8.4.2013 | 11:31
Geirlandsá, ferðin.
Sælir félagar.
Það voru 7 vaskir Víðförlafélagar og einn gestur okkur mættir í veiðihús kl. 14:00. Það hafði kólnað niður í 2° í veðri á austurleið og einnig bætt í vind þannig að það var svalt og svo komu nokkrar hvítar flygsur að himni ofan jafnt og þétt. Það breytti nú engu og vorum við mættir á veiðstaði stndvíslega kl. 15:00 eins og vera ber. Eftir nokkuð hark og í enn kólnandi veðri tókst okkur að slíta upp ellefu fiska og það nokkuð væna. Veiðihundurinn náði bæði 5kg. og 6kg. fiskum og var það hin mesta glíma og enduðum við þennan dag með ellefu fiska sem var flestum sleppt. Eftir góða Pólska pylsuveislu um kvöldið og gúrku spilamennsku fórum við í háttinn. Þegar menn litu út morguninn eftir var það svart maður, allt orðið mjallahvítt af snjó og útlitið frekar dapurt þannig lagað. Ekkert helvítis röfl strákar, út að veiða sagði Orurinn í miklum hvatningarróm, það dugði við vorum mættir á bakkann kl. 08:00. Þetta var erfitt, það fraus í lykkjum og hjólum, snjór hlóðst undir vöðluskó það var í einu orði sagt skítakuldi. Við reyttum samt eitthvað upp af fiski. Eftir hádegismat (tómatsúpu dauðans) var útliðið mikið betra. Sólin hafði brotist fram og og vind lægt en þó var enn mjög andkalt. Miklu betra að athafna sig og bættum við nokkrum fiskum í sarpinn og enduðum i 22 stk. sem ég tel vera velviðunandi miðað við aðstæður. Þar sem Ormurinn var sá eini sem hefur veitt þarna áður var eðlilegt að hann yrði aflahæstur með 5 fiska en aðrir fylgdu honum fast eftir og enginn fisklaus. Þessi túr hin besta skemmtun áin flott, fínt hús og skemmtilegir félagar. Það er ábyggilega skemmtilegt að vera þarna á góðum tíma að haust til. Setti inn nokkrar myndir í albúmið.
Takk fyrir samveruna félagar.
JM.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.