Blanda II

Sęlir félagar.     Žį er komiš aš segja frį annari Vķšförlaferš įrsins ž.e.a.s. ķ Blöndu dagana 10 og 11 jślķ. Žeir sem fóru žessa ferš voru Marteinn, Hilmar, Gušmar, Jónas og žrķr gestir žeir Finnbogi, Sigurpįll og Jóhann Jślķus. Žar sem enginn af okkur höfšu veitt žarna įšur žį žurftum viš aš svolitlar leišbeiningar um svęšiš. Blanda er sko ekkert smįvatn og veišisvęšiš er eiginlega allur Langidalurinn alveg frį Blönduósi og uppaš Svartį. Žeir félagar Leifur og Skafti og kunningi Marteins höfšu veitt okkur góšar lżsingar į hvar best vęri aš bera nišur. Žrįtt fyrir blankalogn og glampandi sólskin tóks Marteini aš slķta upp einn lax ķ Svarthyl og fékkst hann į flugu. Seinnipartinn setti Hilmar ķ einn 6kg. į mašk į sama staš ž.e. ķ Svarthyl og Marteinn ķ annan ķ hyl sem heitir Braggi alveg grķšarlegur Dammur sį hylur. Veišistašurinn er svona 30 metra breišur og 150 metra langur. Žį komu upp 3 urrišar žennan dag. Daginn eftir setti Gušmar ķ og landaši enn einum laxinum ķ Svarthyl og žį komu einnig ašrir 3 urrišar og einn af žeim var 2 kg. Fallegur fiskur. Viš gistum ķ bęndagistingu aš Geitarskarši sem var mjög fķnt og flott ašstaša śti viš og gįtum viš grillaš og haft žaš huggulegt. Fķnn tśr ķ góšu vešri meš frįbęrum félögum. Myndir sķšar.

Kv. JM.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband