24.9.2013 | 21:29
Víðförlaferð í Salmon River, New York 2013
Þetta var eins og í gamla daga þegar merkisatburðir áttu sér stað mannfjöldann dreif víða að en ferðin hófst formlega á JFK Terminal 7 á hádegi fimmtudaginn 12. september. Þá þegar voru Marteinn, Hilmar, Hjörtur og Halli mættir á staðinn og með FI612 frá Djöflaeyjunni mættu Skafti, Jónas og Guðmar. Í ferðinni voru því 5 Víðförlar og 2 mætir gestir þeir Halli og Hjörtur.
Eftir vægt japl jaml og fuður í US Immigration og leit að basúku veiðihólknum (sem fannst) lögðu menn í hann um klukkann tvö. Aksturinn gekk vel og bjórdrykkjan líka svo mjög svo að menn voru farnir að hafa áhyggjur af því að þessir 10 bjórkassar sem keyptir höfðu verið um morgunin myndu ekki duga bílferðina . en það hafðist J
Ákveðið hafði verið að stoppa í veiðibúðinni Fat Nancies (þó sumir í hópnum hefðu bundið miklar vonir við að Nancie væri ekki svo feit) til að kíkja á flugur, útbúnað og kaupa NY State Fishing licence. Viðmótið og þjónustan eða skortur þar á var hinsvegar þvílík að við létum okkur hverfa umsvifalaust og gerðum við því All Sports Tackle hinu megin við götuna að okkar búð en hlussan hún Nancie fékk viðurnefnið ASSHOLES sem var hrópað að henni í hvert skipti sem keyrt var framhjá þeirri skítasjoppu J
Veiðihúsið heitir Salmon Run Lodge og er ekki hefðbundið veiðihús risastórt tvílyft einbýlishús og það hafði allt til alls. Tvö tveggja manna herbergi og þrjú eins manns herbergi og að sjálfsögðu voru Seníorarnir settir í eins manns herbergin en Júníorarnir og Kisurnar í tveggja manna herbergi. Hér er rétta að gera smá hlé og útskýra nafngiftirnar.
Auðvitað var hópurinn gríðarlega samstilltur í öllum aðgerðum og verklagi en þó ákvað nefndin að rétt væri að skipta mönnum í hópa .
Seníorar Jónas, Skafti og Hjörtur
Júnírorar Marteinn og Guðmar
Kisurnar Hilmar og Halli
En munur hópanna var lítill nema þá helst þegar kom að háttartíma og almennum drykkjulátum á kvöldvökunum. Fyrstir í koju voru undantekningarlaust Kisurnar okkar litlu sætu, svo lögðu Júníorarnir sig en hjá Seníorunum var ekki slegið slöku við . þeir héldu upp stuðinu langt fram eftir nóttu svo undir tók í Pulaski þorpi. Nema föstudagskvöldið þá lögðu Júníorarnir Kisurnar og Seníornar til og skelltu sér út á lífið í Downtown Pulaski sem var virkilega skemmtileg nýbreytni J
Veitt var allann föstudag laugardag sunnudag frá 6 að morgni til 7 að kvöldi án lögboðinnar hvíldar sem við þekkjum að heiman og hafði hver maður sína stöng þannig að álagið var mikið. Tekin var stutt pása alla dagana um eitt leitið og var þá iðulega skotist í veiðbúð og rifið í sig eitthvað léttmeti.
Á kvöldin voru hinsvegar steikurnar og ruglið tekið fram og er óhætt að segja að hver veislumáltíðin hafi rekið aðra með hápunktinum á laugardagskvöldið þegar 7 punda nautafile var hent á grillið og Hilmar og Hjörtur gerðu heldur betur gott mót J
Í ánni eru King Salmon, Coho Salmon, Atlantshafslax, Urriði og Steelhead og náðum við að krækja í allt nema Atlantshafslags og Urriða. Veiðin gekk upp og ofan. Nýjar veiðiaðferðir og allt annað vinnulag en menn eru vanir gerðu veiðina virkilega krefjandi og skemmtilega. Áin er væð og það þarf að fara víða og var því mikið vaðið og gengið. Veiðin hjá mönnum jókst jafnt og þétt eftir því sem við lærðum meira um staðina og aðferðirnar. Var síðasti dagurinn sennilega sá besti. Fiskarnir eru mjög stórir og allir að veiða á einhendur þannig að mjög margir fiskar töpuðust margir hverjir eftir hetjulega baráttu. Nokkrir fiskar yfir 20 pund náðust á land og Jónas náði einum sem skotið er á að sé um 35 pund sem var stærsti fiskur ferðarinnar.
Allir veiddum við á flugu og mest voru menn að taka á egg flugur, streamera sem er eins og sjóbirtingflugurnar okkar en einnig voru allskyns leynivopn brúkuð sem ég kann að sjálfsögðu ekki skil á því þau væru jú ekki leynivopn ef ég vissi um þau J
Dýralíf er ekki mikið á svæðinu fyrir utan fugla en þó gengu Marteinn og Skafti fram á snák einn ógurlegann. Marteinn vildi að sjálfsögðu hlaupa í burtu sem fætur toguðu enda logandi hræddur við skepnuna . en náttúrubarnið, Keflvíkingurinn og villimaðurinn Skafti Þórisson tók ekki annað í mál en að POTA í snákinn og náðist það á myndband sem er á síðunni
Almennt voru menn ánægðir með ferðina en misjafnt er hvort menn ætla að skella sér að ári - en nefndin (ég) hefur nú þegar tekið frá Salmon Run Lodge fyrir 7 menn frá fimmtudaginn 11. september til mánudagsins 15. september á því herrans ári 2014 og vonast til að sjá ykkur sem flesta J
Með veiðikveðju
Marteinn
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.