Aðalfundur Víðförla.

Sælir félagar.

Aðalfundur Víðförla var haldinn föstudaginn 26 október heima hjá fyrrverandi formanni. Fundurinn var fjölsóttur og alls mættu 13 félagar og 2 gestir sem síðar voru samþykktir í Víðförla. Hlutu þeir nöfnin "Reddarinn og "6-pensarinn" Það gerir að Víðförla félagar eru þá orðnir 22. Af þeim má segja að virkir félagar sé 18 þar sem 3 eru erlendis og og einn eiginlega hættur að veiða því miður. Mikið var skrafað og skeggrætt á fundinum og veiðisumarið 2012 gert upp og spáð í veiðina 2013. Mest var að sjálfsögðu rætt um væntanlega veiðiferð Víðförla til USA. í september á næsta ári. Kom fram hjá félagsmönnum að talsverður áhugi er fyrir þessari ferð og er þegar uppselt í fyrstu ferðina þ.e. 7 sæti í september 2013. Það kom fram hjá félagsmönnum að þrátt fyrir aflaleysi síðasta sumars þýðir ekkert annað en að hugsa fram á veginn og vera bjartsýnir um komandi sumar. Menn voru þó helst að ræða að komast í ódýrari veiði og m.a. að athuga með vatnaveiði og koma mörg vötn til greina.   Meðan á fundarhaldinu stóð voru bornar fram dýrindis kræsingar framleiddar af öðrum nýliðanum og fengum við lambalæri bernes a la Reddarinn. Frábær matur.

Set inn nokkrar myndir og Víðförla félagar fá fundargerðina senda á e-mail.

Kv. JM.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband