13.12.2007 | 12:50
Veiði.
Sælir félagar.
Nú er undirbúningur fyrir sumarið 2008 í fullum gangi.
Við erum búnir að tryggja okkur veiðileyfi í ánni okkar fyrir vestan þann 16 - 18 júlí og er þá þegar búið að manna þá ferð.
Verið er að skoða aðra möguleika hjá formanninum og hefur hann m.a. kannað aðra á sem við veiddum nokkrum sinnum í líka fyrir vestan og sendi ég Víðförlafélögum póst þegar ég veit meira.
Þá er talsverður áhugi fyrir vorveiðinni sem var rædd á aðalfundinum og einnig á laxveiðnni fyrir austan.
Þá hefur urriðabaninn komið með hugmynd um ferð til Grænlands sem virðist vera mjög spennandi kostur fyrir okkur sem eru fársjúkir því þar er víst mikið meira en nóg af bleykju. Sjá nýjasta rit Svfr. Veiðmanninn en þar er grein um bleykjveiðar á Grænlandi.
Ég mun senda félagsmönnum í Víðförla fljótlega póst með nánari upplýsingum.
Kveðja Hattarinn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.