24.8.2011 | 14:33
Ferðin í Hróarslæk.
Sælir félagar.
Eins og þið vitið var mikill spenningur yfir ferðinni í Hróarslækinn og þar átti sko að taka þá nokkra og það helst stóra. Við komu í veiðihús kom í ljós að það var engu logið með það að þetta er eitthvað það flottasta veiðihús sem maður hefur komið í þar sem ekki er skyldufæði og jók það enn á bjartsýnina. Veiðibókin sagði reyndar að aðeins 19 laxar höfðu veiðst og slæðingur af bleykju og urriða en það skipti engu þeir kunna bara ekkert að veiða. En í stuttu máli var að eftir fyrstu vaktina og mikla yfirferð yfir ána þá komumst við að því að það var bara enginn fiskur í ánni svo einfalt var það nú. Nú voru góð ráð dýr, hvað er til ráða. Að endingu var haft samband við Lax-á og sögðum við þeim farir okkar ekki sléttar hvað varðar fisk í ánni. Hvað um það þeir buðu okkur að fara í staðinn í Ytri- Rangá þ.e. efsta svæðið Heiði/Bjallalæk sem við þáðum. Var það ólíkt skárri kostur því þá vorum við allavega ekki í fisklausri á. Engann sáum við þó laxinn en náðum 3 urriðum og mistum aðra þrjá fiska. Sem sagt þetta endaði ágætlega. Maður spyr sig hvernig getur svona spræna eins og Hróarslækur dottið úr yfir 400 löxum niður í 50 á milli ára, maður spyr sig. Hefur það kannski eitthvað með sleppingar að gera???? Hvað um veiðina, gott veður, frábært veiðihús og félagsskapurinn bara mannbætandi og maturinn ljúfur. Við látum ekki litla veiði skemma svoleiðis stemmingu.
Kveðja Hattarinn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.