steinsmýrarvötn í Landbroti en enginn þeirra sem fóru í þennan veiðitúr höfðu veitt á þessu svæði.
Það kom skemmtilega á óvart hvað vel var búið að veiðimönnum á þessu svæði í alla staði. Flott veiðihús, rúmgott og hlýtt með fínum heitum potti á verönd og alles. Allt aðgengi að veiðistöðum var til fyrirmyndar þótt landið sé sumstaðar erfitt yfirferðar en það er ekki vandamál.
Fljótlega eftir komu var farið tíl veiða og þegar upp var staðið höfðu veiðst um 20 sjóbirtingar og staðbundnir urriðar sem verður að teljast velviðunandi svona í fyrstu ferð.
Veðrið hélst allgott og hlínaði talsvert í veðri og lægði svo mikið að sumir fóru í bátaútgerð sem gekk vel og urðu menn ekkert sjóveikir þótt algerir landkrabbar séu. Voru menn allsáttir við útkomuna í þessum túr og töluðu um að fara aftur á þetta svæði.
Sjá myndir.
Hattarinn.
Athugasemdir
Hvar eru myndirnar???
Þórir (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 11:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.