Skýrsla formanns veiðifélagsins Víðförla fyrir árið 2011

Ágætu félagsmenn.Ég vil byrja á að bjóða ykkur alla hjartanlega velkomna á þennan aðalfund veiðifélagsins okkar, Víðförla. Áður en lengra verður haldið vil ég geta þess að dagskrá þessa fundar er mjög hefðbundin og verður eins og vant er. Við byrjum á sjálfum fundinum og á eftir honum fáum við okkur eitthvað gott í gogginn og flottan fljótandi mjöð með. Síðan verður myndasýning og umræður með meiru.Sumarið 2011 verður seint skráð í sögubækur okkar fyrir mikinn afla eða einhverja sérstaka tilburði hjá okkur félögunum. Það er þá kannski helst þeir félagar Ási, Axel, Tóti, Marteinn og Skafti sem geta litið stoltir yfir sumarið þar sem þeir veiða víða og veiða mikið en það er nú önnur saga. Sumarið 2011 sker sig ekki úr síðustu fjórum fimm árum hvað varðar vatnsbúskap í ánum en hann var í algjöru lágmarki.Ég ætla á eftir að sýni ykkur svart á hvítu tvo veiðistaði í tveimur ám þ.e. Langánni og Laxá í Leir. svo þið getið séð hvað um er að ræða þegar rætt er um lélegan vatnsbúskap. Annarsvegar veiðistaði í eðlilegu vatni og svo eins og þeir voru í sumar. Það er ekki von á góðu þegar við lendum í svona vatnsleysi. Þar sem ég er með bústað í nágrenni þessara áa þá get ég staðfest að það rigndi ekkert sem skiptir máli frá 26 júní til 28 september. Jú það komu smá skvettur en ekkert sem hafði áhrif á vatnsbúsapinn í ánum. Það sem mér finnst vera einkennilegt við þetta sumar hvað það dróst langt fram á haustið að það færi að rigna.Hvað um það menn fóru til veiða fullir bjartsýni enda veiðimenn almennt með bjartsýnni mönnum og erum við Víðförla félagar þar engin undantekning nema síður sé.Farið var að vanda í þessar hefðbundnu ár og eina nýja og hófst sumarið með ferð í Vatnamótin en ég mun síðar í þessum pistli mínum fjalla um hvern veiðitúr fyrir sig og einnig aflabrögð. Síðan var farið í Staðará, Hróarslæk, Hvítá við Iðu, Laxá og Langá alls 6 fullgilda Viðförla veiðitúra. Alls fóru 12 félagar í þessa túra og er það vel ásættanlegt miðað við að það voru 4-5 félagar svo til óvirkir í sumar. Það er kannski spurning hvort við séum að gera rétt og þá er ég að tala um val á veiðistöðum. Nú er Svfr. komið með enn eina svona litla netta veiði  á sem er Dunká og þá er það spurning með staði eins og Sogið og fleiri svona nettar sprænur eða þannig og ekki mjög dýrar. Þá er ég enn að leggja snörur fyrir Flókadalsá í Borgarfirði en það er skemmtileg 3ja stanga á þar sem má veiða á maðk og flott veiðihús þar sem við sjáum sjálfir um matinn. Við verðum að fara að skoða þetta betur og þá væri kannski best að fá nýjan skipstjóra í brúna sem hefur meiri yfirsýn en Nói gamli. Ræðum þetta frekar undir liðnum önnur mál.Það er venjan í þessum pistli mínum að ræða aðeins um aflabrögðin en sumarið í sumar er eitt það allélegasta sem ég man eftir og er mikið hrun frá árinu 2009 þar sem við veiddum 339 fiska, árinu 2010 þá veiddum við 139 fiska en nú í sumar var heildarveiðin í veiðitúrum Víðförla 34 fiskar takk fyrir. Nú má kannski halda að við höfum eitthvað dregið úr ásókninni í veiðina en svo er ekki. Það má kannski segja að sumir af okkur hafi ekki farið í eins marga túra og stundum áður. Það kemur samt ekki niður á aflabrögðum því allar voru ferðirnar fullmannaðar.Nei það sem gerðist að þrír af þessum túrum núlluðu en það voru Iðan, Hróarslækurinn og Langáin. Það má svo sem endalaust deila um þessi mál en við þurfum að ræða það aðeins betur hvað er til ráða fyrir næsta sumar. Allir voru samt túrarnir einstaklega skemmtilegir og alltaf er jafn gaman að eltast við lónbúann þótt maður hafi ekki alltaf heppnina með sér, það kemur bara næsta sumar. Þá var það virkilega skemmtilegt að Mick skyldi geta komið með okkur í tvo veiðitúra í sumar en hann hefur ekki komið með síðan í Staðarána 2009. Hann lifir lengi á þessum túrum þótt hann hafi bara fengið einn fisk. Aflinn er ekki allt.Fjárhagsstaða Viðförla er nokkuð góð og hafa innheimst 51.000.- í félagsgjöld og svo hef ég náð í vexti og smá aukapening þannig að við getum átt hér saman skemmtilega kvöldstund með gamni og alvöru í bland eins og þessir fundir eiga að vera. Við erum núna skráðir 19 félagar í Víðförla og er spurningin að bæta við einum góðum manni og láta þar við sitja í bili a.m.k. Það liggur fyrir ein aðildarumsókn í Víðförla á þessum fundi til samþykktar eða synjunar. Þá ætla ég að láta ykkur ágætu félagar ákveða með félagsgjöldin og verður það alfarið í ykkar höndum.Ég ætla ekki að vera bulla neitt því flott dagskrá bíður okkar og góður matur þannig að ég ætla að renna í veiðitúrana sumarið 2011. Vatnamótin 7-9 apríl.Þátttakendur: Jónas, Guðmar, Axel, Hilmar, Varði, Skafti, Ágúst, Óli og Heimir.Þessi hópur lagði af stað snemma á fimmtudegi á veiðilendur Vatnamóta. Við komuna og þegar veiðar hófust var veðrið skaplegt en fljótlega varð það spænuvitlaust eins og hendi hafi verið veifað. Veiði var því snarlega hætt. Daginn eftir var hið besta veður og það skemmdi ekki fyrir en því miður var tregfiskerí  þrátt fyrir mikla ástundun. Það verður ekki af okkur tekið. Mikið var vaðið um allt svæðið til þess að reyna finna fiskinn en því miður fundum við aðeins 16 stk.Allt annað uppá það besta og frábær matur og félagar.Afli: Axel 8, Hilmar 3, Guðmar 1, Skafti 1, Óli 1, Heimir 1, Gústi 1. Iðan 6-7 júlí. Þátttakendur: Skafti, Leifur, Jónas, Hjörtur og Einar.Fórum í Iðuna í frábæru veðri og ekki skemmdi félagsskapurinn. Þrátt fyrir mikla yfirlegu var heldur treg  veiði en þó náðist einn átta punda lax. Hefði mátt vera meiri veiði. Samt mjög góður túr í frábæru veðri.Afli Víðförlafélaga: 0 Staðaráin 14-15 júlí. Þátttakendur: Skafti, Jónas, Þórir, Eggert, Hilmar og Leifur.Víðförlatúr eins og þeir gersat bestir. Gerðum okkur vonir um að birtingurinn yrði farinn að ganga en því miður var svo ekki. Veiðin varð því svolítið minni en vonir stóðu til. Veðrið var náttúlega bara klikkun logn og sól allann tíman. Við Víðförla félagar erum ekkert að gefast upp þrátt fyrir það og á endanum lágu 8 fiskar í valnum 7 laxar og einn 9 punda birtingur. Allt voru þetta boltafiskar nema einn sem var bara 5 pund. Hinir voru 6-10 punda og er ekki hægt að kvarta yfir svoleiðis afla í silungs-veiði á. Allir kátir og hressir en húsið orðið verulega lúið.Afli: Hilmar 2, Þórir 2, Eggert 2, Leifur 1 og Jónas 1. Hróarslækur 19-21 ágúst. Þátttakendur: Skafti, Jónas, Eggert, Hilmar, Ágúst, Sigurpáll, Gunnar + 1.Nú hafði nokkur tími liðið síðan síðasti Víðförlatúr var farinn eða rúmur mánuður. Því var orðinn talsverður spenningur fyrir þessari ferð en í hana fóru 4 víðförlafélagar og 4 gestir. Miklar væntingar voru fyrir þessari á þar sem vel hafði veiðst í fyrra eða um 400 laxar. Við komu í veiðihúsið var mættur bóndinn á Selalæk og veitt hann okkur ýmsar hagnýtar upplýsingar. En við skoðun á veiðibók kom í ljós að aðeins 19 laxar höfðu veiðst í ánni svo eitthvað var að!!! Hófum við veiðar á tilsettum tíma en eftir fyrstu vaktina og yfirferð yfir ána kom í ljós að það var enginn fiskur í ánni. Okkur þótti þetta svolítið sérkennilegt og að endingu þá hringdum við í Stefán sölustjóra hjá Lax-á og sögðum honum okkar farir ekki sléttar. Viðbrögð hans vöktu hjá okkur grunsemdir því umyrðarlaust máttum við veiða í Rangá (Heiði/Bjallarlæk) eins og við vildum. Frá því þá hef ég heyrt víða að það hafi engum fiskum verið sleppt í ána eins sagt var. Slæmt ef satt er. Veðrið, veiðifélagnir og tala ekki um veiðihúsið allt til algjörrar fyrimyndar og ef svo hefði ekki verið myndi ég segja að þetta séu algjör vörusvik.Afli: Enginn. Laxá 12 – 14 sept. Þátttakendur: Steini, Krummi, Skafti, Jónas, Hilmar, Mick, Gústi, Raggi, Óli og Gunna.Hörkusveit eins og alltaf þegar Víðförli mætir á svæðið. Við komu í veiðihús kom strax í ljós að áin var mjög vatnslítið svo mjög að það má segja að hún hafi verið alveg ofaní grjóti og illveiðanleg þessvegna. Við að sjálfsögðu út að veiða og eftir fyrstu vaktina var ykkar einlægur búinn að fá 2 fiska úr Miðfellsfljótinu. Í stuttu máli þá má segja að við reittum upp fiska hér og þar en þó allflest í Fljótinu fræga. Við enduðum alls í 13 fiskum og voru þeir flestir ekki mjög lystugir en veiddust þó?Steini endaði síðustu vaktina með miklum glæsibrag og tók einn vænan hæng (sjá mynd) og þrátt fyrir tilmæli um að sleppa svoleiðis fiskum þá lét hann lífið blessaður. Ofaná vatnsleysið var veðrið frekar leiðinlegt fyrstu tvær vaktirnar bálhvasst af norðri og skítakuldi en sem betur fer voru hinar tvær miklu skárri. Aðbúnaður var til fyrirmyndar í alla staði og fengu allir nóg að borða í þetta skiftið.Afli: Hilmar 5, Jónas 3, Skafti 2, Steini 1, Mick 1 og Hrafn 1. Langá 21 sept. Þátttakendur: Skafti, Jónas, Hilmar, Mick, Alli, Smári, Óskar, Jason, Davíð, Óli F. Sigurpáll og vinur Guðmars.Mættum til veiða í bongóblíðu en miklu vatnsleysi og hófum við veiðar stundvíslega klukkan 8. Dreyfðist hópurinn allvíða um ána og alveg frá efsta veiðstað til þess neðsta. Áin var barin sundur og saman stanslaust frá 8-20 með því miður litlum árangri. Vegna vatnsleysis lá fiskurinn djúpt og í felum þó svo að við hefðum séð nokkra hreyfingu þá tók hann ekki neitt. Hvað um það skemmtilegur túr í flottu veðri í fínum félagsskap.Afli: Enginn. Þá er það næsta sumar. Ég ætla bara að leggja til að við vöndum valið betur og þá er það spurning að fara færri túra eða finna betri ár en við ræðum það á eftir.Þá er það mál málanna. Ég er búinn að segja ykkur nú til nokkurra ára að ég vil gjarnan hætta sem formaður. Bæði er að orkan er ekki eins og áður og líka það að ég held ég sé farin að staðna svolítið í þessum veiðimálum okkar þó svo að veiði áhuginn hafi ekkert dvínað. Ég er alfarið kominn á þá skoðun að það sé mjög tímabært að skipta um mann í brúnni og fá einhvern sem er tilbúin að takast á við þetta skemmtilega verkefni að leiða okkur félagana um veiðilendur landsins. Þið megið ekki halda að ég sé að hætta nei,nei og er ég alveg tilbúin að miðla þeim manni sem tekur við af reynslu minni í starfi fyrir Víðförla. Ég held að væri gott fyrir Víðförla og hollt fyrir þann sem tekur við að skipt verði um formann.Ég vona svo sannanlega að einhver bjóði sig fram til starfans, ef ekki þá verði kosið um hann samkvæmt lögum félagsins.Ég vill helst ekki vera í framboði til áframhaldandi setu sem formaður Víðförla.Njótið fundarins kæru vinir ,étið, drekkið og verið glaðir.Takk fyrir.Jónas Marteinsson. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband