Aðalfundur.

Sælir félagar.

Aðalfundur Víðförla verður haldinn laugardaginn 30 október í Fjósinu hjá Krumma í Njarðvík og hefst stundvíslega kl. 19:00. Dagskrá fundarins er hefðbundin og samkvæmt lögum Víðförla og hefur verið send félagsmönnum  til skoðunar. Sætaferðir verða frá Reykjavík og mun Flotarinn sjá um aksturinn og mun þá gamall draumur hans um að verða "rútubílstjóri" loksins rætast. Þá hefur verið send út leiðbeiningar um akstursleið Flotarans og menn beðnir um að vera tilbúnir þegar hann birtist. Hressing verður í boði í rútunni á leið suðureftir gegn vægu gjaldi. Það er þó eingöngu til þess að menn gæti hófs og trufli ekki Flotarann við aksturinn því hann tekur þessu tækifæri sínu mjög alvarlega. Sjáumst kátir og hressir.

Kveðja Hattarinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband