Ferðin í Staðará 23 - 25. júlí.

Jæja....  þá var komið að því.  Fyrsta alvöru ferðin í sumar og nú átti sko að drepann !

Eggert mætti á sínum langferðabíl (sjá mynd) og pikkaði upp mannskapinn. Já félagar þetta var sko engin helvítis rúta!!!!  Þessi eðalvagn státaði að nógu mörgum Lazyboy stólum til þess að rúma mig,Mick,Leif og Krumma auk bílsjóra og helling af dóti. Eigum við að tala um sjónvarpið og discóljósin?? 

Hvað um það, við mættum fullir (tilhlökkunar) en hvað heldur þú !!!   Það voru veiðimenn að veiða fyrir neðan hús og það á háflóði !!!  Upphófst mikið skuespil sem ekki verður tíundað hér. Háflóðið var barið sundur og saman og öllum aðferðum beitt en ekkert líf að sjá. Þegar veiðum var hætt um kvöldið voru, að mig minnir 2 fiskar komnir á land í kringum 2 pundin en enginn selur veiddur.   En þegar menn vöknuðu eldsnemma morguninn eftir bar vel í veiði....  allt vaðandi í sel um alla á og og ruku menn til handa og fóta en því miður Snorri slapp á haf út og sátu selveiðimenn eftir slyppir og snauðir.....  menn reyndu að veiða fram eftir degi en enginn veiddist selurinn en þess í stað slæddist á færin einstaka laxa og birtingstittir. En á miðdegisflóðinu vænkaðist hagur því allt í einu birtist þessi líka spikfeiti frændi Snorra í ósnum en þrátt fyrir góða viðleytni tókst veiðimönnum ekki að krækja í þann stóra og hvarf hann eins snökklega og hann birtist.  Þannig að þið sjáið það kæru félagar að þessi ferð varð hálf endasleppt þar sem við komum sellausir heim en tókum með okkur ca 12 afætur  um 8 birtinga 3 bleikjur og einn Lax.

Veðrið í þessari ferð var ekki það besta mikið rok og rigning nema síðasta daginn þá lægði og sólin braust fram. 

  En það eftirminnilegast úr þessari ferð var væntanlega GÚRKAN  sem var spiluð frammá rauðanótt og fór Leifur þar á þvílíkum kostum. En allt það mál verður væntanlega tekið fyrir á næsta aðalfundi.

Afli:  (held ég muni þetta rétt)  Mick 5, Eggert 3 (1 Lax) og Þórir 3, Leifur 1.

Mbk,

Þórir. 

  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband