Fundurinn var settur af formanni Víðförla kl. 18:45 í sal SVFR. við Háleitisbraut.Eftirtaldir félagar Víðförla voru mættir á fundinn, Hilmar, Axel, Jónas, Steini, Kristján, Leifur, Eggert, Oddur, Ási og Þorvarður. Þá mætti eini umsækjandinn um inngöngu í Víðförla Ágúst Kárason.Að vanda var dagskráin hefðbundin og eftir kosningu fundarritara (Hilmar) var tekin fyrir eina aðildarumsóknin sem lá fyrir fundinum. Umsækjandi vék af fundi á meðan um umsóknina var fjallað. Þar sem Ágúst hafði verið að veiða með okkur mörgum bæði nú í sumar og einnig það síðasta tók þetta ekki langan tíma enda drengur vænn og góður þar á ferð. Eftir smá umræður var hann samþykktur samhljóða sem 20 meðlimur Veiðifélagsins Víðförla. Þá var það nafngiftin og flugu þá ýmsar hugmyndir en að lokum var ákveðið nafnið Tvíhendan og var sú nafngift samþykkt samhljóða og honum þá kynnt niðurstaðan og hann boðinn velkominn í hópinn.Að þessu loknu flutti formaður sína árlegu skýrslu um veiði og veiðiferðir árið 2011. Kom fram hjá honum að þetta sumar var eitthvað það alversta í sögu Víðförla hvað aflabrögð varðar en aðeins veiddust 34 löggildir fiskar í veiðiferðum Víðförla. Þarf að fara langt aftur í tímann til að finna annað eins viðmið.Að vanda urðu talsverðar umræður um skýrslu og fjármál Víðförla en allir sammála að hvorutveggja liti vel út. Þá kom fram tillaga um hækkun félagsgjalda í 4.000.- og var hún samþykkt samhljóða og þá sérstaklega í ljósi þess að árgjaldið hefur ekki hækkað í 4 ár.Engar lagabreytingar voru lagðar fram en ítrekað að það þyrfti að endurskoða lögin og vinna í samþykkt síðasta aðalfundar þar að lútandi.Þá var það árleg verðlauna afhending Víðförla og hlaut Ási fyrir stærsta fiskinn, Hilmar fyrir flesta og Steini fyrir stærsta Víðförla fiskinn.Þá var komið að kosningu formanns og eins og sést í skýrslu formanns þá frábað formaður sér frá endurkjöri og setti fram skýringar þar að lútandi sem fundarmenn sáu að voru réttar.Þá kom uppástunga um Hilmar sem næsta formann og eftir smá fortölur samþykkti hann og var kjörinn samhljóða með öllum greiddum atkvæðum og lófataki.Að þessu loknu beið okkur matur af bestu gerð en á borðum lá steikt lambalæri með alles og rautt með hvað er hægt að hafa það betra.Undir liðnum önnur mál urðu að vanda miklar og skemmtilegar umræður um veiðina 2012.Má segja að fyrsti Víðförla túrinn hafi verið ákveðinn þar en það er ferð í Hafralónsá 17 20 ágúst. Spennandi túr það. Þá urðu umræður um ferð á Skagaheiði á góðum tíma og fá Orra til þess að stýra því, Blöndu svæði II í júlí og Minnivallarlæk í vor. Þá voru menn sammála að skoða Laxá í Leir og Langá.Þá voru ýmsar hugmyndir á loft um að reyna að hittast í vetur til skrafs og ráðagerða, hnýta eða eitthvað svoleiðis til þess að stytta veturinn. Þá kom fram hugmynd að hittast í jan-feb og halda þorrablót og voru Axel og Varði beðnir að stýra því máli enda stendur það þeim næst.Þá tilkynnt Varði að allir Víðförla félagar væru velkomnir í skötu hjá honum hádeginu á Þorláksmessu eins og síðast og hvet ég menn til þess að nýta sér það gylliboð.Hjálagt fylgir skýrsla fráfarandi formanns fyrir árið 2011.Hilmar Jónasson fundarritari.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.