Ferðin í Staðará 25-27 júlí.

Sælir félagar, hér kemur smápistll og myndir úr seinni Staðará ferðinni. Ath. aðmyndirnar eru ekki í réttri tímaröð.

Lagt var af stað og mikill hugur í mönnum eins og alltaf þegar lagt er af stað í veiði þótt félögum okkar sem á undan fóru hafi ekki gengið sem skyldi. Veiðimenn eru algjört bjartsýnisfólk upp til hópa. Við komuna á staðinn urðu svolítil vonbrigði með nýja veiðihúsið því það var alltof lítið og vanbúið af búsáhöldum fyrir sex karla. Gert var gott úr öllu saman því við vorum með fellihýsi í farteskinu og gamla kofann svo það var vel rúmt um menn. Það var strax rokið til veiða því það var að flæða að og þá fyllist áin af fiski. Sáum nokkra smátitti stökkva víða um ána og nú var bara að bíða eftir sleðunum sem á eftir koma. Hva, það er að byrja að flæða út og enginn fiskur nema hjá þeim sem voru neðst í ánni þeir voru í fiski. Fljótlega í útfallinu var öllum tökum lokið og sjálfhætt þar sem kl. var orðin 10:00. Í umræðum um kvöldið voru menn sammála um að fiskurinn gekk ekki uppí ána einhverju hluta vegna. Morguninn eftir fóru Ásgeir og Alli út til veiða kl. 05:00 og þá gerðist það sama, fiskurinn kom í ósinn en ekki í ána. Þeir náðu 5 stk. Þann daginn var samt glímt við ána og laxinn og náðust nokkrir fiskar en enginn kom laxinn. Í flóðinu um kvöldið og morguninn eftir þá einblíndum við okkur að ósnum og þá fóru hlutirnir að gerast og veiddum við ágætlega og enduðum túrinn í 43 fiskum og var sá stærsti tæp 8 pund og tveir aðrir litlu minni. Veðrið alveg frábært logn, hlýtt, og sól öðruhvoru. Maturinn og félagsskapurinn meiriháttar en ég ætla að ræða við leyfissalann um aðbúnað í húsunum og panta fyrir næsta sumar.
Afli: Hilmar 10, Alli, 10, Jónas, 8, Varði 7, Ásgeir 4, Högni 3, og Atli 1 alls 43.

Kv. JM.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband