Aðalfundur Víðförla

Sælir félagar.

Aðalfundur Víðförla var haldinn í kvöld í húsnæði SVFR. og voru mættir 13 félagar af 19. verður það að teljast góð mæting þar sem 4 Víðförlar eru staddir erlendis. Á fundinum var sumarið 2011 gert upp og kom í ljós að það var eitt versta sumar hjá Víðförla hvað aflabrögð varðar en aðeins veiddust nokkrir tugir fiska (34) miðað við 339 sumarið 2009. Það ríkir kreppa í aflabrögðum Víðförlafélaga árið 2011. Það er samt í góðu lagi það kemur sumar eftir 2011. Að vanda fór formaður yfir Víðförlaferðir sumarsins og kom fram hjá honum að þær hafi allar verið farnar eins og vant er í góðu veðri og í góðum félagsskap en því miður léleg veiði. Þá kemur spurningin með veiðitúra en stærsti hluti þeirra er félagsskapurinn, aðbúnaðurinn og náttúran. Gott dæmi um það er okkar ágæti félagi Sage specialist kemur alla leið frá Afganistan og fer með okkur í 2 nokkuð dýra veiðitúra. Fékk einn fisk og var sko alveg alsæll. Bara að komast í veiði. Voru málin rædd á breiðum grundvelli og eins og alltaf urðu skemmtilegar umræður um veiðina 2011 og líka um framtíðina árið 2012. Ég ætla ekkert að fara út í smáatriði hvað það varðar en eitt get ég sagt með heinni samvisku að sjaldan eða aldrei hefur ríkt eins mikill einhugur hjá okkur Víðförlafélögum að gera betur næsta sumar.

Þá var eins og vant er veitt verðlaun fyrir aflabröð sumarsins og þau fengu, Birtingurinn fyrir stærsta fisk Víðförlafélaga sumarið 2011 9.8kg. lax úr Laxá í Aðaldal.

Fyrir flesta fiska veidda í veiðiferðum Víðförla fékk 10pundarinn alls 10 stk.

Fyrir stærsta fiskinn veiddan í veiðiferðum Viðförla fékk flotarinn 7,5kg. veiddan í Laxá í Leir.

Eftir ljúfengan kvöldverð var haldið áfram og þá fór fram kosning í stjórn Víðförla. Eftir mikið japl, jam og fuður var kosinn nýr formaður og var sú kosning eiginlega "rússnesk" allir samhljóða. Var það 10pundarinn sem hlaut þessa kosningu var honum ákaft fagnað af félagsmönnum. Þá er þess vert að geta að fráfarandi formanni voru þökkuð góð störf í þágu Víðförla í gegnum tíðna og skálað fyrir honum og hrópað 3 falt húrra fyrir honum og Víðförla.

Þá er þess að geta 20 félagsmaðurinn var tekinn í Víðförlamanna tölu og hlaut hann viðurnefnið

"Tvíhendan" Víðförlafélagar koma sterkir 2012.

Kv. JM.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband