3.11.2010 | 05:10
Weiðisaga að westan
Eins og kom fram á símahluta Aðalfundar Víðförla þá fór veiðiferðin mín í Salmon River hérna í New York frekar illa þegar veiðifélaginn rifbrotnaði ÁÐUR en veiði hófst. En við Víðförlar grípum hvert tæki-færi til veiða og hér kemur saga af stuttum en bara nokkuð góðum veiðitúr undirritaðs.
Þannig er mál með vexti að fyrir tveimur vikum þegar ég var í áðurnefndum veiðitúr þá fékk ég hringingu frá konunni í miklu uppnámi þar sem hún hafði séð óargadýr (mús) skjótast undan eldhúsinnréttingunni og inn í þvottahús. Þegar ég kom heim sólarhring síðar var gerð dauðaleit í þvottahúsinu en ekkert fanns og síðan voru keyptir tveir brúsar af gluggaþéttingarfroðu og fyllt í öll göt og rifur og héldum við að málinu væri lokið.
En í kvöld dró til tíðinda er við hjónin sátum í stofunni og spiluðum Scrabble. Sé ég þá ekki utundan mér áðurnefnt óargadýr (músina) skjótast úr þvottahúsinu og undir ískápinn. Og hófst þá veiðin .... ég hvíslaði ofurvarlega að veiðifélaganum ég sá hana og ólíkt því sem vanalegt er á veiðum þá var fögnuður veiði-félagans lítill sem enginn.
Ég lét það ekki á mig fá og hóf þegar að kanna veiðisvæðið. Dró fram ísskápinn og eldavélina og sá ummerki ekki ósvipað því þegar lax byltir sér tvö þrjú spörð. Vissi ég að spennandi tími væri fram-undan og gerði því veiðigræjurnar klárar. Í þetta skipti ákvað ég að nota buffhamar í upprekstur, grilltöng af Weber gerð í uppstillingu og frágang og sérpantaðar Instatrap límgildrur í föngunina. Til könnunar var vasaljós frá Ólíver af dótagerð.
Fyrsta rennslið var að lýsa með vasaljósinu bak við skápinn milli eldavélar og ísskáps ekki ósvipað því þegar hylur er skyggndur og var þetta líkt og Myrkhylur í Norðurá ... langt og þröngt veiðisvæði. Ekki leið á löngu þar til ég var fullviss um að ég væri á rétta staðnum því ég sá hreyfingu ... hún bylti sér kvikyndið.
Það var ekki eftir neinu að bíða - meðan veiðifélaginn stóð vörð (las vatnið) setti ég gildrurnar upp eina hvoru megin við skápinn svona efst og neðst í hylnum. Kom Weberinn nú að góðum notum við stað-setningu og frágang límgildranna. Þegar allt var til reiðu skyggndi ég hylinn meðan veiðifélaginn gekk berkserksgang á framhlið sökkulsins ... og það var ekki að spyrja að því. Ég sá hana augu okkar mættust í ljósinu en tók ekki strax. Lá eins og dauð væri og haggaðist ekki en ég dó ekki ráðalaus heldur blikkaði vasaljósinu ótt og títt (strippaði) og eftir augnablik tók hann ... hljóp undan blikkandi ljósinu og beint í aðra gildruna og hræðslutístið í óargardýrinu (músinni) drukknaði í gleðihrópi veiðimannsins ég er meðann
Við tók nú hefðbundinn frágangur afla og veiðafæra og það skal tekið fram að aflanum var sleppt ... en reyndar steindauðum í ruslafötuna ÚTI
kv - marteinn
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.