14.10.2007 | 11:32
Aðalfundur Víðförla
Aðalfundur Víðförla verður sennilega haldinn föstudaginn 9 nóvember n.k. og verður boðað til hans með formlegum hætti í næstu viku.
Að venju verður dagskrá fundarins hefðbundin og samkvæmt lögum Víðförla og eru menn beðnir um að hafa tillögur sem leggja á fyrir fundinn tilbúnar tímanlega svo og lagabreytingar.
Það er greinlega talsverður áhugi hjá veiðimönnum að ganga í Víðförla og munu liggja nokkrar umsóknir fyrir á fundinum sem bíða afgreiðslu fundarins.
Að sjálfsögðu mun Víðförli greiða fyrir aðalfundinn og eru menn hvattir til að mæta.
Kveðja Hattarinn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.