27.4.2011 | 10:51
Vorveiðin.
Sælir félagar.
Ekki verður hægt að segja að vel viðri til veiða á þessu vori enn sem komið er. Þó eru menn að kroppa upp fiska hér og þar þrátt fyrir skítaveður. Það er þá helst austur á söndum menn eru að fá fisk og einnig virðist Sogið vera að koma skemmtilega á óvart. Þá hefur aukin sjóbirtingsveiði í þeirri á vakið upp spurningar hvað sé að gerat þar. Það er nú kannski full snemmt að hafa áhyggjur af því strax því það getur breyst í einu vetfangi. Þá hafa veriða að koma skot í Tungulæk, Vatnamótum, Geirlandsá og Steinsmýrarvötnum enginn mokstur en reytingur. Þá veit ég um hóp manna sem eru nú við veiðar í Blöndu og verður gaman að heyra hvernig gekk hjá þeim og í þeim hópi eru "Hrygnan og Veiðihundurinn" sem eru sannir Víðförlafélagar og munu ekki svíkjast undan við veiðiskapinn frekar en vant er. Þá er veðurútlitið heldur að skána og er spáð auknum hlýindum og þá vonandi færist meira fjör í veiðina.
Kveðja Hattarinn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.