6.9.2012 | 11:41
Laxá í Leir.
Sælir Félagar.
Nú þegar sumri fer að halla og haustið tekur við þá er gott að eiga einn veiðitúr eftir í það minnst. Á mánudaginn 10 fer vaskur hópur Víðförlafélaga í Lax´í Leir. þ.e. Varði, Axel, Hilmar, Jónas, Gústi og Steini ásamt 4 galvöskum gestum og munum við manna 5 stangir í hollinu af 7. Þetta er eins og þið sjáið "vanlinkunnur skríllinn" sem mun að sjálfsögðu gera sitt besta og rúmlega það til að hækka aflatölur árinnar. Veiðin í ánni hefur verið frekar döpur í sumar en þó er líf þessa daga eins og má lesa hér " Siðasta holl í Laxá í Leirársveit var með 13 laxa. Ólafur Johnson, annar leigutaka árinnar sagði að sumarið hefði verið erfitt eins og víðar, en menn hefðu verið að setja í fiska að undanförnu og sumir þeirra væru nýgengnir" Þetta eru svo sannanlega skemmtilegar fréttir enda þýðir ekkert fyrir alvöru veiðimenn að fara í veiði með hangandi haus. Ég tek mér orð Sverris Hermannssonar þegar hann sagði að það væru "aðeins graðir menn sem veiða, liðleskjur og lyddur fengju aldrei neitt því þeir nenntu þessu ekki" Hárrétt hjá Sverri. Aumingja laxinn hann veit ekki hvað hann á í vændum. Þetta verður skemmtileg ferð í góðra vina hópi eins og allar Víðförlaferðir hafa verið hingað til.
Kv. JM.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.