Hugleiðingar.

Sælir félagar.

Var að fletta 2 veiðibókum sem komu út fyrir síðustu jól (betra er seint en aldrei) og voru þær báðar alveg ágætis lesning. Það voru bækurnar Vötn og veiði og Silungur á Íslandi. Seinni bókin var bara mjög góð og ekki skemmdi að í henni er æðisleg mynd af tveim Víðförlafélögum við veiðar í Vatnamótum þ.e. Kristjáni Ólasyni og ykkar einlægum og eru þeir eins og vant er í góðum gír. Ég hvet ykkur til þess að kíkja í þessar bækur svona til þess að stytta biðina fram að fyrsta veiðidegi sem er 1 apríl. Fyrsti veiðitúr Víðförla verður annaðhvort 3 eða 5 apríl og er hann sennilega uppbókaður en ef einhver hefur áhuga þá endilega hafa samband.

Kv. JM. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband