15.8.2012 | 14:01
Laxá í Þing.
Sælir félagar.
Víðförlafélagar endurnýjuðu gömul kynni af þessari perlu Urriðans.
Þeir sem fóru þessa ferð voru:
Þórir,Eyjó(Kristín),Mick(Stella),Pétur(Elín).
Einsog sjá má á meðfylgjandi myndum var,(einsog alltaf) grenjandi sól og
blíða allan tímann.
Aflabrögð voru viðunandi en fiskurinn yfirleitt smærri en oft áður, og því
flestu sleppt. Það sem spillti gleðinni var þó skæð flensa sem herjaði á Norðmennina okkar, þannig að Krístin gat ekkert veitt og Eyjó ansi lítið, en
"gædaði" Pétur og Elínu með góðum árangri.
Það sem stóð uppúr var samt sem áður ógleymanleg veiðiferð með yndislegu fólki, á fallegasta veiðistað á jarðríki.
Afli:
Mick: 9 Stk Tveir teknir í soðið 49 og 50 cm
Þórir: 8 Stk Tveir teknir í soðið 47 og 49 cm
Eyjó: 4 Stk (sleppt)
Pétur: 4 Stk Tveir teknir í soðið 46 og 55 cm (mynd væntanleg síðar )
Mbk,
Þórir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.