23.7.2011 | 21:13
Grenjuskjóða.
Félagar, ég grét í gækvöldi.
Mér var boðin stöng í frábærri á í Borgarfirðinum þar sem veiða má á allt agn. Reyndar svolítið dýr en fjandinn hafi það ef ég hefði ekki verið að fara að vinna á mánudaginn þá hefði ég hoppað á tilboðið. Reyndar var þetta í 3 stangar holl sem er frekar dýrt á þessum tíma en við sjáum sjálfir um matinn og þ.a.l. yrði þetta ekki svo dýrt miðað við allt og allt. Þá hefði ég getað verið með eina stöng í þessu holli og verið leiðinlegur við veiðifélagana þannig að þeir myndu ekki mæta að ári og við fengjum það refjalaust. Það er þessi fjandans vinna sem skemmir fyrir manni veiðina hún gengur víst fyrir svo maður gerti borgað veiðileyfin. Áin að tarna er Flókadalsá í Borgarfirði, falið gull!!!!!!!!!!
Kveðja Hattarinn.
l
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.