Færsluflokkur: Bloggar

Frestun.

Af óviðráðanlegum ástæðum frestast aðalfundi Víðförla til 17 nóvember 07.

Kveðja Hattarinn.


Aðalfundur Víðförla

Aðalfundur Víðförla verður sennilega haldinn föstudaginn 9 nóvember n.k. og verður boðað til hans með formlegum hætti í næstu viku.

Að venju verður dagskrá fundarins hefðbundin og samkvæmt lögum Víðförla og eru menn beðnir um að hafa tillögur sem leggja á fyrir fundinn tilbúnar tímanlega svo og lagabreytingar.

Það er greinlega talsverður áhugi hjá veiðimönnum að ganga  í Víðförla og munu liggja nokkrar umsóknir fyrir á fundinum sem bíða afgreiðslu fundarins.

Að sjálfsögðu mun Víðförli greiða fyrir aðalfundinn og eru menn hvattir til að mæta.

Kveðja Hattarinn.

 


Eystri Rangá

Sælir félagar.

Ég má til með að segja frá ævintýraferð sem ég fór í líkt og formaðurinn. Ég og Siggi Örn vinnufélagi minn fórum í Eystri Rangá þann 25 og 26 sept. Vorum mættir um kl 9 á svæði 1 í -2 og norðan garra.Ekkert gekk þar en eftir hádegi áttum við svæði 9 og nú fóru ævintýrin að gerast!!! Sáum lax stökkva á fyrsta veiðistaðnum sem við fórum á (Tunguvað) settum fljótlega í einn, og þegar við hættum um kl 19 lágu 15 kvikindi í valnum og aðgerðarkvíðinn í hámarki. Áttum bókaða nótt á Hótel Hvolsvelli en þar var heiti potturinn bilaður og enginn matur. Siggi ældi þá útúr sér að hann ætti inni greiða hjá Friðriki Páls staðarhaldara á Hótel Rangá. Hringdum í hann og hann bauð okkur góðan díl og með það fórum við, og  lifðum eins og greifar það sem eftir var nætur (sjá myndir). Er skemmst frá því að segja að þetta er besti veiðikofi sem ég hef gist í, og maturinn var vel ætur. Hér kemur matseðillinn þetta kvöld:

1.Andalifur “foie gras”, með steiktu sætu brauði og Normandy epla salsa

2.Bouillabaisse fiskisúpa með laxi, humar og skötusel

3.Sniglar í hvítlaukssmjöri með langtíma eldaðri dúfu á trufflu olíu kletta saladi með papriku

4.Pipar turnbauti með tómat bearnaise sósu, trumpetsveppa ravioli, duchssekartöflum og uxahala hvítlaukssoðkjarna

5.Créme brulée

Með þessu var drukkið eðal Bordeaux vín Chateau Duhart-Milon  Kostaði reyndar 12900 but who cares.......

Kvöldið endaði svo í Bjór og Brandy í heita pottinum........semsagt þetta kvöld og dagurinn var bara lögreglumál.

Dagur tvö: Skriðum á fætur um kl 9 og fórum í morgunmat. Það hlaðborð var bara rugl líkt og maturinn kvöldið áður. Vorum komnir á svæði 8 um kl 11 og hættum kl 13 þá komnir með 4 kvikindi. Eftir hlé áttum við svæði 7 og tók það smá tíma að finna fiskinn þar, en fundum hann á stað sem nefnist Skollatangi og nágrenni og slitum þar upp 10 til viðbótar í foráttuveðri austan 23 og slagveðursrigningu. Semsagt fórum heim með 29 laxa megnið 2,5-3,5 kíló.

PÍS.........Þórir Laxari.

 

 

 


Sogið Ásgarður

Photo-0037Já ég gef mér bara leyfi til að skrifa inn á þessa síðu þar sem ég nú veit leyniorðið.  Heyrðu við feðgarnir, já og afi fórum í könnunarleiðangur í Sogið Ásgarð sl. sunnudag. Versluðum leyfið a SVFR.is , 5000 kall stöngin.  Þarna kaupir maður einn dag í einu. Veitt frá 7 til 21 með pásu á milli 13 og 15.  Erfitt að finna þetta. Vorum lengi vel að veiða vitlaust svæði sundur og saman. Laxavonin er víst meiri þar. Þessu komst ég að daginn eftir en það skiptir engu, við veiddum ekki neitt. Það stendur allt sitt á hvað um veiðisvæðið á heimasíðu SVFR.  En hvað um það þá voru þarna rosalega veiðilegir staðir, fjölbreytilegt og flott á og síðasti flotti sumardagurinn. Komum auga á fisk; 3-4 stórar bleikjur, 4-6pund.   þetta var á stað sem heitir Álftatangi að mig minnir. Þar er smá vík sem straumurinn rennur fram hjá og vatnið rólegra. Þar var þessi fiskur að taka smá hluti af lignunni. Köstuðum öllu sem við áttum á þær enn þær vildu ekkert. Eltu mikið fyrsta hálftímann og voru við að taka en ekkert. Svo það sem eftir var af deginum litu þær ekki við neinu.  Maður varð auðvitað vel spenntur fyrst og svo mikið móðursjúkur svo bara pirraður. Svo kom myrkur og pakka í bílinn.  Þessi ferð var svona til að rúna af sumarið áður en maður færi út aftur til Köben, ná einum stórum. En maður verður bara að kreista út eina ferð í viðbót á Þingvelli svo maður fari nú sáttur út.

 Kem að auki inn góðum þökkum fyrir hrossakjötið sem hefur verið að minna á sig meira og minna alla vikuna.

 Kv

Pétur 


Hólsá

Sælir strákar.

Nú lenti ykkar einlægur í veislu.

Við fórum saman 8 félagar af vaktinni sem ég var til veiða austur í Hólsá. Það sem við sáum þar mun seint gleymast. Það var vaðandi stórar torfur af fiski um alla á, uppá sandeyrum þannig að uggar og sporðar stóðu uppúr. Þetta voru sko engar murtur, sumir algjörir drekar. Ég sá mikinn fisk í Staðaránni í fyrra en þetta sjónarspil sló því alveg við bæði hvað varðar magn af fiski og stærð þeirra.

Nema kvað við veiddum alls 33 fiska, 27 laxa og 7 sjóbirtinga langflestir á bilinu 2-4 kg. Fyrri daginn sem við veiddum var bölvaður þræsing beint í fangið á okkur og áttum við því erfitt með fluguna. Þann dag var því mikil alda á vatninu og sáum við ekki sjónarspilið þá. Við veiddum seinna daginn bara 4 eftir hádegi í blíðuveðri og þá sáust herlegheitin. Náðum þá 9 löxum sem voru lúsugir fram á trýni.

Þetta var alveg gríðarlega gaman. Allur þessi fiskur gengur svo uppí Rangárnar. Þeir sem verða þar á næstunni eiga von á góðu.

Við Víðförlafélagar ættum kannski að skoða þennan möguleika betur.

Kveðja Hattarinn

 

 


Til hamingju.

 Til hamingju Víðförlafélagar.

Loksins erum við í Víðförla komnir með heimasíðu. Það er búinn að vera draumur hjá mér í mörg ár að hafa aðgang að einni slíkri. Ég vil byrja á að þakka Pétri Urriðabanasyni skjót viðbrögð og jafnframt hvetja Víðförlafélaga til þess að nota síðuna og koma með nýjar upplýsingar um veiðiferðir og jafnframt myndir úr veiðitúrum.

Ég mun í framtíðinni setja inná síðuna lög Víðförla og félagaskrá ásamt ýmsum fróðlegum upplýsingum um það sem liðið er.

Ég ítreka gerðar kröfur og legg málið (síðuna) í dóm.

Kveðja Hattarinn.


Hróarslækur 24-25.júlí 2007

Hróarslækur rennur undan Keldnahrauni og sameinast svo með Ytri-Rangá. Könnuðum þessa ansi fallegu á rétt austan við Hellu. Hálfan og hálfan dag. Vorum þar í góðu yfirlæti í ný-reistu veiðihúsi sem kollegi okkar hann Ragnar Ólafsson teiknaði fyrir þá í Atlaslaxi. En þeir eru með þessa á á leigu.

Vorum ekki varir við fisk fyrir utan þó nokkur laxa-seiði. Veiðibækurnar sögðu að 4 laxar væru komnir á land í kringum 21.júli, einhverjir 2-3 urriðar og nokkrar bleikjur. Fáir fiskar en enginn undir 60 cm. Laxarnir voru teknir á maðk á veiðistað nr 8. sem er við þjóveginn/gamla brúarstæðið, (veiðistaðirnir eru taldir upp frá suðri í norður fra mótum árinnar við Ytri-Rangá og uppidir þar sem síðasti veiðistaður er nr. 19 að mig minnir).

Ég hef séð það skrifað e-r staðar að það sé staðbundin bleikja efst í ánni og síðla sumars gangi lax upp ánna, ennfremur að sleppt hafi verið töluvert mikið af laxaseiðum í ánna á síðustu misserum. Mjög falleg á sem vonandi á eftir að kalla eitthvað af þessum seiðum aftur á heimaslóðir.  Mjög veiðilegir margir staðirnir þarna, þá kannski sérstaklega þessi nr. 8 á milli brúnna, nr 18,17 og þar í kring. 
Fórum ekki mikið neðar en staður 7.

hilsen

Pétur 

 

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband